Félagsbréf - 01.12.1958, Side 20

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 20
18 FELAGSBREF kringumslæður og kjör þessara manna og líta á málavexti og at- burði með þeirra augum. Sagnaritun þessa lióf Hagalín með Virkum dögum, ævisögu Sæ- mundar Sæmundssonar skipstjóra, norðlenzks hákarlaformanns, og skömmu þar á eftir skráði liann sögu Eldeyjar-Hjalta, og fleiri fylgdu síðar. Misjafnlega var spáð fyrir þess- um sögum. Sumum fannst sem slíkir menn væru heldur lítilmót- legt söguefni, eða ævi þeirra, en sá varð raunin á, að almenningur tók sögunum tveim liöndum, enda eru þær livort tveggja í senn, ágæt- ur skemmtilestur og hin merkustu heimildarrit um íslenzka menn- ingarsögu. Það var víst engin tilviljun heldur, að Hagah'n valdi sér að upphafi þessa tvo sægarpa fyrir sögumenn. Slíkir menn hafa jafn- an verið lionum mjög að skapi. Karlmennskuliugurinn liarði, stjórnsemin, liæfileikinn til að koma skipi sínu lieilu í höfn, þó að við ofurefli náttúruhamfara sé að etja, djörf sigling með nægri fyrirliyggju, æðruleysi í háska — slík eðliseinkenni manna falla Guðmundi Hagalín vel í geð, — og voru þetta annars ekki ein- kenni liinna vestfirzku sægarpa, þeirra á meðal frænda og for- feðra Hagalíns sjálfs, þeirra, sem sóttu auð hafsins undir högg ill- viðra, li'afíss og útlendra sjóræn- ingja og sigldu með björg í bú sín inn í þrönga firðina til lieimkynna sinna í skjóli hárra fjalla, sem lilúðu ungu lífi og skýldu fögr- um gróðri.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.