Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 23

Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 23
PÉLAGSBRÉF 21 og litlir klakadrönglar löfðn úr yfirvararskegginu og frosinn vág- urinn stóð út úr augnatóftunum og liann leit ekki vel út. J afnvel þefur- inn af lionum var frosinn, en það var ekki lengi og hér um bil strax og hurðin hafði lokazt fór að finna fyrir honum. Það var alltaf erfitt fyrir mig að horfa á liann, en nú virti ég liann gaumgæfilega fyrir mér því ég vissi að hann kom alltaf akandi og ég gat ekki séð hvers vegna liann var svona illa til reika. Loks spurði ég liann. — Hvaðan gekkstu, Blindur? — Willie Sawyer lét mig úr bílnum fyrir neðan brautarbrúna. Það komu engir fleiri bílar og ég gekk inneftir. — Af hverju lét hann þig fara úr bílnum? spurði einhver. — Sagði að það væri svo slæm lykt af mér. Einliver hafði tekið í sveifina á einum kassanum og Blindur fór að hlusta eftir suðinu. Það kom enginn vinningur upp. — Nokkrir utanbæjarmenn að spila í kvöld? spurði hann mig. — Geturðu ekki heyrt það? — Ekki ennþá. — Nei, engir utanbæjarmenn, Blindur, og það er micJvikudagskvöld. —- Ég veit hvaða dagur er. Farðu ekki að segja mér hvaða dagur er. Blindur fór meðfram röðinni af spilakössunum og athugaði hvort nokkuð liefði verið skilið eftir í hólfunum í ógáti. Það var auðvitað ekki neitt, en þannig byrjaði hann alltaf. Hann kom aftur að bam- um, þar sem við vorum áður og A1 Chaney bauð lionum að fá sér að drekka. — Nei, sagði Blindur. Ég verð að fara varlega á vegunum. -—- Hvað áttu við með vegunum? spurði einliver. Þú ferð bara eftir einum vegi, hér á milli Flatanna. — Ég lief verið á mörgum vegum, sagði Blindur. Og vera má ég þurfi hvenær sem er að taka mig upp og lialda eftir fleiri vegum. Einhver lilaut vinning á einn kassann en það var ekkert stór vinn- ingur. Blindur fór samt að kassanum. Þessi kassi var gerður fyrir fjórðungsmynt og ungi maðurinn sem liafði verið að spila á þennan kassa rétti honum f jórðungspening en þó hálf treglega. Blindur liand- fjatlaði peninginn áður en hann stakk lionum í vasann. — Þakka þér fyrir, sagði hann. Þú munt aldrei sakna hans. Ungi maðurinn sagði: — Gott að vita það, og setti annan pening í rifuna á kassanum og dró handfangið niður. Hann vann aftur en að þessu sinni nokkuð góðan vinning og hann sópaði upp peningunum og rétti Blind einn.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.