Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir fimmtudagur 11. október 2007 9 Ekki hEfnd hEldur réttlæti ari máta. Þannig ætti að virða helgi og vernd alls lífs. Pólland er eitt þriggja Evrópu- ríkja þar sem fóstureyðingar eru bannaðar. Hin eru Írland og Malta. Engar breytingar Litlar líkur eru á því að Pól- verjum verði að ósk sinni um að dauðarefsingar verði leyfðar í Evr- ópusambandinu. Þó Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, hafi lítið um það að segja endur- spegla orð hans skoðanir margra ráðamanna í Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. „Við vitum að margt fólk í Evrópu styður ennþá dauðarefsingar. Í hvert skipti sem sérstaklega alvarlegur glæpur er framinn, og oft þegar kosningar eru í nánd, heyrum við fólk kalla eftir því að dauðarefsingar verði teknar upp á ný,“ sagði Davis í samtali við fréttavef BBC. Hann sagði þann ár- angur sem náðst hefði í baráttunni gegn dauðarefsingum þó mikil- vægari en svo að fólk mætti ganga að honum sem vísum. „Við verðum að ræða við fólk og sýna því fram á hvers vegna dauðarefsing er röng aðferð, hvers vegna hún var gerð útlæg og hvers vegna við eigum að sjá til þess að svo verði áfram.“ Á fjórða þúsund aftökur Talið er að 3.800 manns hafi ver- ið teknir af lífi í 55 ríkjum heimsins á síðasta ári. Það eru lítið eitt fleiri líflátnir einstaklingar en allir íbúar Borgarbyggðar. Þeir voru 3.713 tals- ins 1. desember síðastliðinn. Þrjú ríki hafa afnumið dauða- refsingar það sem af er þessu ári. Þau eru Albanía, Rúanda og Kirg- isistan. Mörg önnur ríki halda þó fast í dauðarefsingar. Þeirra á meðal eru Kína, Íran, Bandaríkin og Pak- istan þar sem mikið hefur verið um dauðarefsingar. Venesúela varð fyrsta ríki heims til að afnema dauðarefsingar. Það gerðist árið 1863. Fyrsta Evrópu- ríkið sem afnam dauðarefsingar var Portúgal, sem nú er vettvangur ráðstefnunnar gegn dauðarefsing- um. José Sócrates, forsætisráðherra Portúgals, sagði á ráðstefnunni að það væri ekki nóg að afnema dauðarefsingar í ríkjum Evrópu- sambandsins. Það þyrfti að gera um allan heim. Til þess þyrfti vilja og samskipti ríkja á milli til að sann- færa ríkisstjórnir þeirra landa sem enn beita dauðarefsingum um að réttast sé að afnema þær. Sameinaðir gegn dauðarefsingum Vuk Jeremic, utanríkisráðherra Serbíu, Jose manuel barroso, forseti framkvæmdastjórnar evrópusambandsins, og franco frattini, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, ræddu saman við upphaf ráðstefnunnar evrópa gegn dauðarefsingum. Engar dauðarefsingar Þessi maður stóð vaktina fyrir utan fangelsi í bandaríkjunum meðan dæmdur maður var tekinn af lífi. Aftökur í Shiraz fjórir glæpamenn voru teknir af lífi í Íran fyrir skemmstu. Þeir voru hengdir úr byggingakrönum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.