Félagsbréf - 01.12.1958, Side 63

Félagsbréf - 01.12.1958, Side 63
FELAGSBRÉF 61 rithöfundur. Og fer nú ekki að' liða að því, að hann leggi nóvelluna, „löngu smásögunc“, á hilluna um tíma og snúi sér að löngu skáldsögunni sinni? Hann virðist senn fara að hafa öll beinin til þess. Ragnar Jóhannesson. * Guðmundur Danielsson: HHAF.\nETTA Skáldsaga frá 18. öld, 302 bls., útg. IsafoldarprentsmiSja hf. Það er mikill vandi að skrifa góða bók, og þeim höfundi, sem það hefur tckizt, er stór vandi á liönduin, er hann tekur fyrir næsta verkefni sitt, svo miklur kröfur eru til hans gerðar. Þetta á sér- staklega við um Guðmund Daníelsson að þessu sinni, eftir að „Blindingsleik- ur“ hans koin út fyrir þremur áruni. Sú bók var snilldarverk í skáldsagnagerð, sem skipaði Guðmundi í flokk með okk- ar fremstu rithöfundum, saga er sómi væri að í bókmenntum hverrar þjóðar. Hætt er því við, að hver sá, sem ræðir síðustu bók þessa merkishöfundar grípi til sainanhurðar á þcssuin tveimur verk- um, og varla nema von, þótt sá saman- burður verði kannski ekki cftir því sanngjarn, því að vart er hægt að búast við því, að sami höfundurinn fylgi einu stórviricinu eftir með öðru jafn miklu eða meira á ekki lengri tíma en þrem- ur árum. Um nokkurt skeið liefur það verið á vitorði margra, að Guðinundur Daní- elsson hefði í siníðum skáldsögu um hið svonefnda Schwarzkopfmál, sem fyrir kom á setri sjálfs amtmannsins yfir ís- landi, Bessastöðum, á fyrri hluta 18. ald- ar, er norsk stúlka, Appolonía Schwarz- kopf að nafni, fyrrum heitkona amt- manns, lézt á þann hátt, sem ekki þótti með öllu einleikinn, eftir hér um bil tveggja ára dvöl þar á staðnum. Lék jafnvel grunur á, að henni hefði verið rutt úr vegi með eiturbyrlun, til þess að Niels Fuhrmann amtmaður losnaði við að kvongast henni þrátt fyrir undangeng- inn dóm þess efnis, að hann hefði framið heitrof á Hrafnhettu, en gæti þess i stað tekið sér fyrir ektafrú Karenu Holm, dóttur ráðskonu staðarins. Margt liefur áður um mál þetta verið ritað og enn meira rætt, því að fáar áreiðanlcgar heimildir eru fyrir liendi og því eyðumar margar, dimmar og drungalegar. Þetta ætti þó aðeins að gera efnið ennþá girnilegra fyrir jafn- hagan, sálfræðilegan höfund og Guð- mund Danielsson, og að mínum dómi tekst lionum þetta býsna vel, þótt ég verði að viðurkenna að ég hafi samt búizt við meira, jafnvel þótt Appolonía hafi ekki viljað vitja höfundar, er hann hugðist lieimsækja þá anda, sem enn eiga að svifa uni á Bessastað. Oft liefur Guðmundi Daníelssyni tek- izt afliragðsvel að lýsa hinum huldu andstæðum og tvískinnungi, sem svo tíður er í mannssálinni, þessu dimma og djúpa, sem liver maður vill þó reyna að fela, lýsa þessu þunnig, að það kem- ur manni scnnilega fyrir sjónir, þótt það komi lesandanum oft á óvart fyrir skarpskyggni og áræði höfundarins. En að þessu sinni finnst mér Guðmundur hafa gengið heldur skammt í þessu efni, það er eins og hann gangi út frá of miklu scm gefnu, og þetta gerir söguna svolítið „hillega“. Margt hefur þó Appo- loniu Schwarzkopf verið vel gefið, ann- að en vergirnin, og það þarf mikinn

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.