Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 14
12
SENDIBOÐINN
NAUÐSYMAMÁL.
Stundum finna börnin ekki húfur sínar
eða skó í skólanum, áður en þau halda
heim. Oftast finna þau aðrar húfur eða
aðra skó. Stafar þetta af því, að önnur börn
hafa tekið áðurnefnda hluti í misgripum
(eða viljandi?).
Þetta geta heimilin komið í veg fyrir,
a. m. k. að mestu leyti, með því að merkja
bæði húfur og skó (stígvél) barna sinna
og aðgœtu daglega, hvort börnin koma
heim með sínar eigin húfur og á skóm
sínum.
Verði eitthvert heimili þess vart, að barn
komi ekki heim með húfu sína eða sé ekki
á skóm sínum, er það vinsamlega beðið
að láta hlutaðeigandi bekkjarkennara, (eða
skólastjóra) vita um þetta sem fyrst, svo að
hægt sé að leiðrétta misgripin, sé þess
nokkur kostur. Þarf ekki að eyða orðum
að því, hversu hættulegt það er hverju
barni, að venjast ekki fullri reglusemi um
þessi efni og læra ekki þegar í æsku að
virða eignarrétt annarra og hirða vel
eigin muni. —
— Nokkrar óskila-húfur eru í skólanum,
sem engin börn virðast þekkja. — Ættu
þau heimili, er misst hafa húfur, að at-
huga þetta. —
Spaðsaltað
í heifum og hálfum
tunnum.
Kjötbúð Siglufjarðar
Happdrœttinu.
Sala happdrættismiða er hafin.
3ÓN GÍSLASON.
Takið eftir!
Áskrifendur að bókum Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins og áskrifendur
að sögu íslendinga í Vesturheimi; eru
beðnir að vitja bókanna hið allra fyrsta.
Hannes Jónasson.
Dráttarbraut
Siglufjardar
Siglufirði. — Sími 87.
Annast allskonar
skipaviðgerðir.