Félagsbréf - 01.12.1958, Page 65
FELAGSBREF
63
skálds, jafnvel þótt þau séu unglings-
ár. Eigi aó síður er hér um tvímæla-
lausa framför að ræða, Jóhanni Hjálm-
arssyni hefur aukizt festa og þróttur,
en um leið þýðleiki og næmni. Und-
arlegir fiskar er reyndar ekki eins fjöl-
breytileg og fyrri hókin, en ljóðin eru
yfirleitt heilsteyptari — og það sem
meira er, eigi er annað sýnna en hér sé
að finna hrein listaverk, og á ég þar við
þrjú ljóð, sem hefjast þannig: ÍJngur er
þyturinn (sbr. Félagsbréf nr. 8); í þess-
um húsum eigum viS heima (shr. Félags-
hréf nr. 8) og.Komdu meS sverSin.
Úngur er þyturinn er tær lýrik, tær-
ari en mér virðist ég áður hafa séð í
óhundnu Ijóði. í þessuni húsum--------en
þar er það myndvísi og þróttur, sem
athygli vekur. Myndirnar eru djarfar, en
þungar á bárunni og hverfa eigi skjótt
úr minni. Þegar skáldið líkir saman
nöglunum, sem þeir ncgldu Krist með
á krossinn, og fuglum, sem þjóta um
loftið, hefur liann að vísu ekki í liuga
neina smáfugla, sem „leika, kvaka, fljúga
og synda“. Fuglar þessa skálds eru fyrir-
ferðarmeiri í lofti nútímans.
Komdu með sverðin er þróttmikil og
hvöss ádeila, snjöll að hyggingu. Hún
endar svona:
En ekkert getur lagt okkur að velli
þvi við erum dauðinn við erum
hatur lieimsins
og við munum draga fyrir sól og himin
og skapa liatur enn meira hatur
og senda óttann á ný gegnum skóginn
til að nísta börnin er dansa við
tærar lindir
°g fiskana í hafinu þar sem hlómið grær
og við munum þurrka liróðugir
hlóðug sverðin
°g vita að enn enn höfunt við sigrað.
Og hér eru fleiri athyglisverð og heil-
steypt ljóð, svo sem Djúp eru vötnin:
Djúp eru vötnin
sem geyma liina föllnu
svo djúp
Og kannski af tilviljun
verður okkur litið niðrí þau
og inætum augum þeirra
augum þeirra
Ekki get ég gert að því, að orðmyndin
niðrí stingur mig óþægilega í svo al-
vörumiklu uinhverfi.
Hinu er svo eigi að leyna, að þessi
ljóð eru inisgóð. Sum misheppnast alveg,
og veldur því oft fremur orðaval en
innihald og bygging. Menn í gulum
sjóstökkum væri t. d. gott Ijóð, ef smá-
orðið kannski þrítekið í 3. kafla væri
ekki allt of kæru- og innihaldslítið til
að gegna því lilutverki, sem því er ætl-
að. Ekki fæ ég lieldur séð, að þörf sé
fyrir síðasta kaflann. Auk þessa er ljóð-
inu fengið alltof ríflegt rúm á síðum
hókarinnar. Það hætir ekki ljóð, þó að
þau séu teygð yfir margar síður.
Lágkúruleg orð og orðasambönd spilla
sumum ljóðunum. T. d. verður hin ofur-
litla von endurtekin mörgum sinnum í
fyrsta ljóði hókarinnar heldur svipdauf,
söinuleiðis smáorðið áSan í sama ljóði.
Dimmur vegur á bls. 37 finnst mér helzt
til hversdagslegt fyrir það annars góða
ljóð. Einnig er eitthvað athugavert við
orðasambönd eins og ... einhver, sem
ber hníf í höndum, ... (bls. 33) ... œtl-
arSu þá aS taka sjálfur gröf þína (bls.
10) o. fl.
Sem dæmi um of langt Ijóð nefni ég
Sólþyrstar fálmandi hendur. Fyrri lielm-
ingur þess er sérlega góður, en samt sem
áður finnst mér ástæðulaust að liafa síð-