Félagsbréf - 01.12.1958, Side 35

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 35
JÓN ÚR VÖR Um hlutverk skáldsins og skyldur þess Höfundur var beSinn aS rekja ritferil sinn, segja frá upp- runa Ijóða sinna og rœ&a um hlutverk skáldsins og skyldur. UPPRUNI 17" VÆÐI initt um sumardaginn í þorpinu birtist fyrst í Rauð- um pennum fyrir 23 árum. Þetta rit var þá að hefja göngu sína, var það mikill bókmenntaviðburður, að því stóðu og lögðu til efni ýms- ir kunnustu rithöfundar landsins. Það þótti ekki lítil upphefð 18 ára pilti að vera settur meðal spá- mannanna og vakti kvæðið því meiri eftirtekt en annars hefði orðið. Þetta var fyrsta ljóðið, sem ég liafði sent frá mér. Viðtökurnar voru góðar. Ég mátti vel við una. Ég hafði snemma farið að yrkja og átti miklar syrpur. Þetta voru aðallega vísur um fuglana fyrir vestan, skrýtna kalla, fátækt fólk, baráttuljóð verkamanna. Þá voru líka í tízku angurværar stemn- ingar um förukonur og flækinga, fólk, sem lent liafði í miklurn æv- intýrum, misskilin gáfnaljós og skáld. — Þegar ég fór nú með auknum þroska að gaumgæfa þessi yrkisefni komst ég að raun um, að fuglalífið í heimahögum mínum á Patreksfirði væri æði fábreytt og að af þessu farand- liyski liafði ég raunar aldrei haft neinar spurnir, ferðamenn á þess- um slóðum höfðu jafnan verið ósköp liversdagslegir. Aftur á móti var það síður en svo, að tíðindalaust væri í kring- um mig. Ég var fæddur í verka- mannastétt og ólst upp á liörðustu kreppuárunum. Maður var varla fyrr vaxinn iir grasi, en við tók harðvítug barátta við hlið feðra okkar fyrir lífsbjörginni. Allt landið logaði í vinnudeilum og verkföllum. Ég ætla ekki að rekja þá sögu hér. Þegar ég var kom- inn yfir fermingu var það mitt einkavandamál að komast suður yfir vetrartímann. Ég þurfti með Samtal þetta áttu þeir Knútur Brún og NjörSur NjarSvík viS Jón úr Vör, í útvarpsþættinum „SkáldiS og IjóSiS“ á síSast liSnu vori. SamtaliS birtist hér lítillega breytt.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.