Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Page 14
föstudagur 24. ágúst 200714 Helgarblað DV Varnarliðið safnaði ítarlegum gögnum um íslenska starfs- menn sína á Keflavíkurflugvelli. Skarphéðinn Einarsson starfaði lengi á flugvellinum, hann óskaði eftir gögnum sem Varnarliðið átti um hann og fékk þykkan bunka með við- kvæmum persónuupplýsingum um sig. Ekki nóg með það heldur var sjúkraskýrsla hans í gögnunum sem hann fékk afhent. Landlæknir segir að slíkt eigi ekki að geta gerst, en lögmaður Skarphéðins segir það vera grafalvarlegt mál að herinn hafi haft undir höndum slíkar upplýsingar. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli safnaði upplýsingum um íslenska starfsmenn sína og í skjalasafni hersins eru geymdar persónuleg- ar upplýsingar, svo sem heilsufars- upplýsingar og upplýsingar um lög- reglurannsóknir. Utanríkisáðuneytið veitti Varnarliðinu aðstoð við öflun hluta upplýsinganna. DV hefur undir höndum gögn úr skjalasafninu þar sem afar per- sónulegar upplýsingar um starfs- menn Varnarliðsins koma fram. Varnarliðið hafði meðal annars undir höndum heilsufarsupplýsing- ar frá Heilsugæslustöð Suðurnesja um Skarphéðin Einarsson, sem var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli um áratugaskeið. Í skjalasafninu voru einnig geymdar aðrar viðkvæmar upplýsingar um Skarphéðin. Þar er að finna persónulýsingar á honum þar sem hann er sagður vera erfiður í samskiptum og leiðinlegur. Í sömu skýrslu er hann meira að segja sagð- ur vera bæjarfíflið og fólk vilji al- mennt ekki eiga samskipti við hann. Skarphéðinn kveðst hafa ver- ið mjög undrandi þegar hann fékk gögnin um sig í hendurnar. Hann segir sig hefðu aldrei grunað hvað í þeim var að finna. „Ég var algjör- lega sjokkeraður að sjá þessi skjöl. Í sannleika sagt fékk ég andlegt áfall að sjá það svart á hvítu hvernig þess- ir menn höfðu unnið. Ummælin sem þeir höfðu um mig eru fáránleg og að bandaríski herinn skyldi hafa tæpar tvær tommur af skjölum kom mér mikið á óvart. Ég velti því fyr- ir mér að fyrst þeir hafa þessi gögn um mig hljóta þeir að eiga heilmik- ið af viðkvæmum upplýsingum um aðra.“ Fékk ekki öll skjölin Skarphéðinn Einarsson gekk lengi eftir því við yfirvöld að fá skrárnar um sig afhentar. Hann leitaði til um- boðsmanns Alþingis, til Persónu- verndar, landlæknis og til utanríkis- ráðuneytisins. Málið tók langan tíma í kerfinu, en eftir að hafa fylgt því vel eftir fékk hann loks afhent gögnin, en ekki fyrr en þau voru orðin meira en tíu ára gömul. Það var á árunum 1993 til 1995 sem Varnarliðið safn- aði flestum gögnunum sem Skarp- héðinn hefur fengið afhent. Í sömu gögnum og viðkvæmar persónu- upplýsingar um Skarphéðin koma fram er meðal annars að finna átta nákvæmlega skráðar færslur með dagsetningum í tímaröð um atvik sem tengjast Skarphéðni á Keflavík- urflugvelli. Meðal þess eru afskipti lögreglunnar í Reykjavík, ferð hans í leyfisleysi árið 1991 á veitingahús á herstöðinni og margt fleira. „Ég var á þessum tíma giftur bandarískri konu sem var í Varnar- liðinu. Þetta var eins konar henti- brúðkaup. Hún fékk hærri laun fyr- ir að vera gift og við það bættist fram- færslupeningur fyrir mig. Hún fór héðan af landi brott árið 1992 eft- ir að hún lenti upp á kant við yfirmenn sína hjá Varnarliðinu, vegna alvarlegs máls sem hún vildi koma upp um. Giftingin opnaði mér og syni mínum aðgang að öllum stofnunum á vellinum. Við gátum keypt bensín fyrir 23 krónur lítrann og við höfðum aðgang að tollfrjálsu svæði,“ segir hann. Þegar Skarphéðni bárust loks gögnin var greinilegt að hluta af þeim vantaði, til að mynda er skýrsla í tuttugu og einum lið um mál tengd honum sem Varnarliðið skráði hjá sér. Í gögnunum sem hann fékk í hendurnar eru aðeins tíu af tuttugu og einum lið sýnilegir. Í gögnunum er oftar en einu sinni vísað í lið tuttugu og eitt, en Skarphéðinn hefur ekki hugmynd um hvað stendur í hon- um. Skarphéðinn ætlar ekki að láta þar við sitja, hann ætlar að ganga á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur utanríkisráðherra í von um að hún leggi honum lið. „Ég veit ekki hvað kemur fram í hinum ellefu liðunum en það vantar greinilega í skjölin og það eru ekki mistök. Ég er sann- færður um að það er gert af ásettu ráði.“ Annar Skarphéðinn Vinnubrögð Varnarliðsins voru ekki vandaðri en svo að þegar Skarphéðinn Einarsson fékk gögnin um sig afhent var að finna í bunkan- um gögn um nafna hans, en sá ein- staklingur er með annað föðurnafn. Í gögnum Varnarliðsins segir að sá Skarphéðinn sé þjófóttur og grunað- ur um mörg innbrot hjá Varnarlið- inu. Sá Skarphéðinn afneitaði þeim ásökunum með öllu þegar DV bar þær undir hann. Hann sagðist saklaus af þeim áburði en sér kæmi ekki á óvart að Varnarliðið hefði safnað ítarlegum upplýsingum um fólk og jafnvel njósnað um það. Árni Páll Árnason, núverandi al- þingismaður og varaformaður ut- anríkismálanefndar og fyrrverandi starfsmaður í utanríkisráðuneytinu, skrifaði sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli bréf þann 11. apríl 1995 þar sem segir: „Hjálagt send- ist til fyrirgreiðslu bréf Varnarliðsins, dags. 4. apríl 1995, þar sem spurst er fyrir um stöðu mála á hend- ur Skarphéðni [...] Óskað er eftir því að rannsóknar- lögreglan út- vegi greindar upplýsingar.“ Með bréfinu var Árni Páll sem starfs- maður utanríkisráðuneytis- ins að óska eftir því að lögreglan léti Varnarliðið fá upplýsingar um gang mála hjá Skarphéðni. Heilsufarsupplýsingar í gögnunum Varnarliðið varð sér úti um heilsufarsupplýsingar um Skarp- héðin Einarsson. Hann segist full- viss um að lögreglan í Keflavík hafi farið á Heilsugæslustöð Suðurnesja, fengið sjúkraskrá hans og afhent VAlgEir Örn rAgnArSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is og upplýsingar frá lögreglu Heri fékk sjúkraskýrslur Skarphéðinn Scheving Einarsson „Ég var algjörlega sjokkeraður að sjá þessi skjöl. Í sannleika sagt fékk ég andlegt áfall að sjá það svart á hvítu hvernig þessir menn höfðu unnið.“ Skjölin Í gögnum sem skarphéðinn fékk send eru viðkvæmar upplýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.