Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir mánudagur 15. október 2007 7 InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fitusog án skurðaðgerðar 10 daga meðferð sem jafnast á við fitusog. Húðin stinnist og appelsínuhúð hverfur. 100% ánægja að meðferð lokinni Tilboðsverð kr. 24.900.- Stórhöfða 17 • 110 Reykjavík 577 7007 Sími: Skagamenn svara Tryggva Bæjarstjóra og bæjarlög- manni Akranesbæjar var á síðasta fundi bæjarráðs falið að svara spurningum umboðs- manns Alþingis. Tryggvi Gunnarsson, um- boðsmaður Alþingis, beindi tólf spurningum til borgarstjórn- ar Reykjavíkur og bæjarstjórna Akraness og Borgarbyggð- ar vegna þeirrar ákvörðun- ar stjórnar og eigendafund- ar Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkur Energy Invest um að sameinast Geysi Green En- ergy. Umboðsmaður spurði meðal annars um lögmæti þeirra ákvarðana sem voru teknar, umboð þeirra sem tóku þær og verðmat. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal starfsmanna fyrirtækja og stofn- ana sem fá utanaðkomandi fyrirtæki til að skrá veikindi þeirra. Þetta geng- ur svo langt að stéttarfélagið SFR hef- ur hvatt félagsmenn sína til að hunsa skráninguna. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík er meðal þeirra stofnana sem hafa þann háttinn á en fyrirtæk- ið InPro hefur haft milligöngu milli stofnunarinnar og starfsfólks þegar veikindi verða. Nú verða starfsmenn að tilkynna veikindin til InPro. Að því loknu verða starfsmennirnir svo að láta yfirmenn sína vita af veikindum sínum eins og áður. Starfsmaður hjá Svæðisskrifstof- unni hafði samband við stéttarfélag- ið SFR sem ákvað í kjölfarið að hafa samband við Persónuvernd vegna málsins. Málið kom inn á borð henn- ar á fimmtudaginn og verður tekið til skoðunar á næstu dögum. Metið verð- ur hvort brotið hafi verið gegn lögum um persónuvernd. Hlutverk InPro er að skrá veikindi og þurfa sjúklingar að svara spurningum um veikindi sín og hvers eðlis þau eru. Skráningunum er svo safnað í gagnagrunn sem fólk get- ur látið eyða þegar það hættir hjá við- komandi fyrirtæki. Í bréfi sem starfs- menn svæðisskrifstofunnar fengu frá InPro segir að hægt verði að bera sam- an veikindi milli starfsmanna, deilda og fyrirtækja. Engin markaðsvara „Eftir því sem við best vitum er þetta óheimilt,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Þórarinn seg- ir að SFR samþykki ekki að þriðji aðili sjái um að safna viðkvæmum upplýs- ingum um veikindi fólks. Þórarinn segir að kerfisbundin skráning á upplýsingum um ákveðna hópa sé óheimil nema með upplýstu samþykki viðkomandi. SFR sendi er- indi til Persónuverndar þess efnis að hún rannsakaði lögmæti slíkra skrán- inga og hvernig farið er með upp- lýsingarnar. Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra í Reykjavík er aðeins eitt margra fyrirtækja og stofnana sem samið hafa við InPro um milligöngu um veikindi starfsmanna. Þórarinn segir að eftir að þessi ábending barst til þeirra hafi þeir skrifað bréf til félaga SFR hjá Svæðisskrifstofunni þar sem hvatt var til að starfsmenn sniðgengju þessa skráningu. „Þetta er gjörningur sem er að okkar áliti ekki réttlætanleg- ur. Það er ekkert stjórnsýsluvald sem nær yfir einhver einkafyrirtæki. Það veit enginn hvort þeir safni þessum upplýsingum sem vöru sem hægt er að selja á markaði.“ Ekki skylt að svara Björn Aðalsteinsson, sviðsstjóri heilsuverndar hjá InPro, segir að þeg- ar fólk hafi samband fái það upplýs- ingar um þjónustuna og að því sé ekki skylt að svara spurningum hjúkrunar- fræðinga InPro. „Þetta er valfrjálst þó að flestir kjósi að tala við okkur og fá ráðleggingar í sínum veikindum. Fyr- irtækin gera samning við okkur um trúnaðarlæknisþjónustu og þetta er því ígildi læknisvottorða.“ Björn segir að fyrirtækið hafi starfað í um tuttugu ár og um 70 fyr- irtæki njóti þjónustunnar og um 14 þúsund starfsmenn. Björn segir jafnframt að Persónu- vernd hafi verið fengin til að meta eðli og öryggi upplýsinganna og eng- ar athugasemdir hafi verið gerðar við það. „Þetta fellur í raun ekki undir verksvið Persónuverndar því þetta er rekið á grundvelli laga um heilbrigð- isþjónustu.“ Stjórnendur Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra hafa tekið upp nýjar reglur um veikindi. Nú verða starfsmenn að tilkynna veikindi á tveimur stöðum og þau fara í gagnagrunn. VEIKINDI Í GAGNAGRUNN Framkvæmdastjóri SFR Þórarinn vill að Persónuvernd skoði lögmæti skráningar InPro á veikindum starfs- manna. EinaR þóR SiguRðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is Persónuupplýsingar Fyrirtækið InPro sér um skráningu veikinda hjá þúsundum einstaklinga. Meirihluti styður nýjan meirihluta Rúmlega helmingur borgarbúa styður nýja meirihlutann í borgar- stjórn, samkvæmt könnun Frétta- blaðsins. 56,5 prósent lýsa stuðningi við nýja stjórn. Samfylking með 31 prósent og vinstri-græn með 19 prósent auka fylgi sitt og bættu samkvæmt könn- uninni við einum borgarfulltrúa hvor flokkur um sig. Fylgi annarra flokka minnkar. Sjálfstæðisflokkur fengi 39 prósent, Framsóknarflokkur 6 prósent og frjálslyndir og óháðir 3 prósent. Sjálfstæðisflokkur og frjáls- lyndir misstu einn fulltrúa hvor og frjálslyndir þurrkuðust þar með út í borginni. 41 prósent vill Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, þriðjungi fleiri en segjast myndu kjósa Samfylkinguna. 21 prósent vill Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son, rétt rúmur helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk. „Ég nenni ekki lengur að berjast í þessu og hef ákveðið að hætta núna. Baráttan er ansi þung þó svo að við höfum náð ýmsu fram. Vígið er svo sem ekkert óvinnandi en ég get ekki lengur staðið í þessu,“ segir Valdi- mar Jónsson, fyrsti trúnaðarmað- ur Strætós bs. Hann hefur síðustu fjögur ár unnið ötullega að ýmsum málum fyrir vagnstjórana og með- al annars gagnrýnt stjórnendur fyr- irtækisins fyrir sífelldar leiðakerfis- breytingar og brot á hvíldartímarétti bílstjóra. Þrátt fyrir að eitt og annað hafi náðst fram í baráttunni hefur Valdimar áhyggjur af því hversu lítið vagnstjórarnir standi saman. Tólf frambjóðendur bjóða sig fram til kjörs fulltrúa Strætós bs. hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar. Fjórir fulltrúar verða kjörnir og þeir gegna jafnframt stöðu trúnaðar- manna hjá fyrirtækinu. Bílstjórarn- ir funduðu fyrir helgi þar sem fram- bjóðendur kynntu áherslur sínar en kosið verður í lok mánaðarins. Valdimar er ekki einn þeirra sem bjóða sig fram að þessu sinni. Að- spurður segir hann mikla vinnu fram undan fyrir þá sem hljóta kjör sem trúnaðarmenn. Hann segir vakta- kerfið meginvandann í sínum huga. „Hljóðið er ekki gott í mannskapn- um og mikilvæg barátta fram und- an í kjaramálum og óánægjan með vinnukerfið er mikil. Þeir sem eru nú að bjóða sig fram vita ekki út í hvað þeir eru að fara,“ segir Valdimar. trausti@dv.is Skortir samstöðu í hópinn Kosningabarátta hjá vagnstjórnum: Erfið barátta kjör á nýjum trúnaðarmönnum vagnstjóra fer fram á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.