Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 8
fimmtudagur 11. október 20078 Fréttir DV Sífellt fleiri flóttamenn sem flýja ástandið í Írak fá hvergi sama- stað. Talið er að um hundrað þús- und manns flýi stríðsátök í landinu í hverjum mánuði. Ellefu héraðsstjór- ar í Írak hafa tekið það til bragðs að takmarka aðgang flóttamanna sem flýja ofbeldi annars staðar í landinu vegna skorts á aðbúnaði. Andrew Harper, yfirmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna segir þetta ástand skapa mikla ólgu í landinu en um 2,2 milljónir manna vantar nú viðvarandi sama- stað í landinu. Að auki hafa aðrar 2,2 milljónir manna flúið landið til ná- grannalandanna síðan Bandaríkja- menn leiddu innrás inn í Írak árið 2003. Ellefu af átján héraðsstjórum í landinu hafa í auknum mæli annað- hvort bannað fólki að koma inn í hér- aðið eða takmarkað möguleika þess til að lifa sómasamlegu lífi með því neita því um mat og menntun. „Það er engin lausn í sjónmáli. Möguleikar Íraka á öruggu umhverfi eru hverfandi og hvert sem þeir fara er fyrir mikill fólksfjöldi og erfið- ar aðstæður,“ segir Andrew Harper. Harper segir þetta stærsta verkefni Sameinuðu þjóðanna eins og staðan er núna. Í Diyala-héraði eru þúsund- ir fjölskyldna sem hjálparstarfsmenn hafa ekki getað aðstoðað vegna átaka. Landamæri annarra landa eru flest að lokast fyrir frekari flóttamanna- straumi þar sem þau hafa ekki getu til þess að taka við fleiri flóttamönn- um. Hér fyrir ofan má sjá hversu margir Írakar hafa fengið hæli í ná- grannalöndunum. vidar@dv.is Smíða ekki kjarnasprengju Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær, eftir fund með Nicol- as Sarkozy Frakklandsforseta, að Rússar hefðu engar upplýsingar um að Íranar væru að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Forset- arnir ræddu málefni Írans á fundi sínum og sagði Pútín að kjarnorku- áætlun Írana yrði að vera gagnsæ svo enginn þyrfti að óttast að þeir kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Tilgangur Sarkozys með heim- sókninni er meðal annars að bæta samskipti Frakka og Rússa eftir að hann sakaði þá síðarnefndu um að flækja ýmis mál á alþjóðavettvangi. Slagsmál á sendiráðslóð Til átaka kom við kínverska sendi- ráðið í Nýju-Delí á Indlandi í gær þegar um 40 manns frá Tíbet efndu til mótmæla þar. Búddískir munk- ar og nunnur auk tíbeskra ung- menna fóru inn á lóð sendiráðsins. Starfsmenn sendiráðsins brugðust ókvæða við og hófust þegar handa við að koma fólkinu út af sendi- ráðslóðinni. Þá kom til handalög- mála og börðu lögreglumenn og sendiráðsstarfsmenn fólkið sem hafði farið inn á lóðina í leyfis- leysi. Mótmælendur kröfðust þess að Kínverjar hættu að skipta sér af innbyrðismálum búddista. Ömmustelpa látin ræna Bandarísk amma hefur verið ákærð fyrir að láta fjögurra ára gamalt barnabarn sitt hjálpa sér við búðahnupl í Marylandríki í Bandaríkjunum. Öryggisverðir sáu á eftirlitsmyndavélum þar sem amman lét fjögurra ára gamla stúlkuna setja margvíslega hluti í dúkkuvagn sinn. Þegar konan reyndi að fara út úr búðinni með varninginn var hún stöðvuð. Konan hefur verið ákærð fyrir búðahnupl og einnig fyrir að hafa misnotað sér sakleysi og traust ungu stúlkunnar. Talið er að stúlkan hafi haldið að um einhvers konar leik væri að ræða. Ekki hEfnd hEldur réttlæti Neyðarástand er fram undan í Írak ef ekkert verður að gert: hvErgi Skjól fyrir flóttamEnn Flóttamenn í vanda Sífellt fleiri flóttamenn lenda í vanda og finna sér ekki samastað. „Við komum ekki í veg fyrir glæpi með blóðsúthellingum eða með rík- isrekinni hefndarstefnu heldur með réttlæti,“ sagði José Sócrates, forsæt- isráðherra Portúgals, við setningu ráðstefnunnar Evrópa gegn dauða- refsingum í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Þar voru samankomn- ir fulltrúar fjölmargra Evrópuríkja til að vekja fólk til umhugsunar um dauðarefsingar og berjast gegn því að þær yrðu teknar upp á ný. Pólverjar á móti Pólverjar settu sig einir ESB- ríkja á móti Evrópudeginum gegn dauðarefsingum sem haldinn var í fyrsta skipti í gær. Tilgangurinn með deginum er að berjast gegn dauða- refsingum og hvetja til þess að þau ríki sem nú þegar heimila eða beita dauðarefsingum hætti því. Til stóð að Evrópudagurinn gegn dauðarefsingum, sem er angi af al- þjóðadeginum gegn dauðarefsing- um sem haldinn var í fimmta skipti í gær, yrði haldinn á vegum Evrópu- sambandsins. Ekkert varð þó af því þar sem Pólverjar settu sig upp á móti því. Andstaða Pólverja dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Evrópudagurinn gegn dauðarefs- ingum yrði haldinn. Hún varð þó til þess að dagurinn var haldinn á veg- um Evrópuráðsins en ekki Evrópu- sambandsins. Evrópuráðið er vett- vangur 47 Evrópuríkja til að vinna að mannréttindum. Dauðarefsingar og líknardauði Ein af meginreglum Evrópusam- bandsins hefur verið sú að dauða- refsingar eru bannaðar í aðildar- ríkjum þess. Þannig hefur það verið árum saman og þurfa öll aðildar- ríki sambandsins að fylgja þessari reglu. Þessu hafa pólsk stjórnvöld sett sig upp á móti. Þarlendir ráða- menn vilja taka upp dauðarefsingar. Á síðasta ári kallaði pólski forsetinn, Lech Kaczynski, eftir því að Evrópu- sambandið heimilaði dauðarefs- ingar á ný. Því var fálega tekið. Andstaða Pólverja við Evrópu- daginn gegn dauðarefsingum mark- ast þó ekki aðeins af vilja þeirra til að taka upp dauðarefsingar. Þeir voru ekki síður ósáttir við að dag- urinn væri ekki notaður til að berj- ast gegn fóstureyðingum og líknar- drápi. Pólski dómsmálaráðherrann Andrzej Duda sagði í síðasta mán- uði að ef Evrópusambandið ætlaði að styðja daginn gegn dauðarefs- ingum ætti það að gera slíkt á breið- Dauðarefsingar má aldrei taka upp aftur þar sem þær hafa verið bannaðar, sagði Terry Davis, framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, á fyrsta Evrópudeginum gegn dauðarefsingum. Öll aðildarríki Evrópusambandsins nema eitt studdu að efnt væri til dagsins. Pólverjar sem vilja taka upp dauðarefsingar settu sig upp á móti deginum. „Við verðum að ræða við fólk og sýna því fram á hvers vegna dauðarefsing er röng aðferð, hvers vegna hún var gerð útlæg og hvers vegna við eigum að sjá til þess að svo verði áfram.“ Dauðarefsingum mótmælt andstæðingar dauðarefsinga söfnuðust saman á bastillutorginu í París í gær til að mótmæla dauðarefsingum í Íran. Íraskir flóttamenn sýrland 1,4 milljónir Jórdanía 750 þúsund egyptaland 100 þúsund Íran 54 þúsund líbanon 40 þúsund tyrkland 10 þúsund Án samastaðar 2,25 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.