Sendiboðinn - 30.01.1941, Blaðsíða 3
3. árgangur
Siglufirði, 30. jan. 1941
KtSifllíflfiBflHI
1. tölublað
FRIÐRIK HMRTAR:
HEILSUVERND OG HREINLÆTI.
Allir eru sammála um, að góð heilsa
er dýrmætasta eign mannanna.
Því fagna menn (oftast) allri viðleitni,
er fer í þá átt, að styrkja og herða líkam-
ann og gera hann hæfari til að verjast árás-
um ýmissa óhollra áhrifa, er vilja veikja
hann.
Starf skólalæknis og hjúkrunarkonu hafa
stefnt í þá átt, að hafa gát á heilsu skóla-
barnanna og auka eftirlit með heilbrigði
þeirra og hreinlæti.
Munu allir (nú orðið) á einu máli um,
að eftirlit þetta sé nauðsynlegt og sjálf-
sagt og að lýsisgjafir og mjólkurgjafir, séu
nauðsynlegar ráðstafanir og hyggilegar í
sambandi við aukna heilsuvernd barnanna.
Nú hefur nýr og merkur þáttur bætzt
við í heilbrigðiseftirlit skólabarnanna hér,
en það eru tannaðgerðir þeirra og störf
tannlæknisins í sambandi við þær.
Ber að fagna því, að nú hefur bærinn
gert samning við hr. Kurt Sonnenfeld tann-
lækni, um að hann geri við allarskemmd-
ar tennur skólabarna — þeim að kostnað-
arlausu. — Er þetta mjög mikils virði frá
heilbrigðislegu sjónarmiði. En þar sem lík-
legt má telja, að ýmsum sé ekki fyllilega
ljóst, hve nauðsynlegt er að varðveita
tennurnar, birtist hér (með leyfi aðila) er-
indi, er fjallar um þessi efni.
Erindið heitir:
Þarf að hirða um barna-
tennurnar.
Eftir Dr. dent. J. J. Holst, prófessor við
tannaðgerðadeild tannlæknaháskólans
í Kaupmannahöfn.
Þýtt hefur Lúðvíg Guðmundsson,
fyrv. skólastjóri.
»Kæru tilheyrendur!
Eg ætla nú að leitast við að gefa yður
svar við spurningu, sem oft er lögð fyrir
tannlækna, spurningunni: »Þarf að hirða
um barnatennurnar?« Móðirin spyr þessa
í fyrsta sinn, þegar barnið er nálega
tveggja ára gamalt, og tanntökunni að
mestu er lokið. Spurningin vaknar mjög