Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 31
FELAGSBREF
29
læra að hugsa vel um hana á allan hátt. Ef ég hugsa um hana og aðeins
hana, þá verður allt í lagi.
— Ég skal ekki alltaf segja ,veiztu‘, sagði hann. Við getum hyrjað
með því.
Hiin liristi höfuðið og liann fann skjálfta fara um hana.
— Segðu það eins og þig lystir, sagði liún og kyssti hann.
— Gerðu það fyrir mig gráttu ekki, hjartað mitt, sagði hann.
— Ég vil ekki hafa að þú sofir lijá einhverjum fjárans kodda,
sagði liún.
— Nei, ég geri það ekki. Ekki einhverjum kodda, ekki livaða fjár-
ans kodda sem er.
Hættu, sagði liann við sjálfan sig. Hættu þegar í stað.
— Sjáðu nú, þú, sagði liann. Við skulum fara niður núna og fá
okkur hádegisverð og við skulum sitja í gamla góða staðnum okkar
hjá eldinum og ég skal segja þér livað þú ert yndislegur hvolpur og
hvað við erum bæði hamingjusamir livolp-kettlingar.
— Við erum það, sannarlega.
— Við munum koma okkur niður á þetta allt saman.
— Ég vil bara ekki láta senda mig burtu.
— Það ætlar enginn að senda þig burtu, aldrei.
En er liann gekk niður stigann og fikraði sig varlega eftir liverri
tröppu og liélt í liandriðið liugsaði liann með sér, ég verð að fá hana
til að fara í burtu og ég verð að fá hana til þess að fara í burtu eins
fljótt og hægt er án þess að særa liana. Því mér gengur ekki vel með
þetta. Svo mikið er alveg víst. En hvað annað getur maður gert?
Ekkert, liugsaði liann. Það er ekkert sem maður getur gert. En kannski,
smátt og smátt, með æfingunni, kemst ég upp á betra lag með þetta.
ÞórSur Einarsson íslenzka&i.
Ernest Hemingway liafði ekki látið birta eftir sig nýja sögu í langan tíma —
ekki síðan hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir Gamla manninn og hafiö — er hið
merka bandaríska tímarit Atlantic flutti þcssar tvœr stuttu sögur í liátíðarriti tíma-
ritsins vegna aldarafmælis þess á s.l. ári. Eru þær þar undir einu heiti, Tvœr
blindingssögur. En þó að lítið hafi birzt eftir Hemingway á þessuin árum, mun
hann vera sískrifandi, og er liaft fyrir satt, að hann eigi a. m. k. tvœr fullgcrðar
skáldsögur í handriti. „Ég legg þetta í l>ankann“, á liann að liafa sagt, „og ef gamla
konan stendur uppi ein eða ég verð uppiskroppa með aura*fyrir gini, má taka
eitthvað af þcssu út og selja það“.
Er Hentingway varð fyrir slysi á veiðiför í Afríku fyrir nokkruin árum, mun
hann hafa orðið blindur um stundarsakir, og er álitið, að þá liafi þessar tvær
sögur orðið til í liuga skáldsins.