Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2007, Qupperneq 56
föstudagur 24. ágúst 200756 Helgarblað DV TónlisT Hljómsveitin Hagkvæm skemmtun í núinu sendi nýverið frá sér plötuna Örlög & viðlög. Platan er aðeins um sjö mínútur að lengd og inniheldur tíu örstutt viðlög sem öll koma hvert úr sinni tónlistarátt. Margir tónlistarmenn leggja sveitinni lið á plötunni og má þar meðal annars nefna Árna Hjörvar Árnason, bassaleikara Kim- ono og Future Future. Gott og vel. Mað- ur skyldi ætla að þetta gæti verið sniðug plata og fullur tilhlökkunar setti ég hana í spilarann. Það tók mig þó aðeins þrjár mínútur að uppgötva að hér er á ferðinni gríðar- lega ill meðferð á ágætri hugmynd. Plat- an er afar metnaðarlítil og hreinlega illa unnin. Söngurinn er stefnulaus og til- raunir raddbandaþenjara til þess að vera svalir í núinu eru vonlausar. Hljóðfæra- leikurinn er sömuleiðis klúðurslegur og í sannleika sagt er mér það hulin ráð- gáta af hverju þessum mönnum var af- hentur lykill að hljóðveri. Í raun er það ekki vitlaust að draga þá til ábyrgðar sem seldu hljómsveitinni hljóðfærin. Það sem hræðir mig hins vegar mest er að áður fyrr var hægt að þagga svona hljómsveit nið- ur í hel, en með tilkomu internetsins og þá sér í lagi Myspace tekst hljómsveitinni að dreifa sér eins og illkynja mein út um allt. Og enginn fær ráðið við neitt. Það er sorglegur fylgifiskur nútímans að hverjir sem er geti tekið upp tónlist og kallað sig listamenn. Ég hef hlustað á margt misjafnt und- anfarið, en í mínum huga er engin spurn- ing um að Örlög & viðlög er ótrúlega döp- ur frumraun frá fólki sem ætti að snúa sér að öðru. Valgeir Örn Ragnarsson Megas í Höllinni Laugardaginn 13. október mun sjálfur Megas stíga á stokk í Laugardalshöll- inni ásamt félögum sínum í senuþjófun- um og halda sína allra fyrstu stórtónleika. Megas og senuþjófarnir gáfu nýverið út plötuna frágang sem fengið hefur gríðarlega góðar viðtökur og selst afar vel. frágangur var fyrsta platan sem Megas sendi frá sér í sex ár og munu lög af plötunni verða flutt í Höllinni ásamt öllum helstu perlum Megasar á löngum og ströngum tónlistarferli. Miðasala verður tilkynnt síðar en áætlað er að hefja söluna í byrjun september. Einungis verður selt í númeruð sæti og um tvö þúsund og fimm hundruð aðgöngumiðar eru í boði. Tónlistarakademía DV segir: Hlustaðu á þessa! shake It good - Jagúar Kala - M.I.a. Places Like this - architecture In Helsinki under the Blacklight - rilo Kiley gogol Bordello - super taranta! Syngur tvö lög forsprakki hljómsveitarinnar guns N’ roses, axl rose, hefur nú tekið höndum saman við fyrrverandi söngvara glamrokksveitarinnar skid row, sebastian Bach. Bach vinnur nú að sólóplötu og hefur axl rose sungið inn á tvö lög á plötunni sem kemur til með að heita angel down. Bach söng með guns N’roses fyrir næstu breiðskífu sveitarinnar og segist hafa beðið rose í gríni um að gjalda honum greiðann og syngja með sér í staðinn. Hann segist hafa orðið gríðarlega hissa þegar rose svaraði í snatri að hann væri til. angel down kemur út 20. nóvember í Bandaríkjunum. Undarleg beiðni Blaðamanni tónlistartímaritsins rolling stone brá heldur betur í brún um daginn þegar hann var á leið að taka viðtal við serj tankian söngvara hljómsveitarinnar system Of a down. rétt áður en blaðamaður var á leið út úr húsi fékk hann sendan póst frá serj, þar sem stóð að allir þeir sem hefðu í hyggju að taka viðtal við hann þyrftu fyrst að svara eftirfarandi: skilgreinið hvað siðmenning þýðir fyrir ykkur og hvaða áhrif endalok siðmenningarinnar myndu hafa á heiminn. Og hana nú! grey blaðamaðurinn brýtur enn heilann í von um að rétta svarið komi upp í huga hans. Hagkvæm skemmtun í núinu var stutt grín: Hin splunkunýja sveit The Musik Zoo sam- anstendur af fimm meðlimum sem allir koma hver úr sinni áttinni og eru með mjög ólíkan tónlistarbak- grunn. Meðlimirnir eru bræðurnir Kristinn og Guð- laugur Júníussynir, sem áður voru í hljómsveitinni Vínyl, Ívar Örn Kolbeinsson úr sveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome, Jóhann Helgi Ísfjörð sem komið hefur fram undir tónlistarnafninu Gorbatsjov auk þess að hafa séð um þáttinn Rafræn Reykjavík og að lokum er það Egill Tómasson sem spilað hefur á gít- ar í hinum ýmsu sveitum, meðal annars í Dr. Mister & Mr. Handsome og Vínyl. Blaðamaður hitti fyrir þrjá af meðlimum sveitar- innar en The Musik Zoo heldur tónleika á skemmti- staðnum Organ á laugardagskvöld. „Hljómsveitin var stofnuð í Danmörku í apríl en ég og Kiddi bjugg- um úti og vorum eiginlega alveg ákveðnir í að hætta að vinna í tónlist. Svo flutti Ívar út eftir að Dr. Mister & Mr. Handsome hættu og ég kíkti eitthvað í heim- sókn til hans. Við skelltum okkur svo aðeins niður í tónlistarherbergið en Ívar var með tölvuna sína með einhverjum töktum í sem ég fór að spila yfir. Svo áttuðum við okkur eiginlega bara á því að við vorum með áhuga á sömu orkustöðvunum varð- andi tónlist sem tengdi þessa hljómsveit saman,“ segir Guðlaugur en í kjölfarið var hljómsveitin The Musik Zoo stofnuð. „Nafnið kom bara til því þetta lýsir okkur alveg ágætlega, við erum svona villt dýr í búrinu í dag,“ segir Jóhann sem lýsir tónlist sveitar- innar sem rokkskotinni raftónlist. Túruðu með Bloodhound Gang The Musik Zoo hélt sína fyrstu tónleika í Stúd- entahúsinu í Kaupmannahöfn en hefur síðan túrað um Þýskaland ásamt hljósmveitinni Blood- hound Gang. „Þetta var kannski ekki alveg okkar krád sem mætti á tónleikana en við spiluðum vel úr þessu og Bloodhound Gang bað okkur að spila með sér á öðrum túr,“ segir Kristinn og Jóhann bætir við: „Við vorum að spila á kannski fimmt- án hundruð til tvö þúsund manna stöðum, mest- megnis fyrir tattúveraða unglinga með gataða lík- ama. Það er í alvörunni alveg ótrúlegt hvað það er mikið af tattúveruðum ungum stelpum í Þýska- landi. Við erum ekkert að tala um að þær séu með eitthvert eitt lítið hafmeyjutattú á hendinni heldur eru hendurnar bara þaktar stórum, gróf- um tattúum.“ Strákarnir lentu í einstaklega skemmtilegu at- viki þegar rútubílstjóri sem þeir höfðu leigt sér til að keyra þá á milli staða neitaði að stöðva á langri leið yfir að bæ nálægt landamærum Austurríkis og Sviss. „Þetta var fyrrverandi þýskur herforingi sem nánast neitaði að stöðva því hann vildi halda áætluninni og við rétt fengum eitt pissustopp og vorum ekki búnir að sofa í tvo sólarhringa. Þegar við fórum svo að spila á tónleikunum um kvöld- ið skiptust áhorfendur gjörsamlega í tvennt. Þeir voru búnir að bíða í einhverja þrjá tíma eftir að komast inn og vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að taka okkur. Annar helmingurinn dansaði bara og skemmti sér vel á meðan hinn helmingurinn var hópur af metalrokkurum sem stóðu bara og gláptu á okkur með fokkjú-merki á hendinni. Svo byrjuðu þeir að kasta í okkur flöskum en við stóðum það af okkur og þetta var í raun kraftmestu tónleikarn- ir okkar á öllu ferðalaginu. Eftir tónleikana kom til okkar fólk sem hrósaði okkur fyrir að spila svona vel fyrir þessa erfiðu aðdáendur. Í dag er þetta fólk tilvonandi samstarfsaðilar okkar og ætlar að vinna með okkur á erlendri grundu, svo þetta voru jafn- framt mikilvægustu tónleikarnir okkar.“ Frítt inn Hljómsveitin hefur undanfarið tekið upp dem- ólög og vinnur að gerð plötu sem kemur þó ekki út fyrr en á næsta ári. „Við erum nýbúnir að fara með eitt lag á útvarpsstöðvarnar en það er lagið Pressure. Við erum hérna heima núna til að vera bara duglegir að halda tónleika og ætlum bara að dæla út lögum þangað til platan kemur út,“ segir Kristinn. Fyrstu tónleikar sveitarinnar hérlend- is verða sem áður segir á tónleikastaðnum Org- an annað kvöld, laugardagskvöld, og er aðgangur ókeypis. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og mun The Musik Zoo ásamt góðum gestum halda uppi stuðinu fram á morgun. Þeim sem vilja heyra for- smekkinn af því sem koma skal hjá þessari rokk- skotnu raftónlistarsveit er bent á Myspace-síð- una myspace.com/musikzoo. krista@dv.is Hagkvæma núið er búið Plötudómur Hagkvæm skemmtun Örlög & viðlög 2007 Niðurstaða: The Musik Zoo spilar á Organ, laugardagskvöld. Hljómsveitin The Musik Zoo samanstendur af fimm tónlistarmönnum úr ólíkum áttum sem sameinuðu krafta sína eftir að hafa uppgvötvað að allir voru þeir með áhuga á sömu orkustöðvunum varðandi tónlist. Sveitin heldur tónleika á Organ á laugardagskvöld. SPILA ROKKSKOTNA RAFTÓNLIST DV-MYND ÁSGEIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.