Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 6
fimmtudagur 11. október 20076 Fréttir DV
FRAMTÍÐ
MEIRIHLUTANS
VELTUR Á
BIRNI INGA
Áhrifafólk í flokkum
gamla Reykjavíkurlistans
hefur þegar átt óformlegar
viðræður um að endur-
vekja R-listann. Gjá hefur
myndast milli Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar-
flokks í borginni. Verði R-
listinn endurvakinn á
Björn Ingi möguleika á
æðstu metorðum. Á meðan
á Sjálfstæðisflokkurinn
möguleika á samstarfi með
Margréti Sverrisdóttur.
Margrét tilheyrir nú Ís-
landshreyfingunni og
óljóst er hvort viðlíka sam-
starf getur gengið.
„Hvernig getur umræðan ver-
ið stjórnlaus, spyr ég. Og hver
á að stjórna þeirri umræðu
þannig að hún sé sjálfstæðis-
mönnum þóknanleg?“
Áhrifamenn í flokkum gamla Reykja-
víkurlistans áttu óformlegar sam-
ræður í gær um endurvakningu R-
listans. Í ræðum sínum á aukafundi
um Reykjavik Energy Invest í borgar-
stjórn í gær opnaði Björn Ingi á sam-
starf við Samfylkinguna. Gjá hefur
myndast milli Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-
isflokksins er í heljargreipum af ótta
við það að Birni Inga snúist hugur
og gangi í það að endurreisa Reykja-
víkurlistann. Björn Ingi hefur nokk-
ur spil á hendi. Hann getur unnið
áfram í meirihluta og komist þannig
til frekari metorða innan Framsókn-
arflokksins. Hann á líka möguleika á
að bíða algjöran pólitískan ósigur.
Á sama tíma getur Sjálfstæðis-
flokkurinn, með sinn sterka hlut úr
síðustu kosningum, náð Margréti
Sverrisdóttur á sitt band og hald-
ið ótrauður áfram. Margrét tilheyr-
ir nú Íslandshreyfingunni. Hún sit-
ur í borgarstjórn á meðan Ólafur F.
Magnússon er í leyfi. Talið er að Ól-
afur sé hallur undir málstað Íslands-
hreyfingarinnar.
Auðlindir á brunaútsölu
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar í borgarstjórn,
sagði Samfylkinguna vera tilbúna
til bandalags með öllum þeim sem
vildu stöðva þá brunaútsölu sem nú
færi fram úr bakherbergjum Sjálf-
stæðisflokksins. „Þarna eiga orku-
lindir þjóðarinnar að fá að fljóta
með í kaupbæti,“ sagði Dagur í fyrstu
ræðu sinni á sérstökum aukafundi í
borgarstjórn, sem haldinn var í gær,
vegna sameiningar fyrirtækjanna
Geysis Green Energy og Reykjavik
Energy Invest.
Sigrún Elsa Smáradóttir, Samfylk-
ingu, sagði á fundinum Framsóknar-
flokkinn og Samfylkinguna samein-
ast í því viðhorfi að ekki eigi að selja
hlut Reykjavíkurborgar í hinu sam-
einaða fyrirtæki strax.
Strax í upphafi fundar voru áhorf-
endapallar í fundarsal borgarstjórnar
þéttsetnir. Oft var ýmist klappað eða
hlegið og þurfti forseti borgarstjórn-
ar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ítrek-
að að krefjast þess að fólk hefði hljótt
um sig.
Spurningar frá umboðsmanni
Svandís Svavarsdóttir, Vinstri-
hreyfingunni - grænu framboði, upp-
lýsti um það að dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjavíkur hefði fallist á erindi
hennar um að fá fundinn, þar sem
samruninn var ákveðinn, dæmdan
ólögmætan. „Þess er því að vænta að
stefna berist innan skamms,“ sagði
Svandís. Það er Ragnar Hall hæsta-
réttarlögmaður sem rekur málið fyrir
Svandísi.
Hún upplýsti einnig um það á
fundinum að umboðsmaður Alþing-
is hefði sent öllum borgarfulltrúum
bréf þar sem hann krefst svara við
tólf spurningum varðandi samruna
fyrirtækjanna. Bréfið er stílað á borg-
SIgtryggur ArI jóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Svandís og Dagur dagur b.
eggertsson hallmælti aldrei birni
inga Hrafnssyni og framsóknar-
mönnum í ræðum sínum. Á
pöllunum var rætt um daður
Samfylkingar við framsóknarflokk.
Allt að vinna gjá hefur myndast á milli
borgarstjórans Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
og björns inga Hrafnssonar í viðhorfum
þeirra til sölunnar á rei. dagur b.
eggertsson segir meirihlutann riða til falls.