Félagsbréf - 01.12.1958, Page 39

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 39
HELGI KRISTINSSON TIL UNNAR I s vo eru ástir þínar, sem vorblær af hafi er vermir og svalar. II Svo djúpur getur söknuðurinn orðið, svo órofa tengsl fær ástin skapað, að geisladýrð lífsins verði martröð ógnþrunginnar nætur, en skuggar dauðans vonbjart morgunskin. III Snerting dauðans breytir ilmbólmum ástarinnar í frostrósir saknaðarins. IV Ástin, sem leiddi okkur á hamingjubjörtum dögum til töfraheimanna; þar sem allar óskir rættust, þar sem veittist svölun hverri þrá, skóp tengsl er sjálfur dauðinn fær ekki rofið. Því geislar minning þín í nótt ævarandi trega.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.