Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Page 45
DV Ferðalög föstudagur 24. ágúst 2007 45
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni Vantar þig far?Þarftu að komast út á land? Þarftu að komast til höfuðborgarinnar? Vantar þig far eða jafnvel farþega til að deila bensínkostnaði? á vefsíðunni samferda.net er hægt að finna lausnir við þessu. Þar getur fólk ýmist óskað eftir fari eða farþegum sem hafa svipaða ferðaáætlun. Ekkert kostar að setja inn auglýsingu og að sjálfsögðu
kostar ekkert að skoða auglýsingar. Með þessu móti má hæglega spara krónur.
Vappað um á vínekrum
Þann sjötta til ellefta september
næskomandi verður farin
vínsmökkunarferð til Bourdeaux í
frakklandi. Það er Vínskólinn sem
stendur fyrir vínferðinni í samstarfi við
ferðaþjónustu bænda. Vínskólinn var
stofnaður í janúar 2006 af dominique
Plédel Jónsson og er markmið hans að
fræða almenning, fagfólk og þjóna um
vín og vínfræði. á heimasíðu Vínskólans
segir að Bordeaux sé draumur
vínáhugamannsins og þar fullyrt að
enginn verði svikinn. Það verður ekki
sötrað vín allan tímann en
skoðunarferðir verða farnar með
íslenskri fararstjórn og verður meðal
annars nefið rekið inn í miðaldaborgina
saint Emilion en hún er á
heimsminjaskrá uNEsCO.
Vínáhugamenn eru hvattir til að kynna
sér ferðaáætlunina nánar á vinskolinn.is.
Það var í mars árið 1999 sem Krist-
ín þáði boð grænlenska ferðamála-
ráðsins um tveggja daga ferð til Græn-
lands. Aðaltilgangur ferðarinnar var
að bjóða nokkrum blaðamönnum að
gista á nýbyggðu íshóteli auk þess að
upplifa grænlenska náttúru. „Daginn
fyrir brottför tilkynnti ritstjóri blaðs-
ins mér að ég færi ein í þessa ferð til
Kangerlussuaq í Syðri-Straumsfirði á
Grænlandi. Ég ákvað að láta það ekki
á mig fá og áður en ég vissi af var ég
stödd á fyrsta farrými í góðu yfirlæti á
leið til Grænlands,“ segir Kristín þeg-
ar hún rifjar upp upphaf ferðarinnar.
„Ég hafði aldrei komið til Grænlands
og vissi því ekki hverju við væri að bú-
ast. Ég lenti með kampavín í kroppi og
fékk höfðinglegar móttökur og fylgd á
hótelið sem ég gisti á fyrstu nóttina.“
Hrátt kjöt og sleðahundar
Þegar Kristín vaknaði um morgun-
inn var henni sagt að til stæði að fara í
skoðunarferð. Að svo búnu var henni
fylgt til mannsins sem hún átti að
fara með í sleðaferð um ísbreiðurnar.
„Þetta reyndist vera einn ófrýnilegasti
maður sem ég hef á ævinni séð,“ seg-
ir Kristín sem vildi fylgja dagskránni
sem búið var að setja upp. „Áður en
ég vissi af sat ég ein á hundasleða,
með 25 brjálaða hunda rétt fyrir fram-
an mig og manninn ófrýnilega fyrir
framan. Ég var á leið út í óbyggðirn-
ar,“ segir Kristín sem leist ekki aldeil-
is á blikuna. „Við þeystum af stað út
á ísbreiðuna og ég vissi ekkert hvert
förinni væri heitið. Hamagangur-
inn í hundunum var slíkur að ég var
handviss um að þetta væri mín síð-
asta stund; ég myndi aldrei komast
lifandi frá þessu. Maðurinn stoppaði
á fimm mínútna fresti og henti hráu
kjöti í æsta hundana sem rifu það í
sig.“ Kristín segist sjaldan á ævinni
hafa orðið jafnhrædd. „Mér virtist
hann aldrei ætla að snúa við. Frostið
var 25 gráður, mér var ískalt og stóð
beygur af hundunum og manninum.“
Eftir heila eilífð sneri hann loks við
og hélt í átt til byggða. „Ég var ólýs-
anlega fegin þegar ég steig af sleðan-
um og kvaddi þetta teymi,“ segir Krist-
ín en bætir við að hún hafi ekki látið
á neinu bera enda kom ekkert annað
til greina en að klára þessa ferð með
sæmd.
Ein á íshóteli
Að lokinni þessari sleðaferð var
henni ekið í stutta skoðunarferð
um byggðarkjarnann og nágrennið.
„Heimamenn fylgdu mér að glæsilegu
hóteli sem var svo sem ekki frábrugð-
ið öðrum hótelum nema fyrir þá stað-
reynd að það var gert úr ís. Meira að
segja rúmin voru gerð úr ís en þau
voru þó klædd sauðnautsskinnum,
svo hægt væri að sofa á þeim.“ Það var
ekki fyrr en Kristín fékk þau tíðindi
að hún væri eini hótelgesturinn að á
hana runnu tvær grímur. „Þar sem ís-
hótelið var við hliðina á bar stóð mér
ekki alveg á sama um að sofa ein í
framandi landi og geta ekki einu sinni
læst að mér. Kannski voru þetta for-
dómar en ég viðurkenni þó að mér
stóð ekki á sama.“ En heimamenn
dóu ekki ráðalausir og buðust strax
til að útvega henni mann svo hún
þyrfti ekki að sofa ein. „Mér fannst
tilhugsunin nokkuð sérstök en kunni
þó ekki við að afþakka þetta góða boð
þar sem ég vissi ekki hver herbergis-
félagi minn yrði. Því næst fórum við
út að borða þar sem ég hitti þennan
ókunnuga mann. Hann reyndist vera
danskur og var hinn huggulegasti
maður. Því komst ég að eftir að hafa
snætt með honum kvöldverð á barn-
um við hliðina á íshótelinu. Eftir kaffi-
bolla og koníaksstaup var okkur ekk-
ert að vanbúnaði og fórum í háttinn.
Við dúðuðum okkur upp og lögðumst
til hvílu á íshótelinu í svefnpokum
sem þoldu hvorki meira né minna en
70 gráðu frost.“
Hugfangin af landinu
Kristín segist hafa sofið ágætlega
um nóttina. „Þegar ég vaknaði um
morguninn sá ég ekkert nema eld-
rautt nefið á herbergisfélaga mínum.
Við kvöddumst með virktum og mér
er óhætt að þakka honum fyrir það
að ég búi að þessari lífsreynslu í dag.
Það var skrýtin tilfinning eftir þessa
tveggja daga dvöl og reynslu að setj-
ast aftur inn í fyrsta farrými flugvélar-
innar.“ Kristín segir að þótt hún hafi
verið hálfsmeyk stóran hluta ferðar-
innar hafi hún heillast af landinu. „Ég
varð hugfangin af Grænlandi. Náttúr-
an þarna er ótrúleg og þrátt fyrir að
mér hafi ekki litist á blikuna á tíma-
bili mun ég aldrei gleyma hvað þarna
er fallegt. Íshótelið var frábærlega vel
gert og fólkið vildi allt fyrir mig gera.
Heimsóknin til Grænlands er upplif-
un sem ég mun aldrei gleyma,“ segir
Kristín létt í bragði að lokum.
Keppt um
Bessastaðabikar
Kajakklúbburinn sviði á álftanesi
stendur um helgina fyrir árlegri
sjókajakkeppni þar sem keppt er um
hinn geysivinsæla Bessastaðabikar.
Klúbburinn, sem nefndur er eftir
landnámsmanni álftaness, mun flauta
keppnina af stað á hádegi laugardag-
inn 25. ágúst. Venju samkvæmt verður
róið í kringum álftanes eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd. ræðarar koma í
land við fjöruna fyrir neðan Bessastaði
þar sem forseti Íslands hefur stundum
tekið á móti þeim. á heimasíðunni
utivera.is er fólk hvatt til að fylgjast
með eða taka þátt í þessari skemmti-
legu keppni.
Hlaupið um Alpana
tveir íslenskir hlauparar eru skráðir í
the North face ultra trail-fjallahlaupið
sem haldið verður í ölpunum um
helgina, að því er fram kemur á utivera.
is. Hlaupið er ekki fyrir hvern sem er því
hlaupnir verða heilir 163 kílómetrar
með heildarhækkun upp á 8.900
metra. flestir Íslendingar létu sér nægja
að hlaupa reykjavíkurmaraþon um
síðustu helgi en þeir Börkur árnason
og Höskuldur Kristvinsson ætla að
hlaupa þetta ofurfjallamaraþon sem
áætlað er að geti tekið allt að 46
klukkustundir. fram kemur á heimasíð-
unni að Börkur og tvíburabróðir hans
Birkir (sem skráður er í helmingi styttra
hlaup) séu af svarfdælsku hlaupakyni
og séu því til alls líklegir. Höskuldur er
57 ára að aldri og hefur meðal annars
tekið þátt í Iron Man, svo þarna eru
engir aukvisar á ferð.
Kristín E. Guðjónsdóttir, leiðsögumaður og fararstjóri, starfaði um nokkurt skeið hjá
danska ferðatímaritinu Stand by. Eitt sinn var henni, ásamt nokkrum öðrum blaða-
mönnum, boðið í tveggja daga kynningarferð til Kangerlussuaq á vegum ferðamálaráðs
Grænlands. Ferðin hófst á fyrsta farrými en tók heldur betur óvænta stefnu þegar til
Grænlands var komið.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt
tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og
silfur-plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
KYNNGIMÖGNUÐ
KYNNINGARFERÐ
Kangerlussuaq á Grænlandi Kristín heillaðist af náttúrufegurð þessa fallega lands.
Kristín hefur ferðast
víða um heiminn Hér
er hún á torgi hins
himneska friðar.