Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 64

Félagsbréf - 01.12.1958, Blaðsíða 64
62 FELAGSBREF dugnað og kjark af einum kvenmanni að ráðast í íslandsferð í uppliafi 18. aldar. Þeim mun kynlegar kemur það fyrir sjónir, live höfundur lætur liana glúpna í baráttu sinni við maddömu Holm, þegar til Bessastaða er komið. Ekki getur það heldur talizt vænlegt til að vinna hylli elskhuga síns, sem orðinn er manni fráhverfur, að loka sig inni í lítilli stofu og svelta sig í hel. Þá fékk ég ekki heldur skilið, hve mikið gildi Hrafnhetta bindur við vasaklút- inn, sem konungur cr látinn fleygja í hana, þegar hún leitar fundar hans, nema klúturinn eigi að vera hluti af þeim tvíleik, sem sumir gagnrýnendur gera sér nú tíðrætt um. Þá kemur að annarri aðalpersónu sög- unnar, amtmanni Niels Fuhrmann. Hann er talinn liafa verið gáfaður og vel les- inn, keinst til áhrifa og valda, og hon- um er lýst sein framúrskarandi elju- sömum og dugandi embættismanni. Eigi að síður kemur liann mér fyrir sjónir í sögunni sem hálfgerður vingull, er lætur að niiklu leyti stjórnast af þrem- ur konum, sem teygja liann og toga á milli sín. Látum vera þótt liann skreppi öðru hverju upp í hólið til Hrafnhettu, jafnvel eftir að hann hefur ákveðið að ganga ekki að eiga hana, en hann held- ur áfram að skrifa henni bréf og, að því er manni virðist, játa henni ást sína árum saman og þannig leggja upp í hendur hennar skrifleg gögn, sem hon- um gætu orðið að falli. Þessu mætti svara á þann veg að þannig hafi þetta verið, svo mikið segi sagan manni. Gott og vel, en það vantar á, að skýring höf- undar á þessu sálfræðilega fyrirbæri í fari Fuhrmanns sé nógu sannfærandi og djúpstæð. Það er einmitt þetta, seni olli mér dálitlum vonbrigðum, því að ég hefði talið það vera hið sterka svið skáldsins á Eyrarbakkai Guðmundur Daniclsson liefur eigi að síður ritað að þessu sinni bráð- skemmtilegan róman — já, og því ekki það, hressandi og að mörgu leyti ferska skáldsögu um sagnfræðilegt efni, scm að mínu áliti markar nýja og á niargan hátt skemmtilega afstöðu til sagnfræði- legrar skáldsagnagerðar. Og að því leyt- inu gct ég verið sammála vini okkar Helga Sæmundssyni, að þessi saga gæti verið vel fallin til þýðingar á erlend mál. Hvaða höfundur sem er gæti verið fullsæmdur af henni, líka þeir sem heimsfrægðar og metsölu njóta. Tækni Guðmundar Daníelssonar og stíll bregzt ekki, því að „Hrafnhetta“ er í bezta ináta spennandi og hcldur lesandanum föstum við lesturinn allt þar til hann fær í sögulok svar við gátunni, og það svar höfundar er sjálfsagt eins sennilegt og hvert annað. ÞórSur Einarsson. * Jóhann Hjálmarsson: UN’DAMÆGUt FISKAlt Heimskringla 1958. Aftan á bókinni stendur, að Jóhann Hjálmarsson ligfi verið aðeins 17 ára, þegar fyrsta ljóðabók lians kom út. Hún heitir Aungull í tímann. Síðan eru tvö ár, og er hann þá eftir því 19 ára, þegar liann gefur út aðra ljóðabók sína, Undarlega fiska. Þó að ýmislegt sér barnalegt í fyrri bókinni, er þar margt skáldlegra sýna og jafnvel heil ljóð ágæt, eins og í minn- ingu skálds. Var auðséð strax, að hér var skáld að vaxa úr grasi. Tvö ár er stuttur tími á þroskabraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.