Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2007, Side 18
mánudagur 15. október 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Góður siGur Ítala Ítalir komust í annað sæti b-riðils eftir góðan 2–0 sigur á georgíu. andrea Pirlo og Fabio grosso skoruðu mörkin fyrir Ítali en þeir biðu frá á 84. mínútu með að innsigla sigurinn. Pirlo skoraði með góðu marki beint úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleik en fram að því höfðu georgíumenn, sem eru þjálfaðir af klaus toppmöller, átt síst minna í leiknum. Í síðari hálfleik tóku Ítalir öll völd og hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn þegar grosso skorði síðara markið sex mínútum fyrir leikslok. Ítalir eru sem stendur í öðru sæti b-riðils, einu stigi á eftir Skotum. Króatar svo Gott sem Komnir á em króatar svo gott sem tryggðu sér farseð- ilinn í evrópukeppnina í Sviss og austurríki á næsta ári með 1–0 sigri á Ísraelum. Þar með skilja átta stig að króata og rússa sem eru í þriðja sæti e- riðils þegar þrír leikir eru eftir en tvö efstu liðin í riðlinum komast beint á evrópumótið. eduardo da Silva, leikmaður arsenal, skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og Slaven bilic, þjálfari liðsins, getur nú verið rólegur og horft á englendinga og rússa berjast um sæti í lokakeppni evrópumótsins. Ísraelar geta hins vegar kvatt drauminn og ljóst að þeir komast ekki þangað eftir þetta tap. GriKKir á toppi C-riðils evrópumeistar grikkja sigruðu bosníu Hersegóvínu og juku þar með forystu sína á toppi C-riðils. Leikurinn endaði 3–2 en bosníumenn spiluðu einum færri stóran hluta úr leiknum. Fyrsta markið skoraði angelos Charisteas fyrir grikki en mirko Hrgovic jafnaði fyrir bosníumenn áður en hann var rekinn út af skömmu síðar. grikkir bættu svo við tveimur mörkum áður en bosníumenn minnkuðu muninn. með sigrinum náðu grikkir fjögurra stiga forystu á tyrki sem eru í öðru sæti, en norðmenn eru með einu stigi minna en tyrkir. Öll liðin hafa spilað níu leiki og eiga þrjá leiki eftir óspilaða í riðlinum. pólverjar vöKnuðu Í myrKrinu Pólverjar voru einu marki undir á heima- velli gegn kasakstan þegar skyndilega varð rafmagnslaust á Legía-vellinum í Póllandi. eftir að rafmagnið komst aftur á breyttu Pólverjar leiknum sér í hag og skoruðu þrívegis á tíu mínútna kafla. Öll mörk heimamanna gerði eusebiusz Smolarek í síðari hálfleik en hann spilar með racing Santanter á Spáni. „Venjulega fer fólk að sofa þegar ljósin slokkna. en í þessu tilviki vöknuðum við í myrkrinu,“ sagði markaskorarinn Smolarek eftir leikinn. Pólverjar eru á toppi a-riðils, fjórum stigum á undan Finnum og Portúgölum en þeir síðarnefndu eiga leik til góða. Skotar unnu Frakka öðru sinni í París í síðasta mánuði og komust þar með í góða stöðu til að kom- ast á lokakeppni í fyrsta sinn síðan á HM 1998. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu tvisvar á fyrstu tíu mín- útum leiksins. Kenny Miller skor- aði eftir sendingu Lees McCulloch, óverjandi fyrir Olexandr Shovkov- skiy. McCulloch skoraði svo sjálfur eftir aukaspyrnu Barrys Ferguson. Andriy Shevchenko minnkaði mun- inn en James McFadden skoraði síð- asta mark leiksins og tryggði að stigin þrjú færu ekki frá Skotlandi. Þar með er ljóst að Úkraína blandar sér ekki í toppbaráttuna. Þeir eru úr leik. Skot- ar eiga tvo leiki eftir og halda enn Frökkum og heimsmeisturunum frá Ítalíu fyrir aftan sig. Þeir spila við Ge- orgíu á miðvikudag og lokaleikurinn er gegn Ítölum á heimavelli. „Þvílíkt ferðalag fyrir þessa drengi. Enginn átti von á þessu þegar riðill- inn byrjaði og ég hef aldrei lent í jafn- erfiðum riðli,“ sagði Alex McLeish, stjóri Skotlands. „Þetta er besti leik- ur Skotlands á þessum frábæra velli. Þvílík frammistaða. Við byrjuðum leikinn frábærlega en bökkuðum of mikið eftir það og leyfðum þeim að komast inn í leikinn. Það var pínu svekkjandi en við vissum að þeir myndu svara með áhlaupi. En við fórum aldrei á taugum. á hAMpden skotar eru á góðri leið með að komast í lok akeppni stórmóts í fyrsta sinn í áratug. Liðið lagði Úkraínu 3–1 fyrir framan troðfullan Hampd­­en Park. Úkraínski þjálfarinn hafði sagt fyrir leikinn að hann mynd­­i segja af sér kæmust hans men n ekki í lokakeppnina. SkOTAR SkeMMTu SéR BenediKt Bóas hinKrisson blaðamaður skrifar: benni@dv.is Þessir strákar halda bara áfram að ganga á fjöll. Með hverjum sigri og hverjum leik heldur þetta lið áfram að þróast.“ trúum því að við getum ekki tapað Ef Skotar tapa gegn Georgíu á miðvikudag er vonin ekki enn úti því leggi þeir heimsmeistarana að velli komast þeir í lokakeppnina í Sviss og Austurríki. „Strákarnir vita af þess- um möguleika. Leikurinn gegn Ítöl- um er það sem allt snýst um en við eigum leik í millitíðinni og ég vona að menn mæti tilbúnir í þann leik,“ sagði McLeish. James McFadden skoraði eitt mark og var með í að búa hin mörk- in til. „Að fara í þennan leik var gríð- arlega erfitt því væntingarnar voru miklar. En við vissum að við gætum þetta og ætluðum að vinna þennan leik og sem betur fer tókst það. Trú- in á að vinna leiki í þessu liði er ótrú- leg. Við trúum því að við getum varla tapað. En glasið er bara hálffullt enn- þá. Öll þjóðin er í góðu skapi þessa stundina og leikmenn eru ekki síður spenntir.“ McCulloch og Garry O’Conn- or fengu báðir gult spjald í leiknum og missa því af leiknum við Georg- íu sökum leikbanns. Paul Hartley og Gary Caldwell eru meiddir og því erfitt að manna liðið með alvörufót- boltamönnum. Darren Fletcher ætti þó að vera orðinn klár í slaginn eft- ir meiðsli. Skotar hafa nú unnið sex leiki í röð í fyrsta sinn í 58 ár. „Það voru miklir hæfileikar í liðinu úti á vellinum. Við kláruðum færin okk- ar vel og vörðumst einnig mjög vel. Nú eru tveir bikarúrslitaleikir eftir og ekki einu sinni bjartsýnustu menn þorðu að spá okkur svona langt. Undanfarin ár höfum við valdið fólk- inu okkar vonbrigðum en nú má sjá gleði á hverju andliti,“ sagði Alex McLeish. hvar ertu? Scott brown reynir að ná í skottið á andriy Shevchenko. 1-0 kenny miller skoraði fyrsta markið. Frakkar unnu Færeyinga 6–0 í Þórshöfn. Mörk frá Nicolas Anelka, Thierry Henry, Jerome Rothen, Hat- em Ben Arfa og tvö frá Karim Benz- ema tryggðu Frökkum öll þrjú stigin sem í boði voru, Það eina sem Raymond Domen- ech, landsliðsþjálfari Frakka, hafði áhyggjur af eftir leikinn var hvernig liðið kæmist heim og hvenær. Dom- enech vildi komast strax aftur til Par- ísar til að undirbúa liðið gegn Lithá- um sem það mætir á miðvikudag. Leikurinn sem slíkur er kannski ekki merkilegur en Thierry Henry jafnaði markamet Michels Platini. Henry hefur nú skorað 41 mark í 95 landsleikjum. Forseta UEFA, Platini, tókst að skora 41 mark í 72 landsleikj- um. „Það er magnað að vera búinn að jafna met jafnmerkilegs manns því hann er svo þekktur í Frakklandi Thierry Henry jafnaði markamet Michels Platini þegar Frakkar burstuðu Færeyinga 6–0: henRy jAfn pLATini og um allan heim,“ sagði Henry sátt- ur. Frakkar lentu í hrakförum á leið sinni til Færeyja. Mikil þoka var í Færeyjum og þurfti að snúa vélinni til Bergen í Noregi, ekki Egilsstaða eins og hefur verið haldið fram. Þar var liðið kyrrsett í flugvélinni í 11 klukkutíma. „Svona ferðir eru efni í góða sögu, sérstaklega þar sem við unnum. Þetta er bara eitt þrep í stig- anum. Við erum ekki komnir á EM ennþá. Það tekst ekki nema við tök- metið jafnað thierry Henry skoraði framhjá Jakup mikkelsen, markverði Færeyja, og jafnaði met michels Platini. nafn mörk Leikir michel Platini 41 72 thierry Henry 41 85 david trezeguet 34 69 Zinedine Zidane 31 108 Just Fontaine 30 21 um níu stig úr þessum þremur leikj- um. Einn er búinn og tveir eftir,“ sagði landsliðsþjálfari Frakka og bætti við að þolinmæði leikmanna hefði ver- ið einstök. „Við vorum í vélinni í ein- hverja ellefu klukkutíma og ekki einn maður kvartaði. Þeir voru ekkert að tuða eða með nein leiðindi. Það voru allir einbeittir að ná þeim úrslitum sem við ætluðum okkur.“ Domenech mun væntanlega tefla William Gallas fram í liðinu á mið- vikudag. Gallas hefur ekki spilað síð- an í ágúst með landsliðinu og verður væntanlega við hlið Lilians Thuram í hjarta varnarinnar. Florent Malouda, leikmaður Chelsea, er einnig talinn líklegur til að byrja á miðvikudaginn. Thierry Henry gæti orðið marka- hæsti leikmaður Frakka á miðviku- daginn. Takist honum að slá metið mun það standa um langa hríð. Sá eini sem gæti náð honum í dag er David Trezeguet og hann á ekki upp á pallborðið hjá Domenech þessa dagana. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.