Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 6

Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 6
4 SENDIBOÐINN af D-bætiefnum, t. d. þorskalýsi. Vissulega ræður fæða ungbarnsins miklu um heilbrigði barnatannanna. Heilnæmasta fæða þess og bezta er vitanlega móður- mjólkin. Ef barnið — af einhverjum ástæð- um — eigi getur notið hennar, ber að tryggja það, að fæða sú, er því er gefin — aðallega mjólkurblanda — sé bætt með C- og D-bætiefnum. Þegar tennurnar svo fara að koma fram, eiga börnin að fá að nota þær óspart, og börn hafa yndi af að naga t. d. rúgbrauðsskorpur, hráar gul- rætur o. fl. Lofið því börnunum að reyna á tennurnar! Ef alls skal gæta og vel á að fara, verð- ur að hirða vel um barnatennurnar og hirða vel um heilbrigði þeirra. En clagleg gœzla tannanna er fólgin i hreinsun þeirra með tannbursta. Á meðan viðnámsþróttur tannanna — einnig barnatannanna — gegn ýmsum eyðingaröflum er jafn lítil og raun ber vitni um, ætti enginn að leggja hlustir að því hjali, að tannburstinn sé þýðingarlaus og gagnslaus. Burstun tannanna ber því að byrja jafnskjótt og fyrstu litlu barnajaxlarnir eru komnir 1 Ijós, þ. e. áður en barnið er orðið hálfs þriðja árs, og skal bursta tennurnar reglulega upp frá því, fgrst og fremst á kvöldin. Það er nauðsynlegt, að tannburstinn sé lítill og gæta verður hins ítrasta hreinlæt- is við geymslu hans. Ástæðulaust er að nota tannduft eða önnur hreinsunarefni. Mikilvægast er að bursta vel tyggingar- flöt tannanna, Þegar börnin venjast þessu, fer þeim að jafnaði að þykja gaman að því að fá tennurnarburstaðar. Við burstun tannanna er auðvelt að fylgjast með heil- brigði þeirra. Verði á einhverri tönn vart við lítinn dökkan díl, sem ekki fer af við burstun, ætti maður strax að láta tann- lækni líta á tennurnar. Ef engra skemmda verður vart fram til þriggja ára aldurs barnsins. ætti samt að fara með það til tannlæknis til athugunar. Komi barnið svo ungt til tannskoðunar og reynist tennur þess heilbrigðar, eða sé aðeins um mjög óverulegar skemmdir að ræða, sem auð- velt er að gera við, þá verður barnið ekki hrætt við tannlækninn og óttast ekki að láta hat.n síðar gera við tennur sínar, þegar meiri þörf gerist. En komi barnið í fyrsta sinn til tannlæknis eftir að hafa vakað og þjáðst af tannpínu næturlangt eða lengur, og nauðsynlegt reynist að draga úr því tönn, eina eða fleiri, getur svo farið, að það verði hrætt við tann- lækninn, og hræðsla þess getur haldist öll bernskuárin og jafnvel komið í veg fyrir, að það síðar meir leiti hjálpar tannlæknis- ins, þótt brýn nauðsyn bæri til. Vissulega ber að hirða um barnatenn- urnar, og gera það eins vel og tök eru á. Fyrst af öllu verður þess að gæta, að mæðurnar hafi næga fæðu og heilnæma um meðgöngutímann. Þá ber að sjá um, að ungbarnið fái heilnæma fæðu. Ef hvorstveggja þessa er gætt, má vænta þess, að fyrstu tennur barnsins, barna- tennurnar, verði heilbrigðar og sterkar. Og ef þeirra er síðar meir gætt og þær daglega burstaðar og iðulega athugaðar af tannlækni, má telja víst, að þær geta unnið sín störf vel, þangað til fullorðins- tennurnar leysa þær af hólmi*. Eg vænti, 'að öllum er lesa framan- prentað erindi, megi verða Ijóst, að heil- brigði tannanna er mikils virði og hirðing þeirra nauðsynleg. Verður gildi góðra tanna varla betur lýst í stuttu máli, en í eftirfarandi máls- greinum: Undramáttur góðra tanna. Án góðra tanna verður ekki rækilega tuggið. Án rækilegrar tyggingar verður ekki fullkomin melting. Án fullkominnar meltingar verður ekki fullkomin end- urnæring blóðsins. Án fullkominnar endur- næringar blóðsins verður ekki fullkomin

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.