Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Qupperneq 25
DV Helgarblað föstudagur 24. ágúst 2007 25
byggingu HR í Vatnsmýrinni í Reykja-
vík. Hönnun hússins hefur vakið
mikla athygli, bæði hér og erlendis,
og er það að sögn Svöfu hannað með
þarfir borgarbúa í huga, ekki síður
en nemenda HR. „Miðrýmið verður
opið öllum og vonumst við til að sem
flestir borgarbúar nýti sér þá þjón-
ustu sem þar verður í boði, svo sem
kaffihús, veitingastaði og verslanir,“
segir hún. Aðspurð segir hún það
ekki vera gert að kröfu borgarstjórn-
ar, sem veitti samþykki fyrir lóðinni í
Vatnsmýrinni, heldur fannst skólayf-
irvöldum það skylda sín að koma til
móts við þann stórhug sem borgin
sýndi með því að hlúa svona vel að
skólanum. „Svo er það líka svo gott
fyrir skólann að vera ekki fílabeins-
turn, heldur opinn háskóli og í takt
við þá hugmyndafræði sem við vinn-
um eftir,“ segir hún.
Hún segir að nýja húsnæðið, sem
á að verða tilbúið árið 2009, komi
til með að hafa mikla þýðingu fyrir
skólastarfið. Í fyrsta lagi praktíska,
því skólinn hefur fyrir löngu sprengt
utan af sér núverandi skólahúsnæði
og er nú með aðsetur á fjórum stöð-
um. „Og svo komum við til með að
tileinka okkur betur hugmyndafræði
skólans í þessu húsnæði. Við vilj-
um vera þverfagleg þannig að hin-
ar mismunandi greinar skilji hverja
aðra og geti unnið betur saman, að
viðskiptafræðingurinn sjái til dæmis
nú einhvern tímann verkfræðinginn
og lögfræðinginn og allir skilji hver
annan. Það kemst enginn í gegnum
HR nema hafa fengið nasasjón af
þverfaglegri sýn á lífið því það er það
sem mætir fólki þegar það kemur út í
atvinnulífið,“ bendir hún á.
Hún segir að margir af framsækn-
ustu skólum í heimi bjóði í æ ríkari
mæli upp á þverfaglegra nám. „Þá
er ekki verið að tala um neina hálf-
lögfræðinga eða hálf-verkfræðinga,
maður lærir sína verkfræði en er á
sama tíma að vinna í verkefnum sem
eru þvert á skólann þannig að verk-
fræðingur er að vinna í nýsköpun-
arverkefnum með lögfræðingum,
stærðfræðingum og viðskiptafræð-
ingum til dæmis. Nemendur í HR
stofna fleiri fyrirtæki en nemendur
nokkurra annarra háskóla hér á landi
að námi loknu. Þverfagleg vinna er
þar mikilvægur undirbúningur,“ seg-
ir hún og bætir við að nýja bygging-
in muni gjörbreyta aðstöðunni til að
ástunda slík vinnubrögð.
Alþjóðavæðing
Eitt af helstu markmiðum HR er
að gera hann alþjóðlegri, bæði með
því að laða til sín erlenda kennara
og nemendur. „Að mati okkar í HR
skiptir það miklu máli að nemendur
öðlist alþjóðlega sýn sem viðskipta-
lífið telur svo mikilvæga,“ segir hún.
Hana má fá með ýmsum hætti, ýmist
með því að fara til útlanda eða með
því að búa til háskóla á Íslandi sem
býður upp á alþjóðlegt umhverfi, að
sögn Svöfu.
„Við Íslendingar höfum reynd-
ar verið mjög heppnir með það að
flestir þeir sem fara til útlanda í nám
koma til baka aftur. Margar þjóðir
hafa misst besta fólkið sitt með þess-
um hætti til Bandaríkjanna eða Evr-
ópu. Þetta hefur verið nefnt „Brain
Drain“, sem kallast þekkingartap á
íslensku. Nýsköpun í Bandaríkjun-
um er til að mynda drifin að tölu-
verðu leyti af fólki sem kemur frá
öðrum löndum og fer ekki heim aft-
ur. Við gætum lent í því sama. Þetta
hefur gerst á landsbyggðinni. Fólkið
sem fer í nám kemur ekki aftur. Það
er ekki vegna þess að það vilji það
ekki heldur vegna þess að það telur
að það séu ekki tækifæri til að nýta
þá þekkingu sem það hefur aflað sér,“
segir hún.
„Sama getur gerst með Ísland
í heild sinni. Við getum ekki tek-
ið því sem gefnu að þekkingartap
verði aldrei vandamál á Íslandi – að
fólk komi alltaf heim aftur. Sú kyn-
slóð sem við erum að útskrifa lítur
á sig sem Evrópubúa, hún lítur ekki
endilega á sig sem Íslendinga eða
Reykvíkinga, þetta eru bara Evrópu-
búar sem geta unnið hvar sem er.
Við verðum því að líta á þekkingar-
tap sem hugsanlegt vandamál og
taka á því strax. Hvernig getum við,
sem þjóð, tryggt það að Íslendingar í
námi og starfi erlendis vilji snúa aft-
ur heim?“ spyr hún.
„Svo er hægt að horfa lengra fram
á veginn og velta fyrir sér hugtaki
sem kallast „Brain Gain“, þekking-
arauðgun. Þá erum við ekki bara að
reyna að ríghalda í fólkið okkar held-
ur að byggja upp samfélag á Íslandi
sem laðar bestu vísindamennina
og þekkingarfyrirtækin til landsins,“
segir hún og bendir á að mikið hafi
verið rætt um þekkingarfyrirtæki í
tengslum við alþingiskosningarnar
síðastliðið vor.
„Það er hins vegar tómt mál að
tala um að þekkingarfyrirtæki eins og
Google eða Microsoft setji upp starf-
semi á Íslandi nema að hér sé fyrir sú
þekking sem þau þurfa. Við gerðum
einmitt úttekt á því hvaða hlutir þurfa
að vera fyrir hendi þannig að fyrir-
tæki sem þessi setjist að á tilteknum
stað, hvort sem það er Ísland, Ken-
ýa eða Írland. Þar kom í ljós að að-
gangur að auðlindum var mikilvæg-
ur, svo sem náttúruauðlindum eða
mannauði. Hjá þekkingarfyrirtækj-
um var mannauðurinn mikilvæg-
astur, og mikilvægari en raforkuverð
til að mynda. Það skiptir því gríðar-
lega miklu máli að við getum búið til
samfélag þar sem besta fólkið okkar
kýs að búa. Við verðum því að hugsa
30 til 50 ár fram í tímann.“
Háskólasetur á landsbyggðinni
Undanfarið hefur verið mikil um-
ræða um þróun byggðamála. Eitt
af því sem landsbyggðarfólk hefur
nefnt sem leið til að sporna við flótta
frá landsbyggðinni er nauðsyn þess
að bjóða upp á háskólamenntun í
heimabyggð. Þegar Svafa er spurð
hvort háskólasetur séu raunhæf-
ur kostur fyrir landsbyggðina seg-
ir hún að það væri mjög æskilegt að
í stærstu byggðakjörnunum væru
þekkingarsetur fyrir fólk sem kysi
að búa þar sem það ólst upp en tel-
ur sig ekki hafa atvinnutækifæri á því
sviði sem það menntaði sig til eða
stendur hugur til. „Hugmyndin um
háskólasetur er mjög góð, en þau
verða að vera beintengd atvinnu-
lífinu á staðnum svo dæmið gangi
upp. Þetta hefur tekist vel á Akureyri
og Austfirðingar ættu að geta byggt
upp þekkingarsetur í kringum þau
tækifæri sem þar eru að myndast, til
að mynda sérfræðiþekking í tækni
tengdri uppbyggingunni þar,“ segir
hún.
Hún segir þó að ekki sé hægt að
stofna háskóla á hverju horni lands-
ins. „Aftur á móti held ég að það sé
skylda stóru háskólanna, eins og HÍ
og HR og Háskólans á Akureyri, að
vera í samstarfi við landshlutana þar
sem við getum boðið upp á þá þjón-
ustu sem hentar. Allir landsfjórðung-
ar hafa heilmikið upp á að bjóða,
þar er heilmikla þekkingu að finna.
Það hefur hins vegar sýnt sig að ný-
sköpun gengur ekki vel þegar henni
er þröngvað upp á fólk,“ segir hún
og leggur áherslu á að þetta verði
að vera sjálfsprottið að hluta til að
minnsta kosti.
Hún segist jafnframt mjög bjartsýn
á það að hinir ýmsu landshlutar geti
byggt upp þekkingarklasa á ákveðn-
um sviðum og laðað þannig til sín
fólk. „Það skiptir mestu máli að þarna
sé til staðar mannauðurinn, þekking-
in, og að hún sé í tengslum við raun-
verulegt líf á staðnum,“ bendir hún á
og bætir við að þess vegna skipti það
svo miklu máli hvað stjórnvöld geri.
„Við þurfum að ákveða hvers kon-
ar samfélag við viljum hafa hér eft-
ir nokkra áratugi. Öllu, sem við ætl-
um að gera eftir 20 ár, verðum við að
leggja grunninn að í menntakerfinu
núna. Ef við ætlum að byggja hér net-
þjónabú og hátæknifyrirtæki verðum
við að mennta fólk til að geta sinnt
þeim störfum sem skapast í kringum
þau,“ segir Svafa. „Það er einmitt það
sem við í HR erum að gera, að leggja
grunn að framtíðinni,“ segir hún að
lokum.
sigridur@dv.is
„Auðvitað hef ég heyrt sögur um það að
fólk velti því fyrir sér hvernig maður fari
að þessu. En það stoppar mig ekkert, ég
geri bara mitt besta. Þetta byggist allt á
samvinnu, börn eiga feður sem eru sko
ekki síður hæfir til að sinna þeim.“
Femínistinn Svafa „Það hefur sýnt
sig og sannað að konur eiga fullt erindi
í hvaða stjórn sem er. Við höfum aðra
sýn á heiminn og við erum helmingur
mannkyns og það væri skrýtið ef sá
helmingur hefði ekkert um það að
segja hvernig mannkynið þróast.“