Félagsbréf - 01.12.1958, Page 40

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 40
GERD RUGE Samtafi viö Vfiadimlr Dudintsev TTÁLFRI klukkustund eftir að við liöfðum skilið, mundi ég ekki lengur, livernig Vladimir Dudintsev leit raunverulega út. Ég vissi, að liann liafði verið á þung- um og fremur klunnalegum skóm og í fötum, sem jafnvel í Moskvu virtust sveitaleg, en lit þeirra liafði ég jafnvel gleymt líka. — „Fátæk- ur en hreinlegur“, var það fyrsta sem mér flaug í hug. Hann var með gleraugu með plastspöng- um og þykkum glerjum, en ég gat ekki munað, hvernig sjálf augun höfðu litið út. Andlit hans var næstum sviplaust og sjúklega rautt, röddin dauf og liljómlítil, lireyfingarnar stirðar og klunna- legar. — „Þú verður fyrir von- brigðum með Dudintsev“, höfðu hinir rússnesku vinir mínir sagt. — „Fólk væntir þess að sjá eld- lieitan ákafamann, en sér í þess stað persónu, sem einna helzt lík- ist bókhaldara“. En slíkur var liann ekki heldur. Vera má að ég liafi fengið ranga mynd af lionum, vegna þess að fundum okkar bar saman í um- hverfi svo framandi okkur báðum. Við sátum í móttökuherberginu hjá ríkisnefnd „Erlendra menn- ingartengsla“, horninu á stóra við- liafnarmikla forsalnum. Herberg- ið, sem um marga hluti minnti helzt á járnbrautar-biðstofu, var kalt, og loftið var mengað dauf- um mygluþef. Ekki veit ég hverj- ir liöfðu valið þennan stað. Kannski nefndin, sem hafði undir- búið viðtalið? Kannski hafði Dud- intsev, sem sjálfur virðist eiga við þröngan húsakost að búa, kosið lilutlausan stað sem þennan fyrir fundarstað okkar? Hvað sem því leið, þá var það í þessu umhverfi, sem ég sá liöfund bókarinnar „Ekki af einu saman brau8i“. Hann var að sjá mjög hlédrægur og sennilega er liann ekki mikill álirifamaður að eðlisfari, en stund- um, meðan á viðræðum okkar stóð, virtist mér þetta einfalda hispursleysi hans vera uppgerð, gríma, sem liann setti upp og not- aði, og ekki án nokkurs hroka. Dudintsev forðaðist persónuleg- ar spurningar, en þeim mun fús- legar ræddi liann um sjálfan sig sem rithöfund. Hafi orð lians veitt mér litla fræðslu um manninn Dutintsev, þá gerðu þau mér þó

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.