Félagsbréf - 01.12.1958, Qupperneq 43

Félagsbréf - 01.12.1958, Qupperneq 43
FELAGSBREF 41 þegar ég var 6 ára. Faðir minn gaf mér gjöf og hélt stutta ræðu, þeg- ar hann afhenti verðlaunin. Verð- launin urðu mér hvatning til að skrifa fleiri kvæði, en faðir minn veitti mér ekki fleiri verðlaun. En þá var þetta orðið að föstum vana hjá mér. Ég hafði enga raunveru- lega ánægju af því, en það hafði sérstakt aðdráttarafl, sem orkaði á mig“. Kennarar lians og skóla- félagar dáðust að hæfileika Vládi- mirs og eitt kvöld, þegar einhver hátíðaliöld voru í skólanum, fann fréttaritari frá Pionerskaya Pravda liann og bauð honum að koma í ritstjórnarskrifstofuna, þar sem flokkurinn gaf út dagblað fyrir skólabörn. „Ég opnaði dyrn- ar og sá, a. m. k. tuttugu böm sitja inni í herberginu. Mér virtist þau ekki líta út fyrir að vera nein- ir sérstakir snillingar, og það voru þau heldur ekki. En þau skrifuðu öll betur en ég. Ætlunin var að flokksbinda mig, draga mig inn, snúa mér. Og ávallt síðan hef ég verið háður ákafri gagnrýni og hlotið mörg högg og þung. Ég er ekki orðinn hörundssár frekar en krókódíll lengur. 6 daga vikunn- ar er ég smánaður, en sjöunda daginn vegsamaður — kannski“. Árið 1931 birtist fyrsta kvæði Dudintsevs á prenti. Fleiri fylgdu á eftir og sögur í blöðum og tíma- ritum. Meðan liann enn var dreng- ur, vann liann þriðju verðlaun í samkeppni, þar sem fullorðnum var heimil þátttaka. Fyrstu verð- laun voru ekki veitt og vel þekkt- ur rithöfundur fékk önnur verð- laun. „Þetta veitti mér talsvert háar hugmyndir um sjálfan mig“, sagði Dutintsev. — „Þessi verð- laun, eins og verðlaun föður míns, ofurseldu mig bókmenntastarfinu. Ég var 16 ára, þegar liér var kom- ið sögu. Ég varð að taka þátt í kvöldlestrum með fullorðnu fólki, og ég gekk í „fullorðins“ fötum. Ég heimsótti einu sinni Leningrad og settist að í skrautbúnu hótel- herbergi. Þegar dyravörðurinn spurði um starf mitt, þá svaraði ég „Rithöfundur“. Ég lærði að drekka með öðrum rithöfundum og, eins og þér vitið, þá notum við stór glös í Rússlandi. Allt þetta hafði mikil áhrif á mig“. Þrátt fyrir þessar bókmennta- freistingar, þá stundaði Dudintsev ekki nám við Gorki-bókmennta- stofnunina. Hann fór í lagadeild háskólans. Hann var óánægður með sjálfan sig og fann að bók- menntaleg fræðsla einvörðungu gat ekki veitt honum þá þekkingu á heiminum og mönnum, sem hann skorti. Jafnvel þá hélt hann áfram að skrifa, mestmegnis sög- ur, sem hann segir nú að séu lítils virði. Svo kom stríðið. Dudintsev var settur í riddaraliðið, sæmdur undirforingjanafnbót og særðist hættulega. Þegar hann losnaði úr sjúkrahúsinu var lionum, sökum æfingar hans, veitt sæti í herrétti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.