Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 109

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 109
mirabilis, sem hann telur algengan við strendur landsins. Þess er þó að gæta, að ná- skyldar tegundir eru algengar við landið, svo sem tegundirnar Acrosiphonia albes- cens og Acrosiphonia incurva. (Má jafnvel vera að hér sé um samnefni að ræða, þótt mér sé það ekki kunnugt.) Einnig hefur tegundin Spongomorpha vernalis fundizt hér við suðvesturströndina. Ef til vill eru gróstig þessara tegunda svo lík að þau verða ekki aðgreind, og gæti það verið skýringin á því hvers vegna aðeins gróstigin hafa fundizt hér. Auk þess er möguleiki, að viðkomandi tegundir af greinþörunga- ættinni eigi eftir að finnast hér. Annars væri æskilegt að dr. Sigurður vildi gefa okkur nánari skýringu á þessu fyrirbæri. Að lokum kemst dr. Sigurður að þeirri niðurstöðu, að nefndar ættkvíslir, þ. e. Acrosiphonia, Spongomorpha og Urospora, ættu raunar að skiljast frá greinþörunga- ættinni (Cladophoraceae) og teljast til nýrrar ættar, Acrosiphoniaceae. Verða rök- semdir hans fyrir þeirri nýbreytni ekki raktar hér. H. Hg. RITFREGNIR Steindór Steindórsson: Gróður á Islandi. — tjtg.: Almenna Bókafélagið, Reykjavik, bók mánaðarins, apríl, 1964. Margir munu minnast vorsins 1964 sök- um einmuna veðurblíðu og snemmvaxins gróðurs, en meðal íslenzkra grasafræðinga verður þess líklega ekki síður minnzt vegna þess, að þá leit bókin Gróður á Islandi fyrst dagsins ljós. Svo sem vænta má, telzt það til sjald- gæfra atburða, að út komi bók um íslenzka grasafræði, og öll þau ritverk, sem um það efni fjalla má telja á fingrum annarrar handar. Svo einkennilega vill þó til, að síð- asta bókin, sem út kom um þetta efni (1962) var einnig eftir Steindór Steindórsson, og var hennar minnzt í síðasta hefti Flóru. Því má með sanni segja, að Steindór láti hér skammt stórra högga á milli, enda hygg ég að fáir núlifandi fræðimenn íslenzkir komizt til jafns við Steindór, hvað snertir iðni við skriftir. Bókin heitir Gróður á fslandi, og segir það raunar mikið um efni hennar. Hins er þó að gæta, að merking orðsins gróður hef- ur verið nokkuð á reiki meðal almennings, og jafnvel meðal íslenzkra grasafræðinga. Hafa sumir notað það í merkingunni plönt- ur almennt, eða í staðinn fyrir orðið flóra, sem aftur merkir plöntutegundir einhvers staðar. Þetta samræmist þó ekki vel hinni upprunalegu merkingu orðsins gróður, né þeirri merkingu, sem brautryðjendur ís- lenzkrar grasafræði gáfu orðinu, en þá merkingu skilgreinir Steindór svo: gróður merkir plönturnar, sem samfélag eða heild á stóru eða litlu svæði, án tillits til einstakra tegunda sem slíkra. Af þessu sézt, að bókin fjallar raunar um samfélög plantnanna, þeirra er á Islandi vaxa. Hún er eins konar plöntu-félagsfneði, og er því grundvallarlega öðru vísi byggð, en flórubækur, t. d. Flóra fslands. Enginn skyldi því vænta þess, að geta notað bók þessa í sama tilgangi og Flóru, þ.e. til að læra að þekkja hinar einstöku tegundir, til þess er hún heldur alls ekki ætluð. Eins og vænta má, krefst bókin Gróður á Islandi hins vegar nokkurrar undirstöðu- þekkingar á plöntutegundum, einkum þeim algengari. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.