Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 12
10
SENDIBOÐINN
FRIÐRIK H3ARTAR:
VENJIÐ BÖRNIN Á SPARSEMI.
Sagt er, að íslendingar séu yfirleitt ekki
sparsamir.
Væri því vel, að bæði heimili og skólar
reyndu að ala börnin upp til meiri spar-
semi og brýna fyrir þeim rétta meðferð
fjármuna og gildi sparseminnar.
Oft hefur mig langað til að láta skól-
ann taka upp »aurasjóðsstarfsemi«, en af
ýmsum ástæðum hef eg ekki talið það
fært ennþá.
Starfsemi þessi er algeng í skólum er-
lendis, og nokkrir skólar hér á landi hafa
tekið hana upp.
Hér birtist í lauslegri þýðingu (Snorra
Sigfússonar) ávarp, sem stjórn dönsku
sparisjóðanna sendir hverju heimili, sem
börn á í skóla.
Ávarpið er á þessa leið:
»Til heimilanna.
Skólinn hefir komið á hjá sér sparisjóði
í því augnamiði, að venja börnin á rétta
meðferð fjármuna, og kenna þeim að
geyma þá smáskildinga, sem þau kom-
ast yfir og eru svo oft gjörn á að eyða,
ekki aðeins til ónauðsynlegra hluta, heldur
einnig sjálfum sér til tjóns.
Nauðsyn á sparsemi í þjóðlífi voru verð-
er að gera foreldrum og forráðamönnum
barna það sem ljósast, að yngri börn
skólans hafa bæði nœgileg og mjög mikils-
verð námsefni með höndum, þótt þau læri
hvorki biblíusögur, náttúrufræði eða landa-
fræði. Því betur, sem börnin rækja nám
sitt í yngri bekkjunum, því betri árangri
ná þau, er í efri bekkina kemur, og því
auðveldara mun þeim reynast að rækja
vel þau viðfangsefni, er bíða þeirra þar.
ur smátt og smátt augljósari, og mun nú
viðurkennd af öllum. En eigi áhrifa til
meiri sparnaðar að gæta í þjóðlífinu, verð-
ur að byrja á að hafa slik áhrif á börnin.
Kæruleysi barna í peningasökum, eftir-
litsleysi með eyðslu þeirra, getur orðið
undirrót og orsök nautnasýki, sem skaðar
eðlilegt samband þeirra við heimilið, truflar
hugsanaferil þeirra og áhugaefni, og veldur
þeim tjóni við námið. Nautnasýki barns-
ins magnast svo venjulega með unglings-
árunum og veldur einstaklingnum tjóni og
sýkir að lokum þjóðlífið allt.
Listin að spara, er að neita sér um
nautn, sem augnablikið býður, forðast
óþarfa eyðslu, til þess að geta geymt fjár-
muni þangað til þeirra þarf nauðsynlega
með til eins eða annars, sem hefir varan-
lega þýðingu fyrir iíf og störf manna. Sé
hægt að hafa áhrif á börn og unglinga til
skynsamlegrar meðferðar á fjármunum, eru
þau á ýmsan hátt brynjuð gegn margs-
konar freistingum, og með því veittur
veigamikill styrkur til heillavænlegrarfram-
tíðar.
Skólinn væntir því þess, að heimilin
skilji nauðsyn þessa máls, hina fjárhags-
lega og siðrænu hlið þess, og þann upp-
eldilega ávinning, er það býr yfir. Hann
óskar þess, að foreldrarnir styðji fast að
þvi, að börnin komi til skólans með þá
aura, sem þeim áskotnast, og leggi þá í
sjóðinn, en sparisjóður skólans er í sam-
vinnu við hina opinberu sparisjóði og á-
vaxtar fé sitt hjá þeim.
Með þessu starfi vill skólinn reyna að
hjálpa til að skapa heilbrigðan grundvöll
til að byggja á fjárhagslegt og menning-
arlegt líf æskunnar, sem síðar á að ráða
ríki voru, og því er þess vænzt, að heim-