Félagsbréf - 01.12.1958, Page 6
MARZ-BÓK AH
INGI VlTALlN
FERÐIN
TIL
STJARMNM
Ingi Vítalín er dulnefni, en víst er um það, að þessi höfundur kann
að skapa persónur og segja skemmtilega sögu.
Að því er oss virðist, er hér um að ræða þá tegund bókmennta, sem
nefnd hefur verið „vísinda-skáldskapur“ (Science Fiction). Bókin
fjallar um ferðalag kennara nokkurs milli hinna ólíklegustu og ólík-
ustu stjarna í himingeimnum. Persónurnar eru margar og misjafnar
bæði að útliti, gerð og átthögum.
Bókin lýsir furðu mikilli þekkingu á stjörnufræði og geimvísindum.
Þessar furðulegu ferðir og fyrirburðir er tengt saman af mjög merki-
legum söguþræði.
Aðspurður um söguna sendi höfundur oss eftirfarandi línur:
„Ég hef lesið nokkrar „Science Fiction“-sögur, og ég get búizt við
því að ferðasaga mín til f jarlægra hnatta verði talin til þeirrar teg-
undar bókmennta. En auðvitað var það ekki ætlun mín, og ég vil sem
minnst segja um bókina, heldur láta hana tala sínu máli“.
Þetta er í fyllsta máta forvitnileg og nýstárleg bók.
Stærðin verður um 250 bls. Verð til félagsmanna kr. 88,00 ób.,
kr. 110,00 ib.