Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 52

Félagsbréf - 01.12.1958, Síða 52
Mlréf frá ffoni/ Htnttj 'Sý lyri i'iii í8kII varðandi „rithöfundtnn og fólkiiV EFTIR GORDON WALKER TZ' ÍNVERSKIR menntamenn, sem mestan þátt áttu í stofnun kín- verska kommúnistaflokksins á árunum eftir 1920, liafa nú rekið sig á margs konar hindranir, sem þeim hljóta að þykja afar ískyggi- legar. Meðan á borgarastyrjöldinni stóð, var þeim tekið tveim liöndum af flokksforystunni, og nutu þá allmikils andlegs frelsis. En eftir að kommúnistar náðu völdum í Kína árið 1950, varð hér breyting á. Og þegar farið var að liraða hinni sósíölsku skipulagningu, varð mörg- um heiðvirðum menntamönnum það ljóst, að því er virðist í fyrsta sinni, að þeim var lítið rúm ætlað á öðru stigi byltingarinnar, að minnsta kosti þeim þeirra, seni vildu lialda einstaklingseðli sínu og hafa hugsana- og athafnafrelsi í heiðri. Á síðustu mánuðum hafa þvinganirnar orðið æ harðari. Rithöfund- um, náttúrufræðingum og háskólakennurum, sem dirfðust að gagn- rýna flokksforystuna á miðju síðasta ári, liefur verið stranglega liegnt. Og þeir, sem gerðu sér grein fyrir hinu óumflýjanlega og tóku því, hafa beygt sig, svo sem liér um bil 80 þekktir náttúrufræðingar, sem síðast liðið vor „játuðu“ á sig „borgaralega einstaklingshyggju“: Þeir liafa með öðrum orðum samþykkt þá aðvörun flokksins, að þeir geti einungis notið frelsis svo lengi sem þeir rígbindi sig við áróðursvél flokksins. Hvað það er, sem stjórnin ætlast nú til af menntamönnunum, kemur ef til vill skýrast í ljós í ritstjórnargrein, er birtist nýlega í DagblaSi fólksins í Peking undir fyrirsögninni „Algerlega rauður og fyllilega sérfróður“. 1 upphafi greinarinnar er bent á það, að þótt sumir mennta- menn liafi tekið sinnaskiptum, lialdi aðrir áfrarn í hugsunarliætti ágóða, frægðar og „borgaralegrar einstaklingsliyggju“. Þar stendur meðal annars: „Er það nokkruin erfiðleikum bundið, að gerast bæði rauður og

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.