Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir mánudagur 15. október 2007 9 Lýðræði að vestrænni fyrir- mynd mun aldrei verða í Kína. Kínversk stjórnvöld munu halda áfram stjórnarfarslegum umbót- um, sagði Li Dongsheng aðalræðu- maður á sautjánda þingi Komm- únistaflokksins í Kína, en bætti við að ekki yrði horft til Vesturlanda í þeim umbótum. Nokkrir flokks- meðlimir hafa viðrað þá skoð- un að breytingar á stjórnarfarinu væru nauðsynlegar vegna hinnar öru efnahagslegu uppbyggingar sem átt hefur sér stað í landinu. Li Dongsheng var fljótur að hafna öll- um vangaveltum um að fjölflokka lýðræði yrði á endanum komið á í Kína. Ummæli hans koma ekki á óvart enda eru þau í anda þess sem helstu leiðtogar flokksins hafa sagt á árum áður. Yfirlýsingar Li Dongsheng gefa tóninn fyrir þing Kommúnista- flokksins, en á því verða lagðar línurnar sem móta munu Kína á komandi árum. Auk þess sem þátt- takendur ræða stefnu landsins til framtíðar er einnig á dagskrá að breyta stjórnarskrá flokksins með það fyrir augum að koma á meira jafnvægi í efnahagslegri þróun. Með breytingunum, sem eru runn- ar undan rifjum Hu Jintao, forseta landsins, á að koma í veg fyrir að efnahagsleg uppbygging leiði ekki til mengunar eða breikkandi bils á milli fátækra og ríkra. Árið 2002 var stjórnarskrá flokksins breytt vegna vilja þáver- andi forseta, Jiang Zemin, en hann vildi reyna að laða að flokknum fólk úr fleiri stéttum samfélagsins og horfði þá sérstaklega til hins sí- stækkandi hóps nýríkra viðskipta- manna. Kína mun fram halda pólitískum endurbótum: Forseti Rússlands, Vladimír Pút- in, hefur verið varaður við að hann eigi yfir höfði sér morðtilræði á með- an á heimsókn hans til Írans í vik- unni stendur. Samkvæmt Interfax- fréttamiðluninni var þetta haft eftir starfsmönnum rússnesku leyniþjón- ustunnar. Þeir sögðu að hópur sjálfs- morðssprengjumanna ætlaði að gera tilraun til að ráða Pútín af dögum í Teheran, höfuðborg Írans, en Pútín kemur þangað í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hefur setið fundi. Utan- ríkisráðherra Írans hefur vísað þess- um orðrómi á bug og sagt að enginn fótur sé fyrir honum. Vladimír Pútín mun hitta Mahm- oud Ahmadinejad, forseta Írans, auk þess sem hann tekur þátt í ráðstefnu þjóða við Kaspíahaf. Hann er fyrsti forseti Rússlands til að heimsækja Íran síðan Jósef Stalín sótti þar ráð- stefnu bandalagsþjóða Sovétríkjanna árið 1943, þegar síðari heimsstyrjöld stóð hvað hæst. Komið í veg fyrir nokkrar tilraunir Talsmaður rússnesku ríkisstjórn- arinnar sagði í viðtali við AFP-frétta- stöðina að þau vildu ekki tjá sig um orðróminn, en sagði þó að búið væri að upplýsa forsetann. Interfax sagði að starfsmenn leyniþjónustunn- ar byggðu mat sitt á upplýsingum sem þeir hefðu fengið frá nokkrum heimildarmönnum utan Rússlands. Rússneskir embættismenn hafa sagt að síðan Pútín tók við embætti for- seta árið 1999 hafi komist upp um þó nokkur áform um að ráða hann af dögum þegar hann hefur verið á ferðalögum erlendis. Meðal annars var komið í veg fyrir tilræði við Pútín á Yalta skömmu eftir að hann tók við embætti. kolbeinn@dv.is Brennuvargur á Norðurbrú Aðfaranótt sunnudagsins voru kveiktir þrír eldar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Um miðnætur- leytið var kveiktur eldur við Uff- esgade og sleiktu eldtungurnar bakhlið verslunarinnar Fakta og tíu mínútum síðar var slökkviliðið kallað út vegna eldsvoða í Allers- gade við Netto-verslun. Þar var um að ræða svo mikinn eld að kalla þurfti matvælaeftirlitið til svo unnt væri að meta hvort matvæli hefðu skemmst. Þremur stundarfjórð- ungum eftir fyrsta eldsvoðann var svo kveiktur eldur í gámi í Thors- gade. Ekki liggur fyrir hvort um var að ræða einn og sama brennuvarg- inn í öllum tilfellunum. Ósáttir við túlkun annarra Tyrknesk yfirvöld eru ekki sátt við stjórnvöld í Washington í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Nýlega var samþykkt ályktun í Bandaríkjunum sem meðal annars felur í sér að fjöldamorðin á Arm- enum á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar eru túlkuð sem þjóð- armorð. Það geta Tyrkir ekki sætt sig við. Þeir hafa kallað sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum og til að undirstrika enn frekar ósætti Sá hræðilegi látiNN irmaður forsetalífvarðarins. Þá tók hann líka íslamska trú og breytti nafni sínu í Said Mustapha Mahdj- oub. Eftir þetta bundust Comoros- eyjar og Suður-Afríka, sem þá var undir stjórn hvíta minnihlutans, tryggðarböndum. Denard flýði frá Comoros-eyj- um árið 1989 eftir að Abdallah forseti hafði verið ráðinn af dög- um. Denard var sakaður um að hafa staðið að morðinu. Því neit- aði hann þó sjálfur. Fljótlega eftir þetta settist Denard í helgan stein. Það stóð þó ekki lengi. Enn og aft- ur urðu Comoros-eyjar vettvangur aðgerða hans. Hann stýrði hópi 30 málaliða sem sigldi í land á gúm- bátum og steypti stjórnvöldum af stóli. Það ævintýri stóð þó aðeins í viku, eða þar til franski herinn mætti á staðinn og handsamaði málaliðahópinn. Fyrir síðasta valdaránið á Com- oros-eyjum var Denard dæmd- ur í fjögurra ára fangelsi. Hann afplánaði þann dóm þó ekki þar sem hann var talinn of sjúkur til að þola fangelsisvist. Hægrisinnaðir stuðnings- menn Staða Bobs Denard var sterk- ust þegar hægrimenn fóru með völd í Frakklandi. Einkum átti það við í valdatíð Charles de Gaulle. Hægri hönd de Gaulles í málefn- um Afríku, Jacques Foccart, var talinn hafa verið í sambandi við Denard þegar á þurfti að halda. Þegar réttað var yfir málaliðanum á síðasta ári sagði fyrrverandi yfir- maður frönsku leyniþjónustunnar að þegar ráðast hefði þurft í vissar aðgerðir sem opinberir aðilar gátu ekki tengst hafi verið kallað á Bob Denard. Denard viðurkenndi í sjálfs- ævisögu sinni að þótt hann hefði löngum sagst starfa með samþykki franskra stjórnvalda hefði það kannski alltaf átt við. „Oft var það svo að ef ég hafði ekki beinlínis fengið græna ljósið hjá frönskum stjórnvöldum fór ég yfir á gulu.“ Aldrei lýðræði Að veStræNNi fyrirmyNd Rússlandsforseti skotmark sjálfsmorðssprengjumanna: vArAður við morðtilræði sitt hóta þeir nú að ráðast gegn Kúrdum í norðurhluta Írak. Beiðni Condoleezzu Rice um hið gagn- stæða virðist falla í grýttan jarðveg hjá tyrkneskum stjórnvöldum. Fyrir rétti Valdaránstilraunir í benín og á Comoros-eyjum urðu til þess að bob denard var tvisvar dreginn fyrir dómstóla í Frakklandi og fundinn sekur um lögbrot. Vladimír Pútín komið hefur verið í veg fyrir nokkur morðtilræði við hann. Li Dongsheng Lýðræði að vestrænni fyrirmynd ekki á dagskrá í kína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.