Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 9

Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 9
SENDIBOÐINN 7 Næsta stig náttúrufræðikennslunnar er svo undirstöðuþekking á líkama manns- ins og því, að varðveita sem bezt heilsuna, en forðast allt er henni geti orðið til hnekkis. Um allmörg undanfarin ár hefir verið kennd hér í barnaskólum »Líkams-. og heilsufræði* eftir Ásgeir Blöndal og er það ágæt kennslubók, og, að því er reynzt hefir, ekki illa við barna hæfi. Nú hefir af hálfu hins opinbera verið gefin út ný kennslubók í heilsufræði, og hafa fróðir menn í þeirri grein tjáð mér, að þar sé um afturför að ræða frá hinni eldri kennslubók. Grasafræðin nýja eftir Geir Gígju er góð bók, en þó ekki við hæfi barna innan fermingar. Til þess er hún of fjölþætt og yfirgripsmikil. Ágripið um lif jurtanna í náttúrufræði Bjarna Sæmunds- sonar er aitur á móti mjög við barna hæfi. Það náttúrufræðinám, er börnin hafa vafa- laust mest gagn af, er eðlisfræðinámið, sé það við hæfi þeirra og eigi gert þyngra né flóknara en svo, að börnin hafi þess full not. Jafnvel tornæmum börnum og frábitnum bóknámi þykir gaman að eðlis- fræði. Þessvegna er einkennileg sú villa, sem margir foreldrar virðast haldnir af, að eðlisfræði sé einungis háskólavísindi fyrir heilabrotamenn og yfirgengilega spekinga. Að vísu er hún það einnig. En það er oft skamrnt á milli barnsins og spekingsins. Það hefir oft komið fyrir, að fullnaðar- prófsbörn hafa beðizt undan því, að þurfa að taka þátt í eðlisfræðinámi, af því að foreldrarnir hafi sagt, að þau hefðu ekkert gagn af því, — »þau ættu ekki að verða lærðir menn«. En það er nú svo undar- legt, að fáum kemur betur nokkur þekk- ing á eðli hlutanna en einmitt »ólærðu<‘ mönnunum. Menn gera sér ekki oft og tiðum grein fyrir því, að eðlisfræðin — að minnsta kosti sú, er hér kemur til greina, — er blátt áfram ekkert annað en einföld skýring á eðli þeirra algengu hluta, sem hver einasti maður er alla sína ævi að bjástra við og hafa bein og óbein áhrif á líf manna og lífsafkomu. Eðlisfræði barnsins gefur því skýr svör við ótal ráð- gátum og spurningum, sem það hefir svo oft verið að spyrja um, án þess að fá sanngild svör og brotið heilann um frá því er það fór að skynja og gera sér grein fyrir umhverfinu. Það er margt, sem barnið vill vita. Af hverju er himinninn blár? Af hverju speglast fjöllin í sjónum? Af hverju er snjórinn hvítur? Af hverju eru sumir hlut- ir rauðir, en aðrir gulir? Af hverju ergrasið grænt? Af hverju kemur þokan? Af hverju er svona hvasst í dag? Af hverju er hláka í dag, fyrst frost var í gær? Af hverju kem- ur móða á rúðurnar? Allt eru þetta al- geng fyrirbrigði og alltaf spyr barnið: »Af hverju — af hverju?« Og oft er svarið, sem barnið fær: »Af því bara! Hvað skyldi þig varða um það?« Skyni skroppn- ari svöi' er ekki hægt að hugsa sér, og eru þau hverjum fullorðnum manni til mikillar hneisu. Eðlisfi'æðinám ætti að auka i skólunum, en fella í þess stað nið- ur margt af öðru náttúrufræðinámi, sem fánýtara er. Sig. Bj.

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.