Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Blaðsíða 17
Ólafur Jóhannesson er hættur sem
þjálfari FH í fótbolta. Ólafur náði frá-
bærum árangri með liðið en þetta
var í þriðja sinn sem hann stýrði FH.
Undir hans stjórn varð liðið Íslands-
meistari 2004, 2005 og 2006, hafnaði
í öðru sæti 2003 og á nýliðnu tímabili.
Þá hömpuðu FH-ingar bikarmeist-
aratitlinum í knattspyrnu karla und-
ir stjórn Ólafs í fyrsta sinn í sögu fé-
lagsins um síðustu helgi. Í ár varð FH
deildarbikarmeistari og vann í Meist-
arakeppni KSÍ þannig að Ólafur er
búinn að vinna allt sem hægt er að
vinna á Íslandi.
„Ég er hættur. Ég er búinn að vera
þarna í fimm ár, frábær tími og þetta
er bara nóg fyrir mig,“ sagði Ólafur
þegar DV náði í skottið á honum. „Ég
er langt því frá kominn á einhverja
endastöð með liðið. Það er bara sjálf-
sagt að leyfa öðrum líka. Ég er búinn
að vera þarna í fimm ár og við erum
búnir að standa okkur frábærlega
og svo sem ekkert um það meira að
segja. Mér fannst þetta ár mjög erf-
itt. Þannig að það er ágætt að hverfa
núna.“
Aðspurður hvort hann sé búinn að
leggja þjálfaraskóna á hilluna sagðist
Ólafur ekki hafa hugmynd um það.
„Allavega er ég hættur að þjálfa FH og
eins og staðan er núna er ég ekki að
fara þjálfa neitt annað lið. En maður
veit aldrei hvað tíminn leiðir í ljós.
Ég fer örugglega á völlinn og á ör-
ugglega eftir að rífa kjaft í Kaplakrika.
En ég hef ekkert með liðið að gera
þannig að ég verð að rífa kjaft við ein-
hverja aðra. Ég á eftir að fylgjast með
þeim að sjálfsögðu.
Auðvitað hefði verið gaman að
vera áfram en ég mat stöðuna þannig
að það væri best fyrir mig að hætta
núna.“ En hvað skyldi taka við hjá
Ólafi sem er mikill golfáhugamað-
ur? „Ég hef aldrei æft mig í golfi, bara
spilað. Núna þarf ég ekki að mæta á
æfingu á hverju kvöldi og það verður
svolítið öðruvísi, það er ekki hægt að
neita því. Ég byrjaði að þjálfa 1980 eða
81 en ég hef tekið mér frí inn á milli.
Var úti í tvö ár þannig að ég er búinn
að vera í þessu lengi.“
Það er mikil eftirsjá að Ólafi. Hann
var ætíð tilbúinn að svara fjölmiðla-
mönnum og kom til dyranna eins og
hann var klæddur. Það er þó huggun
harmi gegn að Ólafur verður áfram
viðloðandi FH.
Mikil tilhlökkun
Heimir Guðjónsson hefur verið
aðstoðarmaður Ólafs undanfarin tvö
ár. Hann þekkir FH vel enda verið þar
í sjö ár. Hann kom til FH frá ÍA þegar
FH var í næstefstu deild. Hann reynd-
ist vera sá leiðtogi sem FH þurfti og
fór með liðið beint upp. Framhaldið
þekkja allir. Heimir er 38 ára gamall
og verður þetta í fyrsta sinn sem hann
er aðalþjálfari. „Þetta leggst bara gríð-
arlega vel í mig. Tilhlökkun og mik-
il áskorun. Það er bara gamla góða
svarið, með nýjum þjálfurum verða
einhverjar breytingar. En grunn-
skipulagið verður það sama. Það er
búið að vera mikil velgengni í FH og
svona lagt upp með það að spila bolt-
anum með jörðinni sem er jákvætt.
Við munum bara halda því áfram og
byggja ofan á þetta. Ég hef ekki trú á
miklum breytingum fyrir næsta tíma-
bil. Það er mikið af góðum leikmönn-
um í FH það þarf alltaf að bæta ein-
hverjum leikmönnum við þannig
það sé samkeppni í liðinu. FH hefur
verið í gegnum tíðin verið með stór-
an og góðan leikmannahóp og það
verður enginn breyting á því. Ég hef
svo sem ekki verið að hugsa um þessi
leikmannamál en það verður bara
sest niður á næstu dögum og farið yfir
þessi mál.“
DV Sport fimmtudagur 11. október 2007 17
Hiddink með nýjan
samning við Rússa
Guus Hiddink hefur samþykkt nýjan
samning við rússneska knattspyrnu-
sambandið sem heldur honum í því
starfi til 2010. Vitaly
mutko formaður
rússneska
knattspyrnusam-
bandsins tilkynnti
þetta í gær.
Hiddink var
ánægður með
samninginn en
hann hefur að
undanförnu verið
orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea
eftir að Jose mourinho yfirgaf liðið. „Ég
tel þetta skynsamlega ákvörðun en því
við þurfum að einbeita okkur að frekari
uppbyggingu á rússneskum fótbolta
auk þess sem við viljum einbeita okkur
að næstu leikjum í evrópukeppninni,“
segir Hiddink.
BaRRy veRðuR í ByRjunaR-
liði - ekki lampaRd
Gareth Barry mun byrja inn á í stað
franks Lampard í leik englendinga
gegn eistlendingum um næstu helgi.
barry þótti
standa sig vel í
síðasta landsleik
englendinga en
þá var Lampard
fjarverandi
vegna meiðsla.
Æfing enska
landsliðsins fór
fram fyrir
luktum dyrum
en fjölmiðlar urðu helmingi forvitnari
um liðsskipanina á móti eistlendingum
fyrir vikið. en þær upplýsingar bárust af
æfingunni að barry hefði verið settur í
byrjunarliðið í stað Lampards. Steven
gerrard mun einnig vera í liðinu á
miðjunni og samvinna hans og barrys
þótti með ágætum gegn rússum í
september.
kaka gæti Hugsað séR
að spila á englandi
brasilíumaðurinn Kaka hefur staðfest
að hafa áhuga á því að spila í ensku
úrvalsdeildinni þó hann sé ánægður
með hlutverk sitt hjá aC milan. „Ég er
mjög ánægður hjá milan og ég á ekki
von á því að það muni breytast á
næstunni. en ef ég ætti að fara frá milan
þá myndi ég segja að england væri
spennandi áfangastaður. manchester
united er með frábært lið og mér líkar
einnig við arsenal. Chelsea og Liverpool
eru hins vegar fastari í ákveðinni
leiktaktík. Þau bjóða upp á minna frelsi
leikmanna en hafa bæði góða þjálfara.
Ég ber sérstaklega mikla virðingu fyrir
(rafa) benitez.
ÞRíR að koma úR
meiðslum Hjá eveRton
Þrír sterkir leikmenn eru við það að
verða leikfærir
eftir meiðsli hjá
everton. Þessir
leikmenn eru
thomas
gravesen, Tim
Cahill og James
Vaughn og
munar um
minna hjá
everton sem er
með heldur þunnskipaðan leikmanna-
hóp. tim Cahill hefur ekkert leikið síðan
í mars en þá braut hann bein í fæti.
thomas gravesen var meiddur í hné en
James Vaughn fór úr axlarlið skömmu
fyrir yfirstandandi leiktíð. gravesen
hefur einungis leikið einn leik fyrir liðið
síðan hann kom frá glasgow Celtic en
Vaughn var valinn efnilegasti leikmaður
liðsins á síðustu leiktíð. Hann hefur
verið einkar óheppinn með meiðsli á
stuttum ferli en þrátt fyrir að vera
einungis 19 ára hefur hann tvívegis
fótbrotnað.
enski Boltinn
Hinn 32 ára sóknarmaður Stefán Þórðarson samdi við ÍA í gær:
ÍA KÓLNAR EKKI VIÐ KOMU STEFÁNS
Stefán Þórðarson samdi í gær við
ÍA, sitt uppeldisfélag. Stefán er bor-
inn og barnfæddur Skagamaður og
lék síðast með liðinu árið 2004. Stef-
án hefur undanfarin ár leikið við
góðan orðstír hjá Norrköping en hef-
ur ákveðið að koma heim.
„Ég þekki Stebba vel,“ sagði Guð-
jón Þórðarson, þjálfari ÍA, í gær. „Ég
er búinn að þekkja hann frá því hann
var smástrákur þannig að þetta er
bara kærkomið. Við vorum vel heitir
í sumar og það er ljóst að við kóln-
um ekki með komu hans. Hitastig-
ið er upp á við. Stefán gefur okkur
ákveðna möguleika, bæði taktíska og
hann fjölgar þeim sem ég hef úr að
spila og það er alveg ljóst að reynsla
hans og hans nærvera gerir það að
verkum að það verður erfiðara að
eiga við okkur.
Ég vildi endilega fá Stefán í mitt
lið. Stebbi er mjög einbeittur og
ákveðinn. Hann er maður sem vill
leggja mikið á sig og vill vinna. Hann
veit líka hvað þarf til að vinna. Hefur
mjög fasta og ákveðna nálgun í þeim
efnum. Við fáum núna vinstri fótar
sleggju þegar nær dregur teignum.
Það er alveg klárt,“ sagði Guðjón en
hann hefur unnið oft áður með Stef-
áni. Spurður hvort aðrir leikmenn
væru á leiðinni til ÍA sagði Guðjón
að Skagamenn væru rólegir. „Við
erum bara að skoða í rólegheitunum
hvernig það þróast. Það eru ákveðnir
möguleikar sem ég er að kíkja á en ég
er ekki að fara á taugum yfir því.“
Guðjón sagði að æfingar ÍA
myndu hefjast á ný þann 23. október
og æft stíft til 4. desember þegar leik-
menn fara í virka hvíld um jól og ára-
mót. Þann 8. janúar hefjast svo æf-
ingar á ný. benni@dv.is
Logi Ólafsson líklega næsti þjálfari KR og Stefán Logi hefur KR sem sinn fyrsta kost:
Stefán og Logi líklega áfram í KR
Ólafur Jóhannesson er
hættur sem þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson mun
taka við liðinu en þetta
verður frumraun hans sem
þjálfari. Mikil eftirsjá verð-
ur að Ólafi, hann setti
alltaf skemmtilegan svip á
deildina með húmor sínum
og skemmtilegum svörum.
Honum fannst nýliðið
sumar erfitt.
Nýr skipstjóri hjá Fh
BenediKT BÓaS HinriKSSon
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
eftirsjá Það verður
mikil eftirsjá að ólafi úr
íslenskum fótbolta.
Kominn tími til að leyfa
öðrum að spreyta sig
Heimir guðjónsson er orðinn
aðalmaðurinn hjá fH.
Þekkir Guðjón
Stefán þekkir vel til
guðjóns Þórðarson-
ar en hann var í
Stoke undir stjórn
guðjóns.