Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 15
DV Sport fimmtudagur 11. október 2007 15 Sport Fimmtudagur 11. október 2007 sport@dv.is Stefán Þórðarson er kominn heim Stemming í Bergen Ólafur JÓhannesson er hættur sem þJálfari bikarmeist- ara fh. við starfi hans tekur heimir guðJÓnsson sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Ólafs undanfarin tvö ár. bls. 17. Einhver feitasti bitinn á leik- mannamarkaðinum, Grétar Sig- finnur Sigurðsson, hefur samkvæmt heimildum DV ákveðið að velja KR í stað Vals. Mun hann því halda aftur á heimaslóðir en Grétar er uppalinn KR-ingur. Hann lék með félaginu upp alla yngri flokkana en fékk fá tækifæri þegar annar flokkur var búinn. Hann var meðal annars lánaður til Sindra í Hornafirði. Eftir að hafa meiðst illa fór hann til Víkings þar sem hann sýndi mátt sinn og megin. Hann sló í gegn með liðinu en féll með Víking- um árið 2005. Eftir að hafa gefið það út að hann vildi halda áfram að spila í efstu deild fór hann til Vals í lán. Náðu hann og Atli Sveinn mjög vel saman í miðvarðarstöðunni. Valsmenn vildu fá Grétar aftur enda ekki vitað hvort Barry Smith muni leika með liðinu á næsta tímabili. Grétar náði aldrei að sanna sig með KR og vitað var að hann vildi gera það og mun hann fá tækifæri til þess næsta sumar. Grétar mun hins vegar ekki geta gengið til liðs við KR fyrr en í lok þessa árs, nema að KR- ingar greiði samning hans upp við Víkinga. Samningurinn rennur út 31. desember. Grétar var lykilmaður í liði Vík- inga í sumar sem þurfti að bíta í það súra epli að vera það lið sem féll úr deildinni. Hann var fyrirliði liðsins og leiðtogi. Grétar mun mæta mik- illi samkeppni í KR-liðinu en Gunn- laugur Jónsson, Pétur Marteinsson og Tryggvi Bjarnason gera allir tilkall til miðvarðarstöðu liðsins. Eins og lesa má á blaðsíðu 16 verður Logi Ólafs- son líklega áfram með liðið og ætti því ekki að vera í vandræðum með að fylla þær tvær stöður. benni@dv.is Samkvæmt heimildum DV hefur Grétar Sigurðsson ákveðið að leika með KR næsta sumar: GRÉTAR VALDI KR FRAM YFIR VAL hættur Á leið í heimahagana grétar Sigurðsson valdi kr fram yfir Val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.