Félagsbréf - 01.12.1958, Page 26

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 26
24 FELAGSBREF nm geta séð, sagði Blindur. Mig mjTidi bara langa til þess að sjá liann vel einu sinni. — Þú veizt hvernig hann lítur út, sagði Frank við hann. Þú gekkst einu sinni að lionum og lagðir hendurnar á andlit hans. — Gerði það aftur í kvöld líka, sagði Blindur af ánægju. Þess vegna lét hann mig út úr bílnum. Hann á alls enga kímni til. Ég sagði hon- um að þegar svona kalt er eins og í kvöld þyrfti liann að dúða sig vel svo allt innvolsið í andlitinu á lionum fengi ekki kvef. Honum fannst þetta ekki einu sinni fyndið. Veiztu hvað þessi Willie Sawyer Iiann verður aldrei neinn lieimsmaður. — Svartur, fáðu þér einn, húsið borgar, sagði Frank. Ég get ekki ekið með þig heim því ég á heima liérna rétt niðrí götunni. En þú getur sofið í bakherberginu. — Það er mjög vel gert af þér, Frank. Kallaðu mig bara ekki Svart. Ég heiti ekki Svartur lengur. Nafnið er Blindur. — Fáðu þér einn, Blindur. — Já, livort ég vil, sagði Blindur. Hann rétti út höndina og fann glasið og hann lyfti því af nákvæmni fyrir okkur þremur. — Já, þessi Willie Sawyer, sagði liann. Hann er sjálfsagt aleinn heima hjá sjálfum sér núna. Þessi Willie Sawyer hann veit ekki hvernig fara á að því að skemmta sér. IVáAu í blmdingjahund — Og hvað gerðum við svo? spurði liann. Hún sagði lionum það. — Sá þátturinn er mjög einkennilegur. Ég get alls ekki munað þetta. — Geturðu munað eftir því þegar veiðiflokkurinn tók sig upp? — Ég ætti að muna það. En ég man það ekki. Ég man eftir kon- unum fara eftir troðningnum niður að ströndinni að sækja vatn og báru ílátin á liöfði sér og ég man eftir gæsahópnum, sem þær ráku á undan sér fram og aftur niður að vatninu. Ég man eftir því hvað þau bar öll liægt yfir og þau hreyfðust öll upp og niður og voru ýmist að hverfa og koma í Ijós aftur. Það var líka mjög mikil fjara og sandflákarnir voru gulir og strengurinn rann hjá eyjunni sem fjær var. Vindurinn blés stöðugt og það voru engar flugur. Það var þak og steinsteypt gólf og stólparnir sem héldu uppi þakinu, og vind-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.