Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 30

Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 30
28 FELAGSBREP niður var að þú gætir farið til Parísar og síðan til Lundúna og þú myndir liitta og sjá fólk og skemmta þér og síðan myndir þú koma aftur og þá hlyti að vera komið vor og þú gætir sagt mér frá öllu. — Nei, sagði hún. — Ég held það væri skynsamlegt, sagði liann. Veiztu að þetta varir langan lielvítis tíma og við verðum að læra að stilla þessu í hóf. Og ég vil ekki ofþreyta þig. Veiztu — — Ég vildi að þú segðir ekki ,veiztu‘ svona oft. — Sérðu? Þetta er eitt. Ég gæti lært að tala án þess að skaprauna þér. Það gæti verið að þú yrðir stórhrifin af mér þegar þú kemur aftur. — Hvað myndir þú gera á nóttunni? — Það er allt í lagi á nóttunni. — Já, auðvitað. Ég býst við að þú vitir nú einnig hvernig þú átt að fara að því að sofna. — Það kemur líka, sagði liann við liana og drakk niður í hálft glasið. Það er einn liðurinn í áætluninni. Veiztu að þannig á þetta að vera. Ef þú ferð í burtu og skemmtir þér eitthvað þá fæ ég góða samvizku. Þá í fyrsta sinn á ævinni sofna ég sjálfkrafa með góða samvizku. Ég tek kodda >>em merkir liina góðu samvizku mína og vef hann örmum og fell í fastasvefn. Ef ég skyldi af einhverri til- viljun vakna þá hugsa ég hara fagrar hamingjusamar óhreinar liugs- anir. Eða þá að ég tek fagrar yndislegar ákvarðanir. Eða ég man hitt og þetta. Veiztu að ég vil að þú skemmtir þér — — Gerðu það fyrir mig segðu ekki ,veiztu‘. — Ég skal einbeita mér að því að segja það ekki. Það er bannað en ég gleymi því og sleppi hanninu. Hvað sem því líður þá vil ég ekki að þú sért bara blindingjahundur. Ég er það ekki, það veiztu vel. Svo er það líka sjóneygður liundur, ekki blindingjahundur. — Ég veit það, sagði liann. Komdu og sittu liérna. Hefðirðu mikið á móti því? Hún kom og settist lijá honum á rúmið og þau heyrðu regnið belja á rúðunni og hann reyndi að strjúka ekki höfuð liennar og fagurt andlit liennar eins og blindur maður gerir og liann gat ekki snert andlit hennar á neinn annan hátt en þennan. Hann liélt henni fast upp að sér og kyssti liana á livirfilinn. Ég verð að reyna það ein- hvern annan dag, hugsaði liann. Ég má ekki vera með neinn kjána- skap í sambandi við það. Hún er svo yndisleg viðkomu og ég elska hana svo mikið og lief gert henni svo mikinn skaða og ég verð að

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.