Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 3
DV Fréttir ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 2007 3
Reglur um línuívilnun höfðu mögulega áhrif á gjörðir skipstjórans á Björgu Hauks ÍS sem fórst í Ísafjarðar-
djúpi fyrr á árinu. Sjómenn leggja sig frekar í hættu þegar þeir hafa eitthvað að græða eins og núgildandi
reglur um línuívilnun fela í sér. Guðjón Arnar Kristjánsson kallar eftir breytingum og segir að gera þurfi
kerfið mannlegra.
Núgildandi reglur um línuíviln-
un virka hvetjandi fyrir sjómenn
á minni bátum til að taka aukna
áhættu á sjó með því að sigla ekki
til nálægustu hafnar þegar vont er
í veðri. Í staðinn freistast þeir til að
sigla til heimahafnar og landa þar
gegn því að fá rúm þrettán prósent
af aflanum dregin frá heildarkvót-
anum.
Gunnlaugur Á. Finnbogason,
formaður Eldingar – félags smá-
bátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, seg-
ir greinilega þörf vera á því að taka
þessar reglur til gagngerrar
endurskoðunar. Reglur
um línuívilnun fela í
sér að sjómenn sem
landa ekki í sinni
heimahöfn missa
þann bónus að rúm
þrettán prósent
aflans eru dregin
af veiðiheimildum.
„Þessar reglur
eru einfald-
lega skrítnar og hættulegar. Það er
alveg ástæðulaust að þær séu með
þessum hætti,“ segir hann.
Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa
fengust þær upplýsingar að regl-
ur um línuívilnun hefðu mögulega
haft áhrif á gjörðir skipstjórans á
Björgu Hauks ÍS sem sökk í Ísafjarð-
ardjúpi fyrr á þessu ári. Þær upplýs-
ingar fengust einnig að nefndin tel-
ur frekar að sjómenn tefli á tæpasta
vað ef þeir geta haft hagræði af því.
Nefndin tjáir sig þó ekki beint um
hvort þörf sé á að taka regluna til
endurskoðunar.
Getur munað hundruðum
þúsunda
Smábátaeigendur með fimm
tonna afla sem landa í sinni
heimahöfn fá um sex hundr-
uð og sextíu kíló dregin frá af
veiðiheimildum og miðað við
kílóverð á þorski getur lönd-
un í heimahöfn fært þeim um
hundrað og sjötíu þúsund
krónur aukalega. „Þetta eru
þó nokkrir peningar sem eru
í húfi fyrir smábátasjómenn
og það er alveg skiljanlegt að
þeir leggi þetta á sig til þess
að missa ekki þennan bón-
us. Venjulegur túr eftir
meðalgóða veiði getur
skilað smábátaeig-
endum að meðaltali
hundrað þúsund krónum aukalega
vegna línuívilnunar.“
Gunnlaugur þekkir nokkur dæmi
þess að sjómenn á smábátum hafi
tekið óþarfa áhættu í veðurofsa til
þess að ná í þennan bónus. Nýlega
komust sjómenn á Snæfellsnesi í
hættu þegar þeir sigldu fyrir nesið
í stað þess að lenda á Arnarstapa.
„Hér fyrir vestan þurfa sjómenn frá
Ísafirði að landa til dæmis í Ísafjarð-
arhöfn, en ekki á Flateyri eða í öðr-
um nálægum höfnum, jafnvel þó svo
veðurskilyrði geti kallað á að þeir
landi í næstu höfn eða fari inn í firði
þar sem lygnara getur verið.“
Hann vill sjá breytingar á reglun-
um en þær þarf að gera á Alþingi. „Ég
veit að það eru margir þingmenn á
okkar bandi í þessu máli.“
Gera kerfið mannlegra
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins og
einn eigenda Bjargar Hauks ÍS
sem fórst í vor, tekur undir að
breyta þurfi reglum um línuíviln-
un.
„Við bentum á það fyrir mörg-
um árum að það væri ástæða
til þess að endurskoða
þessar reglur. Það er mjög
skrítið ef reglurnar eru
þannig að menn verða
bara að róa í eina höfn
sama hvað dynur á,“
segir Guðjón Arnar sem
hefur verið einn ötulasti
gagnrýnandi kvótakerf-
isins. Hann segir kerfið
allt orðið byggt þannig
að það setji alltaf pressu á sjómenn.
„Ég get ekki séð að það sé neitt því
til fyrirstöðu að þessum reglum verði
breytt og ef það þarf lagabreytingu
til stendur ekki á okkur að gera þetta
kerfi mannlegra.“
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir nauðsynlegt að
gæta þess að reglur á borð við línu-
ívilnun stuðli að öryggi sjómanna
en dragi ekki úr því. „Ég hef verið að
skoða þessar línuívilnunarreglur með
það í huga að breyta þeim til að tryggja
öryggi sjómanna. Þessi vinna stendur
yfir í ráðuneytinu, en mér er kunnugt
um að við slæmar veðurfarsaðstæður
hefur því ekki verið fylgt eftir að menn
geti notið línuívilnunar ef þeir
landa ekki í heimahöfn. Það er
þess vegna innbyggður sveigj-
anleiki í reglunni.“
Einar segir niðurstöðu
að vænta fljótlega, en óvíst
er hvenær það verð-
ur. „Hugsanlega þarf
lagabreytingu til en
hugsanlega má
stýra þessu með
reglugerð.“
STÓRHÆTTULEG REGLA
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 14. mars 2007 dagblaðið vísir 22. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
fréttir
Buðu
samninga
fólk
Byssur oG
fíkniefni
Lifir
í ævintýri
DV Sport
miðvikudagur 14. mars 2007 15
sport@dv.is
Stjarnan heldur tveggja Stiga forSkoti í dhl-deild kvenna eftir leiki gærkvöldSinS. allt um dhl-deild kvenna á blS. 17.
„Viking ætlar að athuga hvort þeir
fái mig leigðan en þetta er á algjörum
byrjunarreit,“ sagði Höskuldur í gær.
Hann dvaldi við æfingar hjá norska
liðinu Viking í vikutíma og segist
hafa staðið sig þokkalega á æfingum
þótt alltaf megi gera betur.
„Þessar æfingar þarna úti voru
mikið taktískar og lítið um spil. Ég
fékk svo sem ekkert mikið tækifæri á
að sýna mig en ég gat þó sýnt þeim
eitthvað. En aðaldæmið var æfing-
arleikur sem ég spilaði á föstudag-
inn. Ég persónulega var ekki neitt
gríðarlega ánægður með frammi-
stöðu mína í þeim leik en ég stóð mig
ágætlega varnarlega en var lítið með
í sókninni. Ég á heilmikið inni til að
sýna þeim en það er ánægjulegt að
þeir hafi orðið svona hrifnir þrátt fyr-
ir allt,“ sagði Höskuldur í léttum tón.
Viking vill leigja Höskuld út tíma-
bilið og segir Höskuldur að slíkt fyrir-
komulag henti sér og sinni fjölskyldu
vel.
„Ef ég fer þarna út og mér og
minni fjölskyldu líkar ekki vel þá er
snilld að geta komið aftur heim án
allra skuldbindinga. Og eins ef mér
gengur illa að vinna mér sæti í liðinu
og fæ lítið að spila þá að sama skapi
get ég gengið burt í staðinn fyrir að
vera á þriggja eða fjögurra ára samn-
ingi.“
Róbert Agnarsson, formað-
ur knattspyrnudeildar Víkings, er
staddur í Bandaríkjunum og vissi
ekki til þess að Norðmennirnir hefðu
haft samband.
„Mér vitandi hafa þeir ekki haft
samband. Ég mundi helst ekki vilja
missa Höskuld. Hann er náttúrulega
einn af okkar mikilvægustu mönn-
um, bæði sem karakter og leikmað-
ur. Þetta er toppdrengur en við mun-
um að sjálfsögðu aðstoða hann í því
sem hann vill gera, þannig höfum
við rekið þetta hjá okkur. Þetta er svo
fjölskylduvænt félag,“ sagði Róbert.
benni@dv.is
Höskuldur Eiríksson
Á heilmikið inni til að sýna þeim
StjörnuStúlkur
á beinu brautinni
Sport
Miðvikudagur 14. mars 2007
sport@dv.is
Allt um leiki næturinnar í NBA
NBA
Mikið var um dýrðir á Old Trafford í Manchester í gær
DV-sport fylgir
tveir
sjómenn
létus
björg hauks ís sökk í nótt í vonsku veðri:
- þegar fyrstu bátar komu á slysstað
voru mennirnir látnir. sjá baksíðu.
>> Arnar Jensson
sat margar
klukkustundir í
vitnastúku í
Baugsmálinu
>> Forsetar Mexíkó og
Bandaríkjanna funda.
Hundsa
hefðir
>> Forystmenn
stjórnarflokkanna
sæta mikilli
gagnrýni
á Bahamaeyjum
Prentað í morgun
Guðjón Arnar Kristjánsson Vill
breyta reglum um línuívilnun.
Björg Hauks ÍS Rannsóknarnefnd sjóslysa telur að reglur um línuívilnun hafi haft
áhrif á aðgerðir skipstjórans, en mjög vont veður var þegar báturinn sökk.
Einar K. Guðfinnsson „Ég hef verið
að skoða þessar línuívilnunarreglur
með það í huga að breyta þeim til að
tryggja öryggi sjómanna.“
VAlGEir Örn rAGnArSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Jólamyndatökur
Mynd, ljósmyndastofa
Bæjarhrauni 26 · Hafnarfirði
www.ljosmynd.is