Félagsbréf - 01.12.1958, Qupperneq 41

Félagsbréf - 01.12.1958, Qupperneq 41
FELAGSBREF 39 a. m. k. mögulegt að leiðrétta margvíslegar skoðanir á liöfundi skáldsögunnar „Ekki af einu sam- an brauði“ — skoðanir, sem ég hafði heyrt Sovét-vini láta í ljós og sjálfur aðhyllzt. Ég trúi því ekki lengur, að hók Dudintsevs hafi verið einlivers konar happa- sæl tilviljun, ritverk eftir rúss- neskt miðlungsskáld, sem vildi skrifa gagnrýnska skáldsögu í því formi, sem þá var talið æskilegt, en sem liafði enga hugmynd um þýðingu verks síns. Sjálfur gerði Dudintsev enga tilraun til að halda fram misskilningi, sér til afsökunar. Og það sem hann sagði um líf sitt og lífsskoðanir, nægði til að réttlæta nokkrar ályktanir. „Ég byrjaði að skrifa, þegar ég var þrettán ára, en jafnvel fyrir þann aldur hafði ég fengið ást á rithöfundum. Þrettán ára var ég nógu gamall til að geta verið þeim ótrúr. Það er með bókmenntirnar eins og ástina: Maður uppgötvar rithöfund, verður bókstaflega sjúk- ur af ást til hans, svo smádvínar ástin aftur, og maður finnur aðra ritliöfunda. 1 fyrstu lireifst ég meira af formi en inniþaldi. Isaac Babel liafði lengi mikil álirif á mig. Svo kom Proust og því næst 1 jóðagerðin — einkum kvæði Past- ernaks. Ég féll tvisvar fyrir Ana- tole France, fyrst þegar ég var drengur og aftur sem fulltíða maður. Og svo kom Hemingwav — sá sjúkdómur liefur skilið eftir sig merki, en nú hef ég lilotið lækningu. Jafnvel þótt örin séu eftir, þá valda þau mér ekki sárs- auka lengur. Gott og vel, segjum að ég hafi fengið 90% lækningu. Á árunum um og eftir 1935 var ég mjög hrifinn af smásöguformi Vladimir Dudintsev. hans. Hemingway læknaði mig sjálfur. Ég las Vopnin kvödd. Það var stórt framfaraspor. Heming- way hafði sagt skilið við hin ytri einkenni töfrandi ritháttar og sýndi dýpri samúð og tilfinningar með mönnum. Við lásum einnig Dos Passos allmikið. Tilfinningar mínar gagnvart rússneskum bók- menntum voru á þessum árum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.