Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 55
LEIKHCS
Dagbok Önuu Frank
DAGBÓK ÖNNU FRANK er stór viðburður, sem gcrist ekki daglega, ekki einu
sinni árlega í heimi leikmennta. Það er því ekki ofsagt, að okkur nútíma-
mönntun sé það bæði nauðsynlegt og hollt að sjá þennan óvenjulega sjónleik, því
að ltann skerpir ekki aðcins skilning okkar á leiklist og gildi hennar fyrir heim,
sem er reyndar ekki nærri eins siðmenntaður og hann vill vera láta, heldur sýnir
okkur mannlífið jafnt í göfugmennsku sinni sem níðingsskap, jafnt björtustu hliðar
þe6S 8em þær dekkstu. Það er líka undravert, hversu höfundunum er vel lagið
að láta þrengingar þær, sent leikpersónurnar rata í, afhjúpa innsta cðli þeirra og
hugsanir.
Hvort heldur litið er á sjónleik þennan frá andlegu, siðferðilcgu eða listrænu
sjónarmiði eða sent táknmynd eða aðeins sem tilraun á leiksviði, verður niður-
staðan ætíð sú sama: Þetta er snilldarverk, sem býður öllum. ismum og kenningmn
byrginn. Anna Frank fiytur hvorki hráan baðskap, né dregur augljósar ályktanir,
né fellir dóm yfir böðlunt sínum. Hún er of stór til þess. Minni spámenn, sent slig-
aðir eru af þungunt kenningum og kreddunt, hefðu hins vegar bent með titrandi
fingri og skjálfandi röddu á illmennin, sem ofsóttu Gyðinga og niyrtu, og bellt
um leið úr skálum reiði sinnar yfir þá. En það er ekki háttur Önnu Frank frentur
en annarra snillinga og stærri spámanna. Dagbók hennar hefur á sér, fyrir ýmissa
hluta sakir, sterkan helgileikablæ bæði í cinfaldleik sínunt og anda.
Ótal stórmistök sanna, að það er ógerningur að færa skáldsögur í leikritabún-
ing af þeirri einföldu og ágætu ástæðu, að leikrit og skáldsögur eru með svo ólíkti
sniði, að aldrei nokkurntíma hefur getað orðið kápa úr því klæði. Leikskáld stytta
og draga efnið santan, til þess að orsakatengsl verði markvís og skýr og til þess að
einn atburð leiði eðlilega af öðruin. Skáldsagnaltöfundar leysa dæinið ltins vegar
upp og skjóta inn, þegar þess gerist þörf, lýsingum og skýringum, sem mundu
tefja dramatíska rás atburða í leik. Leikskáld verða að segja umbúða- og skýringa-
laust frá því, sem gerist. Láta allt koma fram ýmist í atburðunum sjálfum eða í
þeim orðum, sem þeir leggja persónum sínuin í munn. Ef það nægir ekki t:l að
skýra tilvist pcrsónanna og tilgang, þá hefur þeint ekki tekizt það, sem þeir ætl-
uðu sér.
Að gera leikrit úr öðrum ritverkum en skáldsögum er ekki vandalaust, en það
er þó ekki jafnógerlegt og liitt að sníða skáldsögu þröngan stakk leikforni6Íns. Frá