Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 5
SENDIBOÐINN
3
brigðar. Barninu er því eigi nóg að hafa
allar tennurnar — 20 barnatennur — ef
ein eða fleiri þeirra eru sjúkar, því að
kenni það sársauka við tygginguna, tyggur
það mat sinn ver, og lystin þver.
Það, sem nú var sagt, á vitanlega jafnt
við um tennur barna og fuilorðinna. En
það er augljóst, að miklu máli skiptir, að
meltingarstarf það, sem fer fram í munn-
inum, sé í fullkomnu lagi, þegar barn í
örum vexti á í hlut.
Barnatennurnar hafa einnig öðru hlut-
verki að sinna en tyggingunni. Á vaxtar-
árum og þroskaárum kjálkanna liggjafull-
orðinstennurnar geymdar undir rótum
barnatannanna. Þær liggja þar í holum í
kjálkabeininu og koma fram úr fylgsnum
þessum, þegar barnatennurnar falla. Það
er því mikilvægt fyrir myndun og þroskun
fullorðinstannanna, að barnatennurnar séu
heilbrigðar og falli eigi of snemma. Ef
holur myndast í barnatönnunum og ekkert
er að gert, getur farið svo, að skemmd og
bólga komi í rætur þeirra og breiðist út
og nái inn til fullorðinstannarinnar, sem
enn er í myndun og liggur geymd í híði
sínu neðan við eða á milli róta barna-
tannanna. Margir þeirra brúnu og gulu
bletta, sem oft sjást á tönnum fullorðinna,
bæði framtönnum og smájöxlum, eiga rót
sína að rekja til slíkrar sk^nmdar á barna-
tönnunum. Saknæmara en þessir blettir er
hitt, að rótarbólga í barnatönn getur al-
gerlega eyðilagt fullorðinstönnina, sem var
að myndast undir henni, og á þetta sér
því miður alloft stað. Vitanlega er hægt
að kippa sjúku barnatönninni í burt og
koma þannig í veg fyrir sýkingu fullorð-
instannarinnar, sem undir henni býr. En
eigi er öllum hættum afstýrt með slíkri
aðgerð, því að barnatennurnar hafa einnig
það verk að vinna að halda opinni leið
fyrir fullorðinstennurnar og með því tryggja
þeim rétta stöðu í tanngarðinum. Athugið
hye margir, börn og fullorðnir, hafa skakk-
ar tennur og óreglulega tanngarða! Oft
stafar þetta af því, að ekki var réttilega
hirt um barnatennurnar, og þegar barnið
fékk tannpínu, var tönnin, eða jafnvel
margar tennur, dregnar úr því, og leiðin,
sem fullorðinstönnin átti að vaxa um,
þegar hún væri fullmynduð, luktist, og
tannstaðan varð óskipuleg.
Loks má minnast þess, að margar van-
ræktar barnatennur, brunnir stúfar og brot,
geyma í sér aragrúa af sýklum, sem
geta orðið barninu stórhættulegir. Þróttur
barnsins og máttur þess til viðnáms gegn
sýkingu, lamast af eiturefnum frá þessum
sýklum, sem barnið í sífellu sýgur í sig.
Getur þetta orðið barninu örlagaríkt, þegar
það t. d. sýkist af einhverjum barnasjúk-
dóminum og þaff á öllu þreki sínuogvið-
námsþrótti að halda.
Hvernig á þá að hirða barnatennurnar
og vernda heilbrigði þeirra og starfshæfni?
Vitanlega væri æskilegast, að barna-
tennurnar væru svo vel úr garði gerðar,
sterkar og heilbrigðar, að sérstök hirðing
þeirra með tannbursta og Iæknisaðgerðum
væri óþörf. Því miður er þessu ekki svo
varið, og það er sjaldgæft að hitta fimm
ára gamalt barn með allar tennur heil-
brigðar. Vilji maður hafa áhrif á myndun
barnatannanna og kölkun þeirra, verður
að byrja áður en barnið fæðist og ræður
þá fæða móðurinnar og heilbrigði hennar
um meðgöngutímann, mestu í efni þessu.
Það er hlutverk læknanna að veíta barns-
hafandi mæðrum ráð og leiðbeiningar um
val fæðu. En sú fæða móðurinnar, sem
bezt tryggir myndun sterkra beina í fóst-
urlíkamanum, fullnægir einnig þeim kröf-
um, er gera ber vegna myndunar barna-
tannanna. Ríkasta áherzlu ber þó að leggja
á það, að barnshafandi konur og mjólk-
andi mæður fái næga fæðu, sem er auðug
af bætiefnum og málmsöltum, næga mjólk,
ost, grænmeti og nýja ávexti og á vet-
urna auk þess fæði, sem hefir í sér nóg