Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 13
SENDIBOÐINN
11
ilin vinni einnig að því að treysta þann
grundvöll, sjálfra sín, barnanna og þjóðar-
innar vegna. — —«
Þá vil eg og vekja athygli foreldra á
hinni svonefndu »Tíu ára áætlun« séra
Halldórs Jónssonar á Reynivöllum. Farast
höfundi svo orð um hana :
»Þeim, sem enn eru ófróðir um »Tíu ára
áætlun« mína, skal þetta tekið fram til
leiðbeiningar:
1. Tiu ára áæilunarbók er venjuleg við-
skiptabók (sparisjóðsbók) við hverja þá
lánsstofnun, sem hver viíl skipta við.
En hverja slíka bók skal merkja með
Tíu ára áætlunar stsmpli.
2. Stofnfé hverrar nýrrar bókar má vera
minnst 5 krónur.
Innstæðu hverrar siíkrar bökar má
ekki skerða í tíu ár frá byrjun við-
skiptanna, en að þeinr tima liðnum,
er eiganda frjálst að taka út úr bók-
inni eftir vild, eins og hverri annari
sparisjóðsbók.
Eg tek dæmi til að skýra þetta enn
betur:
Eg fæ mér Tíu ára áætlunarbók t. d.
1. okt. 1940. Nú legg eg ýmsar upp-
hæðir inn í bókina á ýmsum tímum á
næstu 10 árum, jafnvel sumt 29. og
30. sept. 1950. — En 1. okt. 1950 get
eg tekið út úr bókinni eftir vild, og
farið með hana eins og venjulega
sparisjóðsbók og jafnvel tekið allt út
úr henni, sem í henni er. En ef egsæi
mér fært, mundi egtelja mér hagkvæmt
°g hyggilegt, að framlengja bindindið
um næstu 10 ár í viðbót, en því mundi
eg ráða sjálfur, en þá þarf að stimpla
bókina að nýju með Tíu ára áætlunar
stimpli.
3. Vextir af innstæðu hverrar Tíu ára á-
ætlunarbókar er hálfum af hundraði
(| prc.) hærri en venjulegir sparisjóðs-
vextir á hverjum tíma.
Með því að vextirnir leggjast við
höfuðstólinn, reiknast vextir einnig af
vöxtum og vaxtavöxtum.
iy.
Hugmyndin um »Tíu ára áætlun« er
fyrst og fremst miðuð við börn og unglinga
Sil að venja þau á sparsemi, sem hverju
barni og unglingi er bæði nauðsyn og
sómi að. Sumir eyða öllu, sem þeir afla í
allskonar óþarfa eða annað, sem þeir geta
verið án, sér að skaðlausu. Þetta er ó-
hyggilegt, því síðar á æfinni gæti þetta
komið í góðar þarfir, eða bætt úr brýnni
nauðsyn, ef það um hríð hefði verið geymt
og ávaxtað.
Börn geta, og það er þeim fyrir beztu,
geymt aurana, sem þau hefðu annars látið
fyrir sælgæti, tyggigúmmi, bíóferð, sæti í
strætisvagni og annað þess háttar. Allt
kostar þetta peninga. Þetta er að vísu
nokkur sjálfsafneitun, að láta á móti sér,
það sem mann sárlangar í eða til, en
sjálfsafneitun er æfinlega holl, bæði íþess-
um efnum og öðrum, bæði börnum, ungl-
ingum og fullorðnu fólki. Hún venur
barnið og unglinginn á að stjórna
sjálfum sér, einnig í öðrum efnum. Og
þetta er aðalatriðið.
»Tíu ára áætlunin« er fjársöfnunarað-
ferð, en þó um fram allt uppeldisað-
ferð, sjálfsuppeldisaðfeið. Það áaðvera
hennar mesti kostur«.
Foreldrar, þetta er mikilsvert mál. At-
hugið það gaumgæfilega. Minnið börn yðar
á: að margt smátt gerir eitt stórt, ogkorn-
ið fyllir mælinn«, og minnist hins forn-
kveðna: að »hvað ungur nemur, gamall
temur«.
F. Hj.