Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 18
fimmtudagur 11. október 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Fram heFur haFt samband við Þorvald Þjálfaramál úrvalsdeildarliðs fram í knattspyrnu hafa verið í brennidepli að undanförnu, eftir að ólafur Þórðarson var látinn taka pokann sinn. brynjar Jóhannesson, framkvæmda- stjóri fram fótboltafélags, sagði í gær að málin myndu skýrast í vikunni. „Það er ekkert komið á hreint ennþá. Við erum með menn í sigtinu og erum að fara yfir hlutina,“ sagði brynjar. eftir brotthvarf ólafs frá fram fór af stað orðrómur um að fram hafi sett sig í samband við Jesper tollefsen, þjálfara Leiknis reykjavíkur. brynjar sagði að það væri ekkert hæft í því. Hins vegar hafa framarar sett sig í samband við Þorvald Örlygsson, sem þjálfaði fjarðabyggð á síðasta tímabili. Þorvaldur sagði í samtali við dV í gær að hans mál myndu skýrast um helgina. „Ég mun skoða mín mál um helgina. Það hefur verið haft samband við mig frá fram en ég er ekki búinn að hitta þá. Ég reikna með að ræða við þá um helgina,“ sagði Þorvaldur. „Ég hef ekki rætt við nein önnur lið. Ég var að spá í hvort ég ætti að vera áfram fyrir austan og á meðan ræddi ég ekki við önnur lið. Það kemur ýmislegt til greina með hvað ég muni gera,“ bætti Þorvaldur við. ólafur Þórðarson er staddur erlendis og sagði í gær að ekkert væri komið á hreint í hans málum. Nokkur lið hafa sett sig í samband við ólaf en ekkert verður frágengið fyrr en hann kemur aftur til Íslands. Næsti þjálfari fram verður níundi þjálfari liðsins frá árinu 2000. einu þjálfararnir sem hafa stýrt liðinu í meira en eitt ár eru kristinn r. Jónsson og ólafur Helgi kristjánsson. Jónas Guðni opinn Fyrir öllu Jónas guðni Sævarsson fyrirliði keflavíkur hefur verið orðaður við brottför frá liðinu. Samningur hans rennur út eftir næsta tímabil en stóru liðin hér á landi hafa öll komið með fyrirspurnir til keflavíkur sem hefur verið vísaðar frá. „málið er það að ég hef ekkert heyrt í neinum en það eru einhver lið sem hafa haft samband við keflavík og spurst fyrir um mig, hvort þeir mættu tala við mig. keflavík hefur alltaf vísað því á bug og ég hef ekkert fengið að ræða þau mál. eins og staðan er í dag þá er ég opinn fyrir öllu og maður er tilbúinn að skoða ýmislegt. en eins og staðan er í dag þá hef ég ekki fengið að ræða við neinn. Þetta er bara í höndunum hjá stjórninni.“ kristján guðmundsson þjálfari keflavíkur verður áfram með liðið en hann samdi nýverið við liðið til þriggja ára. Þá er líklegt að guðmundur Viðar mete fari ekki erlendis en blikur voru á lofti að það gæti gerst. „Hallgrímur Jónasson er kominn heim frá belgíu, hann fékk ekki samningstilboð. Þannig þetta er allt í biðstöðu. Það er ekki alveg útséð með Símun. Hann er bara á láni og það hefur ekki borist neitt kauptilboð í hann þannig hann gæti vel komið aftur heim. Þá erum við í raun bara búnir að missa tvo leikmenn þannig við erum með sterkt lið ef við höldum okkar mannskap. ef við gerum það og byggjum ofan á það sem kristján hefur verið að gera hér undanfarin þrjú ár þannig það er ekkert nema spennandi tímar frammundan eins og staðan er í dag. en við erum enn bara í október og það eru einhverjir átta mánuðir í mót þannig það getur margt gerst á þeim tíma,“ sagði Jónas sem myndi sóma sér í hvaða liði sem er enda frábær fótboltamaður. Tveir nýliðar í A-landsliði kvenna Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er á leið á æfingamót og hópurinn var valinn í gær: Júlíus Jónasson, landsliðsþjálf- ari kvenna í handbolta, hefur valið 16 manna hóp fyrir æfingamót sem fram fer í Hollandi dagana 17.-21. október. Tveir nýliðar eru í lands- liðinu, þær Sara Sigurðardóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmenn Fram. Rakel Dögg Bragadóttir er eina Stjörnustúlkan í landsliðinu. Elísa- bet Gunnarsdóttir á við meiðsli að stríða og Sólveig Lára Kjærnested gefur ekki kost á sér vegna anna í námi. Þrjár reynslumiklar landsliðs- konur eru ófrískar, þær Ágústa Björnsdóttir og systurnar Drífa og Hrafnhildur Skúladætur. Þá gefur Guðbjörg Guðmannsdóttir ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Berglind Íris Hansdóttir, Val, og Íris Björk Símonardóttir, Gróttu, eru markverðir landsliðsins og Júlíus landsliðsþjálfari segir að úrvalið af íslenskum markvörðum sé af skorn- um skammti. „Það eru margir erlendir leik- menn í marki í deildinni og ég tel þær tvær vera bestu markmennina. Þó að haustið hjá Írisi hafi verið að- eins erfiðara en áður tel ég þær vera bestu markverðina eins og staðan er,“ segir Júlíus. Ísland spilar fjóra leiki á mótinu í Hollandi. 18. október mætir Ísland heimamönnum, daginn eftir eru það Japanir sem mæta Íslending- um, 20. október mætir Ísland Spáni og sunnudaginn 21. október er leikið um sæti. Æfingamótið í Hollandi er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir und- ankeppni EM sem fram fer í Litháen í næsta mánuði. dagur@dv.is nýliði Þórey rósa Stefánsdóttir, leikmaður fram, er annar tveggja nýliða í landsliðshópnum. a-landslið kvenna: markmenn berglind Íris Hansdóttir val Íris björk Símonardóttir Gróttu aðrir leikmenn anna Úrsúla guðmundsdóttir Gróttu eva margrét kristinsdóttir Gróttu arna Sif Pálsdóttir hK auður Jónsdóttir hK rut Jónsdóttir hK Ásta birna gunnarsdóttir Fram Sara Sigurðardóttir Fram Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram Þórey rósa Stefánsdóttir Fram dagný Skúladóttir val Hildigunnur einarsdóttir val ragnhildur guðmundsdóttir Fh rakel dögg bragadóttir stjörnunni Hanna g. Stefánsdóttir haukum n1-deild kvenna Staðan Lið L u J t m St 1. fram 5 4 1 0 139:96 9 2. Valur 4 4 0 0 109:68 8 3. Stjarnan 4 3 1 0 114:64 7 4. grótta 4 3 0 1 97:77 6 5. Haukar 4 2 0 2 108:87 4 6. fylkir 4 1 0 3 81:101 2 7. Hk 5 1 0 4 104:134 2 8. fH 5 1 0 4 104:143 2 9. akureyri 5 0 0 5 79:165 0 Stjarnan gerði góða ferð á Ásvelli í Hafnarfirði í gær og lagði Hauka að velli 18-16. Stjarnan var lengi í gang í leiknum en firnarsterkur varnarleikur liðsins í síðari hálfleik skóp sigurinn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti. Haukar komust í 11-4 þegar um tuttugu mínútur voru bún- ar af leiknum. Ef ekki hefði verið fyr- ir stórleik Florentinu Stancin í marki Stjörnunnar hefði Haukaliðið líklega gert út um leikinn. Í stöðunni 11-4 var Stancin búin að verja fjórtán skot og Helga Jónsdóttir varamarkvörð- ur þrjú. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði sjö af ellefu mörkum Hauka fyrstu tuttugu mínúturnar en þurfti þá að fara af velli vegna bakmeiðsla og við það datt botninn úr leik Hauka. Stjarnan hóf að saxa á forskot Hauka og staðan í hálfleik var 11-9, Haukum í vil. sterk vörn stjörnunnar Jafnræði var með liðunum í upp- hafi síðari hálfleiks en smátt og smátt náðu Stjörnustúlkur undirtökunum. Vörn Stjörnunnar var feykilega sterk og Haukar áttu engin svör. Haukar komust í 15-14 þegar um tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Í kjölfarið fylgdi sextán mín- útna kafli þar sem Haukar náðu ekki að skora eitt einasta mark og Stjarn- an sigldi fram úr, þrátt fyrir að sókn- arleikur Stjörnunnar væri ekki upp á marga fiska. Stjarnan skoraði næstu fjög- ur mörk og breytti stöðunni í 15-18. Haukastúlkur komust lítt áleiðis í sínum sóknarleik og þau skot sem á markið komu varði Stancin. Svo fór að Stjarnan hrósaði sigri, 18-16, og það var fyrst og fremst varn- arleikur Stjörnunnar sem skóp sigur- inn. Sóknarleikur beggja liða var sla- kur í heildina, eins og lokatölur bera með sér. Gríðarlega stoltur af varnar- leiknum „Við byrjuðum þennan leik mjög vel varnarlega og svo kom kafli þar sem sóknarleikurinn hvorki gekk né rak. Dómgæslan í fyrri hálfleik var líka katastrófa. Það voru atriði í leikn- um þar sem þær tóku fimm, sex, sjö skref og ekkert dæmt. Vítadómar og annað slíkt. Svo jafnaðist það og við komumst aftur inn í leikinn. Varnarleikurinn var frábær síðustu sjö, átta mínúturnar í fyrri hálfleiknum og svo bara út leik- inn. Þannig að ég er gríðarlega stolt- ur af varnarleiknum en það er margt sem við getum unnið í og lagað, eins og sást á sóknarleiknum,“ sagði Aðal- steinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunn- ar. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrir- liði Stjörnunnar, tók í sama streng og þjálfari hennar. „Varnarleikurinn lagði grunninn. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður. Mér fannst varnarleikurinn fyrstu tuttugu mínúturnar reyndar mjög slakur. Við vorum bara heppnar með hvað Flora varði vel. En við náðum að fínpússa þessi mistök sem við gerð- um. Vörnin lagði klárlega grunninn að sigrinum,“ sagði Rakel. „Ég get ekki áttað mig á því hvað klikkaði í sóknarleiknum. Það var mikið af ótímabærum skotum en við nýttum heldur ekki færin. Við feng- um fín hornafæri, hraðaupphlaup og gegnumbrot sem við nýttum ekki nógu vel. Það var eins og við værum óöruggar. Við eigum samt ekkert að vera óöruggar en það var eitthvað að klikka í dag,“ sagði Rakel en bætti við að ef Stjarnan næði að spila eins góð- an varnarleik og í gær væru allir veg- ir færir. „Við ættum að geta klárað flest liðin ef við náum að spila sextíu mínútur svona vel. Í dag voru það bara fjörutíu mínútur og sem bet- ur fer dugði það. Það er klárt mál að við þurfum að laga sóknarleikinn og tengja þetta allt saman ef við ætlum að vinna þennan titil,“ sagði Rakel að lokum. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leik- maður Hauka, var ósátt við tapið. „Skorið í þessum leik er ekki hátt, hjá hvorugu liði. Stjarnan gat ekkert í fyrri hálfleik og við ekkert í seinni hálfleik. Markvarslan var fín, vörnin var fín en við þurfum að vinna í sóknar- leiknum. Við vorum alltof óskynsam- ar. Við gerðum alveg fína hluti inn á milli í sókninni en við þurfum aðeins að fínpússa okkar leik,“ sagði Hanna Guðrún. daGur sveinn daGbJartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is STjöRnuvöRnin SkÓp SiguR Stjarnan er í þriðja sæti N1-deildar kvenna eftir sigur á Haukum á úti- velli, 18-16. Haukastúlk- ur voru yfir í hálfleik en skoruðu aðeins fimm mörk í síðari hálfleik gegn firnasterkri vörn Stjörnunnar. lýsandi fyrir leikinn inga fríða tryggvadóttir, leikmaður Hauka, er hér í heljartökum varnar- manna Stjörnunnar, þeirra Ástu agnarsdótt- ur og alinu Petrache. Haukar - stjarnan 16-18 Mörk Hauka (víti): Hanna g. Stefánsdóttir 8 (5), Nina k. björnsdóttir 3, ramune Pekarskyte 2, Harpa melsted 2, erna Halldórsdóttir 1. Varin skot (víti): Laima miliauskaite 18. Mörk Stjörnunnar (víti): rakel d. bragadóttir 8 (6), Ásdís Sigurðardóttir 3, Ásta agnarsdóttir 3, Sólveig L. kjærnested 2, alina Petrache 2. Varin skot (víti): florentina Stancin 20, Helga V. Jónsdóttir 3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.