Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 4

Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 4
2 SENDIBOÐINN eðlilega hjá henni, þegar hún verður þess vör, að matarleifar oft verða eftir í tönn- unum, einkum jöxlunum og mynda þar dökka skán. Móðirin. sem allt vill gera til þess að halda tönnum barnsins síns hreinum, heil- brigðum og fallegum, spyr þá, hvort nauð- synlegt sé að bursta tennur barnsins, eins og tennur fullorðinna. »Þarf að hirða um barnatennurnar?« spyr móðirin aftur, þegar hún verður vör við fyrstu litlu holuna i skjannahvítum jöxlum barnsins. Og hún íhugar, hvort hún eigi að láta fylla holuna, enda þótt henni virðist það hálfgerð firra, að farið sé að nostra við barnatennurnar. »Á að varðveita barnatennurnar?« spyr móðirin enn, þegar hún seinna, — lúin og dauðþreytt af næturvökum — kemur til tannlæknisins með barnið, sem nú hefir fengið tannpínu í holótta jaxlinn sinn, og óskar þess, að hann sé dreginn úr því. »Er nauðsynlegt að halda áfram að hirða um barnatennurnar?« spyr móðirin loks, þegar hún enn á ný kemur til tann- læknisins með sex ára gamalt barnið sitt; sem er með brennda og gereyðilagða fyrstu fullorðínsjaxlana. En móðirin veit ekki, að þessir brunnu jaxlar eru fullorð- instennur, sem komið hafa aftan við barna- tennurnar, áður en nokkur þeirra datt úr. Þessum spurningum, sem í raun réttri eru allar ein og sama spurningin, er auð- svarað, og svarið er játandi. Og tann- læknirinn, sem skilur alvöru málsins, bætir við: já, vissulega ber að hirða vel um barnatennurnar. Af reynslu sinni veit hann, hvílíkt böl það getur bakað barninu, að tennur þess fái næði til að skemmast, og hann veit einnig, hve þýðingarmikil vörn er fólgin í rækilegri, góðri hirðingu tannanna. Tannlækninum er málið Ijóst. En mörg- um foreldrum — jafnvel þeim, sem að öðru leyti fylgjast bezt með þroska barna sinna — veitir örðugt að skilja, að veru- leg ástæða sé til að hirða sérstaklega um fyrstu tennur barnsins, barnatennurnar svo- nefndu, sem aðeins eru bráðabirgðatennur, og eiga sér, hvort eð er, skamma æfi. En það er veruleg ástæða til að gæta vel barnatannánna, því að þær hafa miklu meiri þýðingu fyrir barnið, en menn al- mennt hyggja. Það er að vísu rétt, að barnatennurnar eru aðeins bráðabirgða- tennur, og fullorðinstennurnar ryðja þeim úr vegi smátt og smátt. Samt eru starfsár þeirra eigi allfá. Barnið fer að taka tennur þegar það er hálfs árs gamalt, og venju- lega er tanntökunni lokið að fullu á tveim árum. Ef athugað er, að síðustu barna- jaxlarnir falla ekki úr barninu, fyrr en það er 12—13 ára að aldri, sézt, að allur starfs- aldur barnatannanna er rúmlega tíu ár og starfsæfi mikilvægustu barnatannanna, jaxlanna, nálega áratugur. Þessi athugun gefur ærið íhugunarefni, því að almennt munu menn hyggja, að tannaskiptin séu um garð gengin, þegar fyrstu framtenn- urnar falla, og nýjar, varanlegar framtenn- ur koma í þeirra stað; en það er um 8 ára aldur barnsins. Þessi áratugur í æfi mannsins, frá tveggja ára til 12—13 ára aldurs, eru mikilvæg þroskaár. Andlegt og líkamlegt atgerfi mannsins, og heilbrigði síðar meir, er háð því, að andlegur og líkamlegur þroski hans á barnsárunum sé eðlilegur og ótruflaður. Það er því eigi minna um vert að gæta þess, að tennur barna en fullorðiuna séu góðar og starfhæfar. Það er mjög þýðingarmikið fyrir barnið, að það fái heilnæma fæðu, en það er engu þýðingarminna, að öll meltingarfæri séu vel fær um að vinna úr fæðunni þau efnasambönd, sem Iíkamanum eru nauð- synlegust. Meltingarstarfið hefst í munnin- um með tyggingu fæðunnar, en fullnægj- andi tygging krefst eigi aðeins allra tanna, heldur og þess, að tennurnar séu heil-

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.