Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 60

Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 60
58 FELAGSBREF fyrir höfundinn. Einhvern veginn finnst mér líka sem hann sc ekki sem ánægð- astur sjálfur með þessa lausn, því að frásögnin losnar öll í reipunum, þegar sagan á að ná hámarki sínu: lokaátök- unum við tengdamóðurina. Ekki þarf að lesa margar blaðsíður í bókinni til að sjá, að þessi höfundur hefur haldið á penna fyrr. Það er ekki byrjendabragur á frásagnarhættinum, hann er lipur og skeinmtilegur. Engum þarf að leiðast undir frásögn Guðmund- ar Böðvarssonar. Þó er það einkum tvennt, sein orkar tvímælis í stíl og frásagnarhætti. Sagan er, nær því öll, sögð með glaðklakka- legum liæðnishrag, sem nálgast glanna- skap með köflum. Þetta á ekki nærri því alltaf við, eklci sízt vegna þess, að sagan er sögð í fyrstu persónu. Margir þeir atburðir, sem sögumaður segir frá, hljóta að snerta hann svo djúpt og átak- anlega, að liann getur varla sagt frá þeim glottandi, til þess cr liann greini- lega of mikill tilfinningamaður. Honum getur þá varla verið hlátur í liug, enda þótt liann eigi að vera geðsjúklingur. En víða er þessi frásagnaraðferð Guð- mundar afhurða skemmtileg og hnittin. Þá gætir allvíða töluverðrar tilgerðar í stíl, og það fer illa höfundi eins og Guðmundi, sem er manna látlausastur í Ijóði og dagfari. Ber þar inest á óvið- kunnanlegri og óeðlilegri notkun áhend- ingarfornafna. Dæmi: „En í sama bili víkur sér að mér kona sköruleg, sú er vakna kunni sneinmendis ...“ (Bls. 44); ... „var þá líkast sem henni liryti það liagl uf hvörmum sem frægast er“ (18). Slík dæmi eru mýinörg í bókinni. Til- hreytingarlítil og tilgerðarleg er lika of- notkun eftirfarandi orðaraðar nafnorða og lýsingarorða: „... í augum hennar blám“ (30), „... língresið smátt, punt- urinn hlár eða fífillinn prúði“ (40); ... „dót okkar lítið“ (99); „... inn í ham- arinn blá“ (142). Þetta kann nú að þykja smásmuguleg sparðatínsla, og satt er það, að slíkir smáágallar spilla á engan hátt innihaldi skáldverksins. En þeir spilla listrænu útliti þess, rétt eins og fáein ófimleg nálspor spilla áferð fallega útsaumaðs dúks. Enda er þarna greini- lega um ásetningssyndir að ræða, sem auðvelt er að uppræta, smátilgerð, sem auðgert er að venja sig af. Höfundur hefur valið smáþorpið sem umgerð sögu sinnar og lýsir hann því að mörgu leyti vel. Þó er eins og hann njóti sín bezt þegar liann er koininn upp í sveitina fyrir ofan, út í frjálsa nátt- úruna. Við þekkjum skáldið úr Hvítár- síðunni í þessum línum: „Þarna er gam- alt liraun undir og kaldavermsl hingað og þangað í mónum, lítil, hlá augu, með gulum dýjamosa í kring ... Því þegar bláherjalyngið er orðið rautt, seinni hluta sumars og marglit fölnun hefur slegið lauf kjarrhríslunnar “ (9). Af persónulýsinguin leggur höfundur auðvitað mcsta rækt við sögumanninn, málarann. Sagan er skrifuð til að lýsa tilfinningum og sálarlífi þessa einmana og misskilda listamannsefnis, sem gerir sér varla ljósa listamannsköllun sína og berst vonlausri baráttu við strítt og ófrjótt umliverfi og cfann í eigin sál. Sú lýsing er eftirminnileg og það er fengur að henni í bókmenntum vorum. Um aðrar persónur skeytir höf. minna, jafnvel um sjálfa læknisfrúna, tröllkon- una miklu, tæki og vopn illra örlaga. Hún minnir líka ekki lítið á frænku sína, Rauðsmýrarinaddömuna. Sagt er, að Vilhjálmur skáld frá Ská- holti hafi einu sinni sagt við þekktan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.