Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós fimmtudagur 11. október 2007 25 Nýr gaur Lindsay Lohan er nú enn og aftur komin úr meðferð og segist ætla að halda þetta út, segist ætla að snúa blaðinu algjörlega við. ekki nóg með það heldur er hún komin með nýjan kappa upp á arminn, snjóbrettagæj- ann riley giles. riley giles er 25 ára kaliforníu- hönk sem segist loks hafa fundið þá einu réttu. Nýja parið eyðir öllum stundum saman og vinir Lindsay segja hana vera sem nýja mann- eskju. Vonandi gengur loks allt upp hjá aumingja Lindsay. Barn á leiðinni turtildúfurnar demi moore og ashton kutcher eru tilbúin að stækka fjölskylduna. demi moore sem er 44 ára á þrjár dætur fyrir með bruce Willis og segir að það sé ekki seinna að vænna því breytingaskeiðið fari brátt að læðast að. ashton kutcer sem er 29 ára segir að hann sé fullur eftirvænt- ingar enda alveg kominn tími til að eignast barn með draumakonunni. demi moore er hæstánægð með undirbúninginn og segist ekki enn vera búin að átta sig á að hún hafi gifst 25 ára dreng og þau séu núna að reyna að eignast barn saman. Alveg í ruglinu Sönkonan amy Winehouse sem er 24 ára hefur vakið mikla athygli bæði fyrir sönginn sem og ruglið sem hún er í. Winehouse er heldur ekkert að leyna drykkju og eiturlyfjavandanum þar sem hún er þekkt fyrir að vilja yfirfull baksviðsherbergin af áfengi. Núna síðast var það tvær flöskur af rioja, tveir kassar af Heineken, stór vodkaflaska, tvær kampavínsflöskur, og tvær flöskur af Jack daníels. Winehouse hefur ósjaldan verið í annarlegu ástandi á tónleikum og vakið athygli fyrir allt annað en góða hegðun. Á mánudaginn var átti söngdívan að taka á móti verðlaunum fyrir bestu plötuna en lét ekki sjá sig. eftirvæntingin hjá aðdáendum var mikil en aldrei kom Winehouse og engin útskýring var gefin. Leikkonan og fegurðardísin Charlize Theron hefur unnið til margra verðlauna fyrir framúr- skarandi leik og þar má nefna Óskarinn og Gold- en Globe-verðlaunin. Charlize Theron, sem ólst upp í þorpinu Benoni í Suður-Afríku, er einstak- lega hæfileikarík og á litríkan feril að baki. Nú á dögum titlaði tímaritið Esquire Theron, sem er 32 ára, kynþokkafyllstu konu heims. Það má með sanni segja að viðurkenning sem þessi þykir ekki af verra taginu en meðal þeirra sem hafa fengið þennan góða titil eru leikkonurnar Jessica Biel og Angelina Jolie. Tímaritið Esquire ræddi við Theron um starfið, æskuna, stjórnmál og nýjustu mynd hennar „In the Valley of Elah“. Ekki nóg með það heldur bíða allir spenntir eftir tískuþættinum með henni þar sem hún þykir alveg ótrúlega kyn- þokkafull og flott. Blaðið kemur út 16. október og eflaust eru margir sem bíða spenntir að sjá þessa þokkadís í efnislitlum fötum og seiðandi stelling- um. Kynþokkafyllst, ójá! Leikkonan Charlize Theron var valin kynþokkafyllsta kona heims nú á dögunum af tímaritinu Esquire. Hátíska í París ❶ ❷ ❸ ❹ ❻ Charlize Theron frekar sexí. Tískugyðjan Victoria Beckham hefur vakið athygli undanfarið þar sem hún hefur skotið upp kollinum víðs vegar um París í tískumyndatökum. Fyrir suma lítur þetta út sem hátíska mikil en fyrir hið óþjálfaða auga gæti þetta líka litið hreinlega kjánalega út. ❺ ❶ Sýnir línurnar Victoria er óhrædd við að sýna línurnar. ❷ Tíska eða kjánaskapur? Það er eflaust misjafnt eftir því hver svarar. ❸ Á leiðinni á tunglið? eða bara á forsíðu Vogue? ❹ Rauði svanurinn Þessi kjóll er nú ekki ósvipaður hinum fræga svanakjól sem björk klæddist á óskarnum. ❺ Tekur sénsa Victoria sést ekki í sömu fötunum tvisvar. ❻ Glæsileg Victoria var mynduð í hinum ýmsu kjólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.