Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 7
SENDIBOÐINN
5
endurnýjun líkamans. Án endurnýjunar
líkamans getur ekki heilbrigði haldizt.
En hvers virði er lífið án heilbrigði?
í þessu er fólginn undramáttur góðra
tanna.
(D. B. Sommerville, Chicago.)
Tannaðgerðir skólabarnanna eru því góð
viðbót við það starf, er áður hefir verið
framkvæmt í þágu heilsuverndar skóla-
barnanna.
Foreldrar barna mega samt ekki ætla,
að þessar ráðstafanir skólans geri óþarft
heilbrigðiseftirlit og hreinlætis af þeirra
hálfu. Því fer auðvítað víðs fjarri.
Skal nú nefna hið helzta, erhvertheim-
ili þarf að hafa hugfast í þessum efnum,
og nauðsynleg er hverju skólabarni: Hreint
loft. Hollur matur. Hlý íöt — (ullar-
nærföt, ullarsokkar). Vatnsheldir skór eða
stígvél (helzt merkt).
Athuga, þegar börn koma inn, að þau
fari úr votu, ef þau hafa vöknað í fætur.
Börn finna ekki alltaf sjálf, hvort þau eru
þurr eða vot í fætur, þessvegna vissast
fyrir foreldra að aðgæta það, því að óhollt
er að sitja fyrir í votu. — Minna þarf
börn á að hafa með sér vasaklút, þeim
hættir oft við að gleyma því.
Þá þarf að minna þau á að þvo sér
vandlega um hendur og andlit, (háls og
fyrir aftan eyru vill oft gleymast) og
hreinsa óhreínindi undan nöglum.
Síðast, en ekki sízt, — þurfa heimilin
að sjá um, að börnin hátti ekki of seint
og fái nægan svefn. Eru allir heilsu-
fræðingar og læknar sammála um, að
vökur fram á nætur séu hverju barni ó-
hollar. Og sama máli gegnir um útivistir
barna á síðkvöldum, einkum að vetrinum.
Verum því samtaka um þessi efni og
önnur, er varða heill barnanna.
Vinnum að því að hjálpa börnunum til
að eignast heilbrigða sál í hraustum
líkama. F. Hj.
Lsiðbeinlngar um burstun tanna.
1. Dýfðu burstanum ofan í glas með volgu,
söltu vatni.
2. Látið lítið eitt af tannáburði á burstann.
3. Settu burstann fyrst á tannholdið að
neðan og burstaðu upp. Efri tann-
garðurinn er burstaður niður á við.
4. Burstaðu tennurnar rækilega bæði að
utan og innan og eins yfir tanneggina.
5. Þú skolar munninn á eftir á þann hátt,
að þú sogar vatnið inn og út milli
tannanna, með því að hreyfa kinnarnar.
6. Skolaðu tannburstann vel, þegar þú
ert búinn að nota hann, og láttu hann
svo standa í glasinu.
7. Burstaðu tennurnar æfinlega, þegar þú
ert búinn að borða á kvöldin, en helzt
oftar.
TIL ATHUGUNAR.
Því miður kemur það alloft fyrir, að
skólabörn koma ekki nógu snemma í skól-
ann að morgninum. Þetta er (a. m. k.
oftast) ekki sök barnanna, heldur heimil-
anna. Þegar börnin eru spurð um orsök-
ina, er svarið oftast: »KIukkan heima var
vitlaus. — »Það vaknaði enginn«, eða eitt-
hvað svipað þessu. — »Sendiboðinn« hefur
áður minnzt á, hvað þetta er óhollt skap-
gerð barnsins og orkar illa á hvöt þeirra
um að vera stundvís og reglusöm, en það
eru nauðsynlegir kostir hverjum nemenda,
er vill vera trúr og skyldurækinn. —
Foreldrar. — Vekið börnin í tæka tíð
að morgninum, svo að þau komi aldrei of
seint. Látið þau fá eitthvað heitt að borða
eða drekka áður en þau fara í skólann.
Gleymið aldrei, að skólabörn þurfa að
fara snemma að hátta.