Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 4
fimmtudagur 11. október 20074 Fréttir DV Gæslan á Jan Mayen Hópur starfsmanna Landhelg- isgæslu Íslands fór til Jan Mayen til að kynna sér norska veðurat- hugunarstöð sem þar er rekin. Jan Mayen er eyja sem er staðsett um 600 kílómetra norður af Íslandi. Á Jan Mayen búa átján manns sem starfa við veðurathugunarstöðina. Með í ferðinni var Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, ásamt starfsfólki flugdeild- ar. Tilgangur ferðarinnar var að athuga hvort hægt sé að nota Jan Mayen til millilendinga og elds- neytistöku fyrir þyrlur Gæslunnar. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sektin 140 þúsund 41 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í umdæmi lög- reglunnar á Hvolsvelli í síðustu viku. Sá sem hraðast ók mældist á 155 kílómetra hraða á Suður- landsvegi við Hellu. Sá ökumaður má eiga von á 140 þúsund króna sekt, auk þess að missa ökuleyf- ið í tvo mánuði og fá fjóra punkta í ökuferilsskrá. Þá voru tvö um- ferðaróhöpp tilkynnt til lögregl- unnar á Hvolsvelli. Bifreið valt á Suðurlandsvegi og er bíllinn tal- inn ónýtur eftir veltuna. Ökumað- urinn, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis, slapp við meiðsli. Þá valt jeppabifreið með eftirvagn á Suðurlandsvegi við Skóga eftir að vindhviða feykti honum út af. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en fimm voru í bifreiðinni. Datt af hestbaki Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Hvolsvelli í síð- ustu viku en þær tengjast báðar ölvun og eru þeir til rannsóknar hjá lögreglunni. Á sunnudag datt maður af hestbaki í nágrenni við Hvolsvöll. Við fallið slasaðist hann nokkuð en hann viðbeinsbrotnaði og hlaut aðra áverka og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Lögreglan á Hvolsvelli vill einnig beina þeim tilmælum til foreldra barna að börnin noti hjálm á reiðhjólum. Nokkuð hefur borið á hjálmlausum reiðhjólamönn- um en börn yngri en 15 ára eru skyldug til að nota hjálm. Alcan braut lög Alcan á Íslandi braut gegn lög- um Persónuverndar í aðdraganda kosninga um stækkun álversins í Straumsvík í vor. Tildrög málsins eru þau að Persónuvernd bárust símtöl frá starfsmönnum Alcan þar sem þeir greindu frá því að starfsmenn félagsins hefðu fengið tilmæli um að safna upplýsingum um að minnsta kosti tíu nágranna sína eða vini um skoðanir þeirra á fyrirhugaðri stækkun álversins. Svör einstaklinganna voru rekj- anleg en viðmælendur voru ekki upplýstir um að svör þeirra yrðu skráð niður. Því þótti Alcan brjóta gegn lögum Persónuverndar. HEIMILI Í HÆTTU Mun fleiri íbúðir hafa verið boðnar upp fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma síðustu tvö ár á undan. Samkvæmt tölum frá Lánstrausti voru 325 fleiri íbúðir auglýstar á upp- boði fyrstu níu mánuði þessa árs en fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Guðmundur Ólafsson, hagfræð- ingu og lektor hjá Háskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst, segir að meginástæðan fyrir þessari fjölgun sé lánakerfið hjá bönkunum. Hann segir að kerfið hafi verið of ríflegt og hópur fólks sem fékk lán í fyrsta skipti hafi hreinlega ekki getað staðið undir afborgunum á lánum. Gallað greiðslumatskerfi „Það er áreiðanlegt að einhver hluti þessa hóps ráði ekki við afborg- anirnar. Kerfið er þannig gert að það er tiltölulega auðvelt að svindla á greiðslumatinu. Það eru til dæmi um fólk sem hefur verið að taka lán og fengið tímabundið lánað inn á reikn- inginn sinn til að sýna fram á betri eiginfjárstöðu.“ Hann segir að svo komi í ljós að peningarnir eru ekki fyrir hendi og um hafi verið að ræða upphæð sem gagngert var notuð til að fá betra greiðslumat. „Niðurstaðan úr þessu kerfi er sú að einstaklingum sem ekki geta borgað af lánunum hefur verið veitt lán. Þetta sýnir að það eru göt í þessu greiðslumatskerfi hjá bönkun- um. Þeim er í sjálfu sér alveg sama því það er ríkisábyrgð á þessu og eignirnar eru að veði. Það eina sem hugsanlega getur gerst er að fólkið tapi peningum.“ Vaxtastefnan er rugl Guðmundur segir að vaxtastefna bankanna sé fullkomið rugl og sé til þess fallin að ýta lántakendum yfir í erlend lán. „Þá tekur lántakandinn alla áhættuna af gengissveiflum. Sem stendur eru töluverðar líkur á gengissveiflum. Með því að ýta fólki yfir í erlend lán eru bankarnir að losa sig við áhættu.“ Guðmundur segir að í sumum tilfellum sé það í raun ekki vitlaust að taka lán í erlendum gjaldeyri til skamms tíma. „Þegar farið er að tala um lán til 40 ára er best að taka bara verðtryggt íslenskt lán. Ef við fengjum þrjátíu til fjörutíu prósenta gengisfellingu samhliða því að við tækjum upp evru myndi fólk sitja illilega í súpunni. Þá væri betra að hafa verðtryggt íslenskt lán.“ Nefnd um eflingu kerfisins Í ágúst skipaði Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra nefnd sem hafði það verkefni að fjalla um eflingu húsnæðislánakerfis- ins og lánveitingar. Nefndin átti að móta tillögur sem áttu að miða að því að efla hinn félagslega þátt hús- næðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðarinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. Hún átti einnig að leita leiða til að tryggja aðgengi að lánsfé fyrir þá einstaklinga sem kaupa íbúð í fyrsta sinn. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til Jóhönnu fyrir 1. nóvember. Vöntun á félagslegu húsnæði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hag- fræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, er formaður nefndarinnar og segir hún að vandi þeirra sem eru að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn hafi verið tekinn til skoðunar. „Okkar hlutverk er að koma með tillögur að því hvernig hægt er að auðvelda fólki að komast inn á fasteignamarkaðinn og hvaða leiðir séu til að efla leigu- markaðinn.“ Sigríður vildi ekki tjá sig um þær leiðir sem nefndin hefur rætt um þar sem nefndin er enn að störf- um. Sigríður segir að auk þess hafi verið unnin skýrsla um hina miklu þörf á félagslegu húsnæði. „Það hefur verið knýjandi þörf á félags- legu húsnæði á markaðnum og við létum vinna skýrslu um greiningu á félagslegum aðstæðum þeirra sem eru á þessum biðlistum,“ segir Sig- ríður en sú skýrsla verður kynnt á blaðamannafundi í dag. Auk þess var gerð húsnæðis- könnun um aðstæður fólks á hús- næðismarkaði og er unnið að því að móta tillögur sem miða að því að leysa brýnustu þörfina. EiNar Þór SiGurðSSoN blaðamaður skrifar einar@dv.is 0 500 1000 1500 2000 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Íbúðir á uppboði á Íslandi janúar til september ár hvert Íbúðir á uppboði í reykjavík janúar til september ár hvert 2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007 Heimild: Lánstraust „Friðarsúlan hefði aldrei verið reist nema fyrir það að hún er knúin af hreinni orku,“ sagði Yoko Ono eftir að hafa hlýtt á tuttugu mínútna lang- an fyrirlestur um brennistein og fleira í húsi Orkuveitunnar í gærmorgun. Yoko Ono kom í stórum svört- um jeppa af GMC-gerð. Með henni var nokkuð af fylgdarliði, þar á með- al tveir þreknir lífverðir í svörtum jakkafötum sem fylgdu henni nán- ast hvert fótmál. Einnig var í bílnum ung kona sem stjórnaði lífvörðunum og öðru því sem fram fór. Fjölmiðlum var ekki gefinn kostur á því að ræða við Yoko, en hún stillti sér upp fyrir nokkrar myndatökur. Að jarðfræðifyrirlestrinum lokn- um var boðið upp á morgunverð í anddyri Orkuveitunnar. Eftir það var ferðinni heitið að skoða Hellisheið- arvirkjun. Yoko þáði hvorki morg- unverðinn né skoðunarferð á Hell- isheiði, heldur hraðaði hún sér út í svarta jeppann sem ekið var á brott af öðrum lífvarðanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið í næsta ná- grenni við Yoko Ono síðustu daga, enda hafa Orkuveitan og Reykja- víkurborg staðið við bakið á Yoko í framkvæmdinni við friðarsúluna, allt frá því að hún lýsti yfir áhuga á því að reisa listaverkið hér á landi. „Þetta er allt svo áhrifamikið. Við ættum að fá fleiri lönd til þess að nýta sér jarðvarmaorku,“ sagði Yoko. Á fyrirlestrinum var útskýrt að jarð- varmaorku væri að finna á fjölmörg- um stöðum í veröldinni. Talsverður hópur fólks fór og skoð- Yoko ono hlýddi á jarðfræðifyrirlestur í Orkuveituhúsinu í gær: Hrein orka var skilyrði fyrir friðarsúlunni aði Hellisheiðarvirkjun í hádeginu í gær. „Þetta voru um það bil tuttugu erlendir blaðamenn og svo komu tveir nánir samstarfsmenn Yoko með okkur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykja- víkur. sigtryggur@dv.is ono í orkuveitu Yoko ono gekk inn í hús orkuveitu reykjavíkur og hlýddi á jarðfræðifyrirlestur. Vilhjálmur borgarstjóri var aldrei langt undan. 325 fleiri íbúðir voru auglýstar á uppboði fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er meðal annars afleiðing af gölluðu greiðslumatskerfi, segir Guðmundur ólafsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands og Háskól- ann á Bifröst. 1. nóvember mun nefnd um eflingu húsnæðislánakerfis og lánveiting- ar skila niðurstöðum sínum til félagsmálaráðherra. reykjavík 323 íbúðir voru auglýstar á uppboði í reykjavík fyrstu níu mánuði ársins. Guðmundur ólafsson fleiri íbúðir á uppboði eru meðal annars afleiðing af gölluðu greiðslumatskerfi, segir guðmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.