Sagnir - 01.06.2006, Side 87
Helsti annmarkinn á þessari ritgerð er skortur á rituðum heimildum
um MAI. A það sérstaklega við tímabilið 1967 til 1979. Fáar
fundargerðabækur eru til um starfsemi félagsins á þessu tímabili og hef
ég því þurft að reiða mig á greinar sem ijalla um sögu félagsins sem
birtar voru í ritum sem það gaf út og viðtöl við félagsmenn á þessu
tímabili. Mun fleiri heimildir eru til um starf samtakanna ffá 1979 til
1992. Starfsemi félagsins var öflugri á þeim tíma og gögnum þess var
betur haldið til haga.
un Z\*Cenninjartenjsfa (Cjffiamu oy
jsJancfs, oð tenasf foeirra vfö ^Sósíafista-
fefaq fríeyffiaví/lur
Félagió Ménníngartengsl Albaniu og íslands var stofnað þann 23.
apríl árið 1967.* Stofnfélagar voru 72. Á stofnfundinum var kosin
fyrsta stjóm félagsins. Ólafur Þ. Jónsson, þáverandi skipasmiður,
betur þekktur sem Óli kommi, var kosinn formaður. Helga Hjörvar
leikkona var kosin varaformaður. Guðni Guðnason lögfræðingur var
kosinn ritari. Runólfur Bjömsson verkamaður var kosinn gjaldkeri og
Guðmundur Jósepsson vélstjóri var kosinn meðstjómandi. Allir sem
vom í fyrstu stjóm MAÍ vom meðlimir í Sósíalistafélagi Reykjavíkur
sem var á þessum tíma hluti af Sósíalistaflokknum.
Þegar MAÍ var stofnað vom deilur innan Sósíalistaflokksins um
hversu langtþað ætti að gangaí samfylkingaráttmeð Alþýðubandalaginu.
Þær snémst um hvort Sósíalistaflokkurinn ætti að vera sjálfstæður
flokkur innan Alþýðubandalagsins eða hvort leggja ætti niður flokkinn
og félagsmenn hans ganga inn í Alþýðubandalagið og gera það að
stjómmálaflokki. Sósíalistaflokkurinn skiptist í hópa sem höfðu
mismunandi skoðanir á því hvemig ætti að standa að þessum málum.
Sumir vildu ganga alla leið í samfylkingarátt en aðrir vom algerlega á
móti slikum hugmyndum. Þeir hópar sem vom á móti vom mjög sterkir
innan Sósíalistafélags Reykjavíkur. Þeir vora kallaðir „Hjaltaklíkan",
sem var nefnd eftir Hjalta Ámasyni, og „Brynjólfsklíkan", sem var
nefhd eftir Brynjólfi Bjamasyni.
í „Hj altaklíkunni" vom helstu einangmnarsinnar Sósíalistaflokksins.
Félagar hennar tilheyrðu vinstri armi Sósíalistaflokksins og vildu þeir
að hann yrði byggður upp sem kommúnistaflokkur með sama sniði
og Bolsévikaflokkurinn. „Brynjólfsklíkan“ var sammála fyrmefnda
hópnum um ýmislegt en vildi ganga lengra í samfylkingarátt og taka
þátt í almennri stjómmálastarfsemi á þingi.2
Ólafur Þ. Jónsson, formaður MAÍ, og Guðni Guðnason ritari vom
báðir í stjóm Sósíalistafélags Reykjavíkur þegar MAI var stofnað. Þeir
lögðust algerlega gegn því að Sósíalistaflokkurinn yrði lagður niður
þegar það kom til umræðu í félaginu 16. október 1968. Töldu þeir að
Alþýðubandalagið yrði að borgaralegum flokki sem myndi ekki hafa
hagsmuni verkalýðsins að leiðarljósi. Vildu þeir báðir að stefnt yrði að
uppbyggingu öflugs marx-lenínísks flokks. Þeir vom ekki þeir einu á
þessum fundi, sem vom á móti því að flokkurinn yrði lagður niður3.
Óánægjan með Alþýðubandalagið var mikil meðal félagsmanna
MAÍ. Þeir notuðu félagið sem vettvang þeirra sem vom andvígir
samfylkingaráformum til aó hittast eftir fundi með Sósíalistaflokknum
eða Sósíalistafélagi Reykjavíkur og ræða um málefni flokkanna. Áður
en MAÍ var stofnað hafði verið rætt, meðal þeirra sem stóðu að því, að
taka yfir eitthvað af menningartengslafélögunum sem til vom fyrir, til
dæmis vináttufélag Rúmeníu og íslands eða Búlgaríu og íslands, og
nota þau sem vettvang fyrir andstæðinga Alþýðubandalagsins. Þeim
fannst þó lítið koma til starfsemi þeirra og ákváðu því að stofna nýtt
félag.4 Líklegast hefur það einnig spilað inn í að Einar Olgeirsson, sem
var ekki á sömu línu og þeir gagnvart Alþýðubandalaginu, hafði mikil
ítök í þessum vináttufélögum.
Jív,
ta eTfffiama 7
Ivers vejna <vuuama
Þegar MAÍ var stofnað árið 1967 hafði Albanía verið í heimsfréttunum
í nokkur ár vegna afstöðu sinnar í deilum Kínverja og Sovétmanna þar
sem Albanartóku einirþjóða, sem tilheyrðu hinni sósíalísku ríkjablokk,
afstöðu með Kína gegn Sovétríkjunum. Vöktu þessar deilur athygli hjá
stofnendum félagsins og taka þeir fram í lyrsta riti sínu „að eigi skal yfir
það fjöður dregin að deila þessi hefur heldur flýtt fyrir stofnun MAÍ en
hitt.“5 „Brynjólfsklíkan" hallaðist mjög að Peking-línunni. Brynjólfur
fÁ/CeJininjartenjsf c/fcffianíu cj ffsfancfs
Bjamason ferðaðist til Kína árin 1956 og 1958. Hann heillaðist af því
sem hann sá þar og taldi Maó Tse Tung fmmlegan marxískan hugsuð/’
Brynjólfur þýddi ýmis verk eftir Maó á íslensku, þar á meðal Rauða
kverið.
Enver Hoxha, formaður kommúnistaflokks Albaníu, Flokks
vinnunnar, sem hélt um stjómartaumana í landinu, leit mikið upp til
Stalíns. Hoxha taldi hann sannan marx-lenínista og að verk hans væm
óskeikull leiðarvísir í baráttu öreigastéttarinnar gegn auðvaldinu.7
Albanir vom því lítt hrifnir af gagnrýninni sem Stalín fékk á 20. þingi
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og töldu hana ógn við eininguna
innan heimshreyfingar kommúnista. Flokkur vinnunnar hafnaði líka
algjörlega hugmyndum, sem komu upp á sama þingi, um friðsamlega
sambúð milli kapítalískra og sósíalískra landa, og að kommúnistaflokkar
í Vestur-Evrópu gætu náð markmiðum sínum1 með friðsamlegum og
þingræðislegum leiðum í staðinn fyrir að stefna að byltingu. Flokkurinn
kallaði þá sem héldu uppi þessum skoðunum endurskoðunarsinna. Þeir
flokkar sem stefndu ekki að byltingu gegn auðvaldinu yrðu ekkert nema
viljalaus verkfæri, gerðir til þess að þjóna því.8 Viðleitni Sovétmanna
að bæta samskipti sín við Júgóslavíu hafði líka slæm áhrif á samband
þjóðanna, þar sem hinir síðamefndu vom svamir óvinir Albaníu.
I hugum margra sósíalista á þessum tíma var barátta kommúnista
í seinni heimstyrjöldinni gegn ítölskum fasistum og þýskum nasistum
enn í fersku minni. Kommúnistar í Albaníu höfðu staðið sig vel í þeirri
baráttu og náð af eigin rammleik að frelsa landið úr klóm innrásarherja.
Frammistaða þeirra hafði vakið aðdáun margra sósíalista hér á landi,
því að sú barátta var táknræn sem barátta verkalýðsins gegn auðvaldinu
og heimsvaldastefnu þess. Oft var fjallað um þessi afrek í ritum MAI
næstu 25 árin.
^Starjsemijffajsinsjrá iy6j tif ljjlf
Það var lítill hópur listamanna, menntamanna og vinstrimanna sem tók
þátt í starfi félagsins á fyrstu tveim ámm þess. Ljóðskáld lásu upp ljóð sín
á fundum, sagnfræðingar sömdu greinar um sögu Albaníu og sósíalistar
skrifuðu greinar um stjómarfarið í landinu og um uppbyggingu þess.
Árið 1967, fljótlega eftir stofnun MAÍ, gaf félagið út 32 blaðsíðna
rit sem hét Albanía. Fræðslurit. í þvi riti var tekið fram að tilgangur
samtakanna væri að kynna á íslandi hina albönsku þjóð og öfugt.9
1 þriðju grein í lögum samtakanna, sem vom samþykkt á
stofnfundinum, var tekið fram hvemig félagið ætlaði að ná þessum
markmiðum:
„3-gr
Þessum tilgangi ætlar félagið að ná m.a með því:
a. að greiða fýrir samskiptum menntastofnanna, félaga
og einstaklinga í báðum löndunum og afla heimilda um
þjóðfélagshætti, menningu og vísinda-starfsemi í Albaníu.
b. að gangast fýrir fræðslu um Albaníu með fyrirlestmm,
kvikmyndasýningum, öflun bóka og tímarita, listkynningum,
útgáfu og upplýsingastarfsemi o.fl.
c. að koma á framfæri við útvarp, blöð og tímarit gagnkvæmri
kynningu á menningu Islands og Albaníu og nýungum í
vísindum og listum.
d. að stuðla á allan hátt að auknu samstarfi Albana og
íslendinga.”10
I ritinu voru upplýsingar um atvinnuhætti, þjóðlíf og stjómarfar í
Albaníu. Skúli Þórðarson sagnfræðingur skrifaði stutta grein um
sögu landsins og Bjöm Bjamason, fyrmm formaður Iðju í Reykjavík,
skrifaði um verkalýðshreyfinguna í Albaníu. I þeirri grein vom talin
upp þau afrek sem Albanar höfðu unnið við uppbyggingu landsins eftir
seinni heimstyrjöldina. Albanía var vanþróaðasta ríkið í Evrópu fýrir
heimsstyrjöldina, með um 85% ólæsi og nánast engan iðnað. Eftir að
hafa talið upp hve uppbyggingin hafði gengið vel í Albaníu var hún
eignuð Flokki vinnunnar og fullyrt að hún hefði ekki verið möguleg án
leiðsagnar marxisks flokks. 11
Starfsemi félagsins var kynnt í Þjóðviljanum og áttu tilkynningar
um fundarhöld greiða leið að síðum blaðsins, þar sem Ólafur Þ.
Jónsson, formaður félagsins, vann á þessum tíma þar sem blaðamaður.
Félagar MAl þýddu líka greinar um Albaníu úr erlendum málgögnum
Í&ajnir zooé