Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Side 20
Menning
föstudagur 24. ágúst 200720 Menning DV
Sýning til
heiðurs
Jónasi
Í tilefni af 200 ára fæðingar-
afmæli Jónasar Hallgrímsson-
ar verður opnuð samsýning 21
myndlistarmanns í Ketilhúsinu
í Listagilinu á Akureyri á morg-
un. Ber hún yfirskriftina Skyldi´
ég vera þetta sjálfur. Jónas er
kveikjan að öllum verkum sýn-
ingarinnar og verður fjölbreytt
flóra myndlistarmanna sem
eiga við hann samtal, þar á
meðal eru Þorvaldur Þorsteins-
son, Ilmur Stefánsdóttir, Ragnar
Kjartansson og Megas. Sýning-
in stendur fram yfir afhendingu
Sjónlistarverðlaunanna 2007
sem fram fer á Akureyri 21. til
23. september.
Hveragerði
blómstrar
Blómstrandi dagar, bæjar-
hátíð Hveragerðis, hófst í gær
og stendur yfir alla helgina. Á
hátíðinni er meðal annars boð-
ið upp á leiksýningu, listsýning-
ar, sundlaugarpartí, kajaksigl-
ingar, markaðstorg, leiktæki,
grillveislu, tónleika með Ljótu
hálfvitunum, Magnúsi Þór Sig-
mundssyni, Hara-systrum, Sky
reports, Rúnum og The Ones.
Hápunktur hátíðarinnar er
brekkusöngur og flugeldasýn-
ing annað kvöld og síðan dans-
leikur á Hótel Örk með Snigla-
bandinu.
Pappír með
karakter
Sýning á verkum þýska lista-
mannsins Wolfgang Heuwinkel
var opnuð í Hafnarborg í Hafn-
arfirði í gær. Heuwinkel hefur
þróað með sér mjög sérstaka
nálgun við pappír og vatnsliti.
Stundum vinnur hann verk sín
úti í náttúrunni þar sem papp-
írinn tekur í sig efni og karakter
úr umhverfinu, en stundum
inni í sýningarsalnum sjálfum
þar sem áhorfendur geta fylgst
með umbreytingum verksins
meðan á sýningunni stend-
ur. Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11 til
17 og á fimmtudögum er opið
til kl. 21. Sýningin stendur til 9.
september.
Lokadagar Reyfi
Nóg verður um að vera á Reyfi-hátíðinni um helgina en henni lýkur á
sunnudag. Í kvöld kemur tónlistarkonan unga Ólöf Arnalds fram,
sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman sömuleiðis, Einar Kárason les úr
verkum sínum og á morgun fer fram kennsla í flamengódansi svo fátt
eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar um dagskrána eru á Reyfi.is.
„Við erum afskaplega stolt af
dagskránni. Hún er fjölbreytt og
nokkuð viðameiri en áður þannig
að við erum bara full tilhlökkun-
ar,“ segir Magnús Geir Þórðarson,
leikhússtjóri Leikfélags Akureyr-
ar, en dagskrá vetrarins var kynnt
í fyrradag. Undanfarin ár hefur
LA verið með þrjár nýjar sýningar
á fjölunum, en að þessu sinni eru
þær fjórar. „Þær eru ekki bara fleiri
heldur líka viðameiri,“ segir Magn-
ús. „Bæði Óvitar og Fló á skinni eru
gríðarlega stórar og umfangsmikl-
ar. Við höfum yfirleitt verið með
eina slíka sýningu en nú eru þær
tvær. Svo kemur líka stærri hópur
að hverri sýningu. Þetta eru ólík
verk innbyrðis en við teljum samt
að þau séu í takt við okkar stefnu,
að vera með kraftmikil nútíma-
verk,“ segir Magnús. Auk fjögurra
frumsýninga verður boðið upp á að
minnsta kosti fimm gestasýningar,
óvissusýningar úr höfuðborginni
og sviðsettan leiklestur á klassí-
kerunum Skugga-Sveini, Fjalla-Ey-
vindi og Pilti og stúlku.
Auknar væntingar
Óhætt er að segja að mikill upp-
gangur hafi verið hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar undanfarin ár en Magnús
tók við stjórnartaumunum þar fyr-
ir þremur og hálfu ári. Hann kveðst
ekki geta neitað því að hann finni
fyrir því að væntingarnar hafi auk-
ist í kjölfarið.
„Auðvitað breytast væntingarn-
ar en ég lít bara mjög jákvæðum
augum á það. Fólk gerir kröfur, og
fólk á að gera kröfur, og við gerum
kröfur til okkar sjálfra. En ég finn
fyrst og fremst fyrir gríðarlega mik-
illi jákvæðni og að fólk hafi áhuga á
því sem við erum að gera. Á síðasta
leikári ákváðum við að ögra svolítið
meira, koma með svolítinn kontr-
ast við leikárið á undan þegar við
sýndum til dæmis Fullkomið brúð-
kaup og Litlu hryllingsbúðina, og
frumsýndum þrjú verk sem öll voru
nokkuð ögrandi: Herra Kolbert,
Svartan kött og Lífið - notkunarregl-
ur. Það ánægjulega var að aðsókn-
in dróst ekki saman frá metárinu
árið á undan, eins og við gerðum
ráð fyrir, heldur hélt hún áfram að
aukast. Þetta er eitt merki um það
að um leið og jákvæðnin og áhug-
inn eykst kemur fólk að sjá verk þótt
fyrirfram séu þau ekki hefðbundin
gangstykki,“ segir Magnús.
Óvitar með erindi
Fyrsta frumsýning vetrarins er á
Óvitunum eftir Guðrúnu Helgadótt-
ur. Verkið var fyrst sýnt í Þjóðleik-
húsinu árið 1979 og aftur tíu árum
síðar. „Við ákváðum að setja það
upp núna fyrst og fremst vegna þess
að þetta er afskaplega skemmtilegt
FÓLK Á AÐ
GERA KRÖFUR
leiklistMagnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar „Þetta er fjórða
leikárið sem ég set saman og þetta hefur
verið afskaplega ánægjulegur og skemmti-
legur tími. Mér líður mjög vel á akureyri og í
þessu leikhúsi, enda frábært starfsfólk hérna.“
hátíð
Viðeyjarhátíð verður haldin í annað skipti á morgun:
Viðburðaríkt í Viðey á morgun
Viðeyjarhátíð verður haldin í ann-
að skipti á morgun. Í ár verður 100
ára afmælis þorpsins í Viðey minnst
með því að skapa ósvikna þorps-
stemningu.
Dagskráin
stendur frá hádegi
til miðnættis og
meðal dagskrárliða er fjölbreyttur
útimarkaður þar sem verður selt ís-
lenskt grænmeti, krydd, blóm, jurtir,
sjávarfang, handverk, listmunir og
fatnaður. Í grunni Ólafshúss verð-
ur tækifæriseldhúsið Alveg milljón
sem selur gestum grillað framandi
góðgæti. Samhliða þessu verður Við-
eyingafélagið með kaffisölu í Vatns-
tankinum og Örlygur Hálfdanarson
bókaútgefandi, sem bjó sem barn í
Viðey, gengur um þorpið með gest-
um kl. 12.30 og 16.45.
Fyrir börnin verður þrautakóng-
ur frá 14 til 18 þar sem keppt verður í
nokkrum greinum og aldurshópum.
Björgvin Franz Gíslason leikari verð-
ur með ævintýralega barnaleiðsögn,
leiki og töfrabrögð, Seakayak Iceland
verður með þrjú klukkustundar nám-
skeið í meðferð og siglingu sjókajaka.
Í Viðeyjarnausti verður heitt í kol-
unum þar sem gestir geta grillað og
snætt nestið sitt. Heljarinnar dansi-
balli á palli við Viðeyjarstofu verð-
ur slegið upp kl. 21. Þjóðdansafélag
Reykjavíkur stígur dans og í kjöl-
far þess munu Karl Jónatansson og
Neistarnir og hópur úr Harmonikku-
félaginu Hljómum leika fyrir dansi.
Sérstakur gestur verður Raggi Bjarna
sem flytur nokkra þekkta slagara.
Dagskrá hátíðarinnar er ókeyp-
is fyrir utan ferjutoll sem er 800 kr.
fyrir fullorðna, 400 kr. fyrir börn 6 til
18 ára og 600 kr. fyrir eldri borgara,
öryrkja og námsmenn. Ferjan siglir
frá Sundahöfn stundarfjórðung yfir
heila tímann frá 11.15 til 23.15 og til
baka alltaf á hálfa tímanum.