Félagsbréf - 01.12.1958, Page 66
64
FELAGSBREF
ari helminginn endurtekningu á hinum
nær óbreyttum.
Þessi sparðatínsla nægir. Hún er ekki
gerð til að' niðra skáldinu — skáld eiga
ævinlega að dæmast eftir því bczta, sem
þau gera. Og það væri undarlegt, ef ekk-
ert mætti finna að ljóðmælum 19 ára
manns. Þcssi bók hlýtur að vekja gleði,
en ekki vonbrigði, þeim, sem liorft liafa
bjartsýnum augum til þessa skálds.
Jóbann Hjálraarsson er alvörumaður,
sem mótsagnir og öfugsnúningur heims
og mannlífs orka sterkt á. Á þcssu stigi
verður engu um bann spáð öðru en
góðu. Ef liann í framtíðinni sýnir list-
inni sömu alvöru og áður og kappkost-
ar að vera fyrst og fremst hann sjálfur,
á hann sennilega eftir að gera ineira en
margan órar fyrir.
E. H. F.
Til lélaffsmanna Almcnna bókalólagtiins.
Félatrsmenn bókafélagsins, þeir sem tekið hafa bækur í shirtingsbandi, eru beðnir
að atbui'a, að þetta shirtingsband verður nú lagt niður. Gerð sú af shirting, sem
notuð befur verið, er ófáanleg erlendis. Og þar scm mjög fáir félagsmanna hafa
tekið bækur í sliirting, þótti réttara að liaga þessu þannig, frcmur en taka upp
einhveria nýja gerð shirtingsbands.
Þeir scin eiga Islendinga sögu I í shirtingsbandi, geta fengið eintaki sínu skipt
í afgreiðslu útgáfunnar eða hjá umboðsmönnum.
Tvær slætnar prentvillur slæddust inn á póstspjöld innan á kápu í síðasta hefti
Félagsbréfa. Á fyrra spjaldinu átti að standa 15. október, en ekki 15. ágúst, en á
síðara spjaldinu 1. nóvember, en ekki 1. september. Eru félagsmenn beðnir afsök-
unar á þeim mistökum.