Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 30
fimmtudagur 11. október 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Margt var í Viðey þegar Yoko
Ono vígði friðarturninn. Yoko,
Ringo, Vilhjálmur borgarstjóri,
Björn Ingi og önnur fyrirmenni
þurftu ekki að ganga grýttan
stíginn að
turninum.
Þegar gestir
streymdu að
bryggjunni
og bátunum
eftir athöfn-
ina vakti at-
hygli að með-
al fólksins var
niðurlútur aðstoðarmaður borg-
arstjóra Jón Kristinn Snæhólm
sem leyndi ekki vonbrigðum sín-
um. Hann var spurður hverju það
sætti að hann kæmi fótgangandi.
Hann sagðist hafa misst af rút-
unni og hefði því þurft að ganga
eins og hver annar aumingi.
Meðal gesta á bryggjunni voru
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
og fleiri. Þeim sem heyrðu til að-
stoðarmannsins var brugðið yfir
fúllyndi hans vegna þess eins að
þurfa að ganga að bryggjunni, rétt
eins og flestir aðrir gestir gerðu,
með bros á vör.
n Orkuveitan var spör á orkuna í
Viðey þegar gestir gengu að há-
tíðarsvæðinu og einkum þegar
gestir gengu
til skips eftir
samkomuna.
Þá var dimmt
og grýttur
göngustígur
var ekki upp-
lýstur. Blys
höfðu verið
sett meðfram
stígnum en ekki var kveikt á þeim.
Við hina hlið stígsins lá jólasería
sem markaði jaðar stígsins en
lýsti ekki gestunum, sem reyndar
kvörtuðu ekki, enda flestir með
frið og ró í huga og hjarta. Eiríkur
Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi
Orkuveitunnar, var mest áberandi
starfsmanna veitunnar og minnti
á þaulreyndan öryggisvörð.
n Alþingismenn borða í ein-
hverju dýrasta mötuneyti sem
til er en kostnaður við það var
um 700 milljónir með öllu. Föst
sætaskipan hefur myndast þar
sem hver þingflokkur hefur sín
borð, allt eftir stærð flokkanna.
Innst í matsalnum hefur þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins
komið sér fyrir. Búið er að setja
upp glerskilrúm til að marka
svæði þeirra
frá borð-
um annarra
þingmanna.
Að auki skera
þingmenn
Sjálfstæðis-
flokksins sig frá hinum þar sem
borðin þeirra eru hulin hvítum
dúk, en aðrir hafa ekki dúk á
sínum borðum.
Hver er konan?
„Ég er kona sem er búin að vera í
þessum heimi í fimmtíu og þrjú ár
og er mjög glöð með það og reyni að
leggja mitt af mörkum til að gera hann
svolítið skemmtilegri.“
Hvar ólst þú upp?
„Ég er fædd Siglfirðingur, bjó á Ak-
ureyri um tíma og svo í Kópavogi en
ætli ég líti ekki á mig sem suðvestur-
hornsbúa.“
Hvað drífur þig áfram?
„Leitin að gleðinni. Svo er ég ófor-
betranlegur frumherji. Það eru svo
margar góðar hugmyndir sem þarf að
framkvæma og ég legg mitt af mörk-
um.“
Hver eru þín áhugamál?
„Tölvur og internetið. Ég reyni að
læra eitthvað nýtt á hverjum degi, alla-
vegana þrjá nýja hluti á dag. Svo hef ég
mikinn áhuga á vinkonum mínum og
fjölskyldunni og þykir ofsalega gott að
fara út að labba eða synda. Borða góð-
an mat og vera til akkúrat núna.“
Hvað kom til að þú byrjaðir í
sjónvarpi?
„Ég sótti um sem þula hjá sjón-
varpinu fyrir þrjátíu og sjö árum. Örfá-
um árum síðar var ég farin að stjórna
útsendingum.“
Eftirminnilegasta augnablikið á
starfsferlinum?
„Á þrjátíu og sjö ára starfsferli er
ótalmargt sem kemur upp í hugann.
Það er kannski viðeigandi að nefna
leiðtogafundinn en nú eru um tut-
tugu og eitt ár síðan leiðtogafundur-
inn í Höfða var. Reagan og Gorbatsjov
komu hingað með engum fyrirvara.
Ég heyrði bara tilkynningu í útvarp-
inu er ég stóð heima með tvö börn í
baði og smákökur í ofninum. Ég henti
smákökunum, hringdi strax í mömmu
sem tók börnin og flutti niður í Höfða
í tíu daga.“
Hvað kom til að þú varðst
sjónvarpsstjóri ÍNN?
„Ég ákvað að taka þetta verkefni
að mér fyrir Ingva Hrafn aðaleiganda
ásamt þeim Katrínu Ingvars sem var á
Stöð 2 og Krístínu Örnu sem hefur ver-
ið viðloðandi kvikmyndabransann og
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
+7
1
+9
1
xx
xx
xx
xxxx
+7
4
xx
+5
1
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+10 1
xx
xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+10
7
xx
+8
1
+10
4
+9
4
+11
7
+11
7 xx
xx
xx
xxxx
xx
+9
7
xx
xx
xx
+10
7+11
7
+9
4
xx
xx
xx
xx
xx
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
margar góðar
hugmyndir bíða
Maríanna Friðþjófsdóttir,
sjónvarpsstjóri ÍNN, stendur í ströngu þessa
dagana. Það er engin furða því útsendingar
stöðvarinnar hefjast aftur á morgun, föstudag,
eftir nokkurt hlé. maríanna hefur starfað við
sjónvarp í þrjátíu og sjö ár, bæði hér heima og í
danmörku.
er núna að stjórna Áramótaskaupinu.
Þetta er mjög spennandi verkefni og
mjög aðdáunarvert hjá Ingva Hrafni
sem leggur í þetta af nennu og kjarki.
Útsendingar verða frá klukkan 20 til
22 alla mánudaga til föstudaga og er
einungis um íslenska dagskrárgerð að
ræða. Við ætlum að segja söguna eins
og hún er núna þannig að þetta verður
svona samtímaspegill.“
Hvaða þættir verða á boðstólum?
„Randver Þorláksson ætlar að
stjórna menningar- og listaþætti.
Ólína Þorvarðardóttir verður með
umræðuþátt aðra hverja viku en við-
mælendur eru einungis konur. Hinn
skeleggi og pólitíski þáttur Hrafna-
þing verður á sínum stað. Margrét Frí-
mannsdóttir verður auk þess með þátt
um það sem henni er hugleikið hverju
sinni. Ég verð með þátt sem heitir Dót-
ið okkar en í þættinum ætla ég að taka
fyrir allt þetta dót sem við erum að
nota; iPod, síma, safapressur og fleira.
Þetta er einungis brot af þeim þáttum
sem við ætlum að bjóða upp á í vetur.
Þættirnir verða sýndir á Digital Ísland
á rás 20 en einnig verður hægt að nálg-
ast þættina á visir.is.“
Af hvaða verkefni ertu stoltust?
„Ég er stoltust af því að hafa orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að gera fólki
kleift að komast inn í bransann. Ég
lít stundum á það verkefni sem lítið
gróðurhús fyrir nýtt fólk. Þetta er mitt
hjartans mál, sérstaklega þegar konur
eiga í hlut.“
Hvað er fram undan?
„Það er að fylla þessa holu af nýju
efni sem við erum að opna á föstu-
daginn. Í langan tíma hefur allt miðast
við þennan föstudag og ég er svona að
reyna að hafa það hugfast að það kem-
ur nýr dagur eftir föstudaginn.“
1 haustrigning Það getur verið hlýtt og jafnvel ekkert vindasamt
hérna á haustin. Vandamálið er
bara hversu blautt íslenska haustið
er. Þess vegna
er um að gera
að fara í stutt
frí, helst á stað
þar sem er
ennþá sól og
blíða. Stundum
þarf að fara
dálítið langt en
það getur verið
fyllilega þess virði til að leyfa sól-
inni að leika við líkamann og hita-
stiginu að gera mann meyran. Þess
vegna getur verið full ástæða til að
fara til útlanda.
2 alþingi Þingmennirnir eru komnir aftur úr alltof löngu
sumarfríi sínu og sjá nú tækifæri
til að tappa af munnræpunni sem
þeir hafa ekki fengið neina útrás
fyrir í allt sum-
ar. Þingfundir
eru sendir út
í beint bæði í
sjónvarpinu og
á netinu. Hvers
vegna ekki að
setjast niður
fyrir framan
sjónvarpið
með kaffi og vínarbrauð og hlusta á
kjörna fulltrúa okkar ræða landsins
helstu nauðsynjamál? Þetta eru jú
okkar fulltrúar og einhver verður
að hafa auga með þeim.
3 styttri bið Jólin eru kannski ekki alveg á næsta leiti en það fer
að styttast í þau. Nú er tveir og hálf-
ur mánuður til jóla og einhverjir án
efa orðnir óþreyjufullir. Langir, erf-
iðir og leiðinlegir dagar á skrifstof-
unni verða ekki til að stytta biðina.
Hins vegar líð-
ur tíminn alltaf
hraðar í fríi.
Þess vegna er
kjörið að fara í
frí og njóta lífs-
ins, vitandi að
þá verður biðin
eftir jólunum
ekki jafn löng...
sálarlega.
4hvíld Sumarfrí eru ágæt til síns brúks. Hins vegar vill hasarinn
oft verða mestur þegar komið er
fram á haust. Þá eru allir að snúa
aftur úr sumarfríum og þjóðfélagið
sem var í móki í allt sumar vaknar
til lífsins svo um munar. Þannig
getur það tekið fullmikla kippi svo
öll hvíld sumarsins fýkur út í veð-
ur og vind þegar stressið, hraðinn
og kröfuharkan eykst dag frá degi.
Þá getur verið gott að kúpla sig úr
þessu og taka sér gott frí til að draga
djúpt andann.
ástæður til
að fara í
haustfrí4