Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 8
6
SENDIBOÐINN
SIGURÐUR B3ÖRGÓLFSSON:
NÁTTÚRUFRÆÐINÁM í
BARNASKÓLUM.
Ein umfangsmesta námsgrein barnaskól-
anna er náttúrufræðin. í þessari námsgrein
eru nú 6 kennslubækur, og eru þrjár þeirra
um dýrin. 1. bókin er um spendýrin, 2.
um fuglana og 3. um skriðdýr, froska,
fi^ka, skordýr og lægri dýr. 4. bókin er
um heilsufræði og byggingu mannslíkam-
ans, 5. bókin er um grasafræði og 6. bókin
um eðlisfræði og efnafræði.
í yngri bekkjunum, frá 9—11 ára aldri
eru kenndar þrjár bækur dýrafræðinnar,
í 12 ára bekkjum heilsufræðin og grasa-
fræðinogí 13 ára eða fullnaðarprófsbekkj-
unum eðlisfræðin (með ágripi efnafræð-
innar) og upprifjun. Það má nærri geta,
að mikið nám og mikill tími fer í það fyrir
börnin 'að tileinka sér meginatriði allra
þessarra námsbóka, og mæðir þó mest á
fullnaðarprófsbekkjunum, því að þeir eiga,
samkv. námsskrá, að taka próf í öllum
greinum náttúrufræðinnar, með öðrum orð-
um öllum sex bókunum. Þetta náttúru-
fræðinám barnanna er komið út í öfgar
hvað námsbókafjöldann snertir og efnis-
magnið. Árangurinn verður auðvitað
ákaflega grunnfær yfirborðsþekking og
grautarkennd. Ekki er óeðlilegt, að fulln-
aðarprófsbörnum væri skylt að þekkja
megineinkenni íslenzkra dýra, að minnsta
kosti þeirra, er efnahagsleg afkoma þjóðar-
innar byggist á. En það ætti líka að nægja,
fyrst og fremst sem almenn undirstöðu-
þekking síðara dýrafræðináms og í öðru
lagi sem hagnýt frumatriði þeirrar þekk-
ingar, er framleiðslan krefst. En hinsvegar
verður eigi séð, að bráð nauðsyn sé á að
eyða tíma hagnýtari fræðslu með námi og
heilabrotum um strúta og gíraffa, krókó-
díla og gorillur, skellinöðrur og skjaldbök-
ur, kame'jón og kameldýr, pokadýr og
froska o. ÍL, sem allt er barninu svo fram-
andi og fjarlægt, að það jafnvel í sinni
heilögu einfeldni efast um sannleiksgildi
þessarra fræða. Með öðrum orðum: Eg
tel, að í kennslubókum þeim í dýrafræði,
er nú eru notaðar hér í skólunum. sé teg-
undafjöldi útlendu dýranna alltof mikill,
en á hinn bóginn um of sneitt hjá, að
gefa glögga yfirsýn yfir íslenzk húsdýr og
önnur dýr islenzkrar náttúru. Hinsvegar
ber ekki því að neita, að í öllum þessum
frásögnum um erlend dýr er mikill og
margvíslega ginnandi fróðleikur fyrir þá
hina fáu, er verulega þyrstir eftir marg-
breyttri fræðslu. En þeir eru ævinlega
svo sorglega fáir á borð við hina, sem
meðtaka með harmkvælum hið allra nauð-
synlegasta, því að enda þótt íslenzk alþýða
— þar með auðvitað talin börnin, —, sé
fróðleiksþyrst, þá er þó varhugavert að
demba alltof miklu af svaladrykk fróðleiks-
ins ofan í einstaklingana áðnr en hinn
þroskaði fróðleiksþorsti gerir sínar kröfur.
Það hefir stundum orðið til þess, að hinn
eðlilegi fróðleiksþorsti hefir breytzt í and-
úð gegn fræðslunni. Hér sem annarsstaðar
eru þó undantekningar. En þær eiga sjald-
an samleið með fjöldanum. Er þar eitt af
alvarlegustu viðfangsefnum uppeldismál-
anna. Eg álít, að semja ætti kennslubók í
dýrafræði, er þvi nær eingöngu fjallaði um
islenzkt dýralíf og láta þar við sitja til
fullnaðarprófs í þeirri grein. Síðar byggðist
fræðsla í námsgreininni á þeirri þekkingu,
enda væri kennslubókin þannig samin, að
hún væri trygg undirstaða víðtækari fræðslu.