Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Side 4
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 20074 Fréttir DV
Orkulindir ekki
einkavæddar
„Þetta gengur ágætlega. Eftir
þróun mála síðustu viku er ekki
sami þrýstingur á því að ljúka
vinnunni og því gott að taka sér
góðan tíma,“ segir Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra.
Össur vinnur að auðlinda-
frumvarpi. Fyrir skömmu lá fyrir
skoðun borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðis-
flokksins í
meirihluta
borgarstjórn-
ar að selja
hlut Orku-
veitunnar í
REI. Í kjölfar-
ið blasti við
að iðnað-
arráðherra þyrfti að flýta sinni
vinnu. Össur er nú feginn að fá
meiri tíma og segir svipuð við-
horf beggja vegna ríkisstjórnar-
borðsins til frumvarpsins. „Það
stendur ekki til að einkavæða
orkulindirnar,“ segir Össur.
Fljúgandi hálka á
Suðurlandsvegi
Vetur konungur minnti
hressilega á sig í gærmorgun en
mikið var um umferðaróhöpp
á Suðurlandsvegi í morgun-
sárið. Hrinan byrjaði klukkan
hálfátta þegar ökumaður missti
stjórn á bíl sínum og velti honum
skammt frá Litlu kaffistofunni.
Tveir voru í bílnum og voru þeir
fluttir á slysadeild en meiðsl voru
ekki alvarleg. Í kjölfarið varð fjög-
urra bíla árekstur skammt frá og
slasaðist enginn.
Útlendur ferðamaður missti
stjórn á bíl sínum um hálftíma
síðar með þeim afleiðingum að
hann valt. Ökumaður og farþegi
sluppu án teljandi meiðsla en
bíllinn fór nokkrar veltur og er
ónýtur. Töluverðar tafir urðu á
umferð vegna óhappanna.
ÆTLAR AÐ FARA MEÐ
MÁLIÐ ALLA LEIÐ
„Það er alveg klárt að þessum dómi
verður áfrýjað,“ segir Sigurður Ingi
Halldórsson, einn stofnenda flugfé-
lagsins Iceland Express. Í nóvember
árið 2004 keypti Pálmi Haraldsson,
kenndur við eignarhaldsfélagið Fons,
flugfélagið Iceland Express. Það hafði
þá verið rekið með talsverðu tapi frá
stofnun þess árið 2003. Þessi viðskipti
Pálma urðu kveikjan að málaferlum
fyrri eigenda flugfélagsins. Þeir hafa
sakað Pálma um að hafa unnið með
refsiverðum viðskiptaháttum að því að
knésetja flugfélagið. Kröfur Sigurðar
hljóðuðu upp á 21 milljón króna, auk
dráttarvaxta frá árinu 2005, vegna mis-
munar í verðmati á félaginu þegar það
var selt. Dómur í málinu féll í Héraðs-
dómi á föstudag og var Fons sýknað af
kröfum Sigurðar. Hann segist ætla að
áfrýja dóminum til Hæstaréttar.
700 milljóna mismunur
Iceland Express var stofnað síðla árs
2003 en frá upphafi höfðu stofnendur
félagsins, þeir Guðmundur Þór Guð-
mundsson lögfræðingur, Aðalsteinn
J. Magnússon og Sigurður Ingi Hall-
dórsson, áhuga á að fá nýja fjárfesta
inn í félagið. Haustið 2004 komu Pálmi
Haraldsson og félagið Iceland Express
Investment S.A. inn í félagið og keyptu
89 prósenta hlut í félaginu fyrir fimm-
tán milljónir. Deilur spruttu í kjölfar-
ið um verðmatið á fyrirtækinu en fyrri
eigendur lögðu til að félagið yrði metið
á 2,2 milljarða króna. Niðurstaðan varð
þó sú að félagið var metið á helmingi
lægri upphæð eða 1,1 milljarð króna og
var sá samningur undirritaður 16. sept-
ember árið 2005. Fyrri eigendur fengu
þá 88 milljónir króna til skiptanna.
Matsmenn voru fengnir til að meta
verðmæti fyrirtækisins og 23. mars árið
2006 komust þeir að því að verðmæti
félagsins á þeim degi sem samningar
voru undirritaðir hafi verið um 1.800
milljónir króna. Í kjölfar þeirrar niður-
stöðu var óskað eftir samningaviðræð-
um um leiðréttingu á þessu söluverði
í samræmi við matið. Þær samninga-
viðræður báru ekki árangur og var mál-
ið því kært. Sigurður taldi sig ekki hafa
fengið eðlilegt endurgjald fyrir hlut
sinn í félaginu.
Bjargað frá fangelsisvist
DV fjallaði um málið í apríl á
þessu ári og þá sagði Pálmi Haralds-
son að fyrri eigendur ættu að vera
þakklátir því með kaupunum hafi
þeir komist hjá því að lenda í fang-
elsi og þeir verið dregnir upp úr
drulluforinni sem þeir höfðu komið
sér í. Fyrri eigendur Iceland Express
saka Pálma hins vegar um að hafa
unnið að því með refsiverðum við-
skiptaháttum að knésetja flugfélagið
til þess eins að hirða það af þeim á
fimmtán milljónir króna.
Í DV í apríl lýsti Pálmi því þannig
að þeir hefðu keypt félagið þegar það
var gjaldþrota. Hann sagði að þeir
hefðu greitt fimmtán milljónir fyrir
helminginn af hlutafénu en til við-
bótar lagt til 250 milljónir í aukið
hlutafé. Af þeirri upphæð hafi tugir
milljóna farið í svokallað vörslufé, en
við vanskilum á því liggja fangelsis-
refsingar.
Bjartsýnn á sigur
Þegar samningurinn upp á
1.100 milljónirnar var undirrit-
aður taldi Sigurður sig vera að
gera góðan samning. Hann hafi
fyrir tilviljun séð söluyfirlit yfir
félagið, þar sem verðmæti félags-
ins var talið mun meira. Dómur-
inn féllst þó ekki á rök Sigurðar
á þeim grundvelli að þarna hafi
verið um gildan samning að ræða
og þeim sé aðeins vikið til hliðar í
undantekningartilfellum.
Sigurður segist bjartsýnn á að
sigur náist í Hæstarétti. „Ég tel
að möguleikar mínir séu góðir en
við sjáum bara hver niðurstaða
Hæstaréttar verður.“
Einar Þór SigurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Pálmi Haraldsson og
félagar í eignarhaldsfélag-
inu Fons voru sýknaðir af
kröfum Sigurðar inga
Halldórssonar, eins af
stofnendum Iceland Ex-
press. Pálmi keypti félagið
árið 2004 þegar það sigldi
beint í gjaldþrot. Menn
sættust á að félagið væri
1.100 milljóna virði og var
samningur þess efnis
undirritaður. Síðar voru
fengnir matsmenn sem
mátu félagið á 1.800 millj-
ónir. Sigurður vildi fá
hluta mismunarins
greiddan en fékk ekki.
Sigurður ætlar að áfrýja
til Hæstaréttar.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
mánudagur 2. apríl 2007 dagblaðið vísir 35. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
fréttir
Vantar
lögreglumenn
tónlist
Útvöldum boðið til útlanda
Shogun
sigraði
Í gær varð Magnús Ingi Helgason Íslands-
meistari í einliðaleik karla í badminton í fyrsta
sinn. Hann bar sigurorð af Tryggva Nielsen í
úrslitaleik með tveimur lotum gegn einni en
báðir eru þeir úr TBR. Magnús Ingi vann tvær
lotur en Tryggvi eina. Í einliðaleik kvenna varð
Ragna Ingólfsdóttir Íslandsmeistari fimmta
árið í röð en hún lagði Tinnu Helgadóttur í úr-
slitum í tveimur lotum, báðar fóru 21-11. Ragna
var sigursæl á mótinu og vann þrenn gullverð-
laun.
Í tvíliðaleik unnu Ragna og Katrín Atladótt-
ir gullverðlaun en þær unnu Tinnu Helgadótt-
ur og Helgu Jóhannsdóttur af miklu öryggi í
tveimur lotum í úrslitaleik. Ragna og Katrín
unnu fyrri lotuna 21-9 og hina 21-10. Þetta var
því sami úrslitaleikur og í fyrra og úrslitin einn-
ig á sama veg.
Þá fagnaði Ragna einnig sigri í tvenndarleik
ásamt Helga Jóhannessyni en þar lögðu þau
systkinin Magnús og Tinnu Helgabörn í úrslit-
um.
Í tvíliðaleik karla urðu þeir Magnús Ingi og
Helgi Jóhannesson Íslandsmeistarar með því
að leggja þá Tryggva Nielsen og Svein Sölvason
í úrslitum. Sú viðureign fór í oddalotu þar sem
fimm síðustu stigin voru Magnúsar og Helga
sem unnu oddalotuna 19-21. elvargeir@dv.is
DV Sport
mánudagur 28. mars 2007 11
SportMánudagur 2. apríl 2007
sport@dv.is
Stjarnan tryggði Sér um helgina meiStaratitilinn í Dhl-DeilD kvenna
þrátt fyrir að liðið eigi enn eftir að Spila þrjá leiki. blS. 16
ÍR-ingar eru á mikilli siglingu eftir sigur á Stjörnunni
Þrefalt hjá rögnu og tvöfalt hjá Magnúsi
Allt um leiki
næturinnar í NBA
NBA
StjörnuStúlkur MeiStarar
Íslandsmeistarar magnús Ingi Helgason og ragna
Ingólfsdóttir.
DV-sport fylgir
rimlaskattur og 100 milljónir
Pálmi Haraldsson um kauPin á iceland exPress:
Tortryggni
í samstarfi
>> Ósætti meðal starfs-
manna Seltjarnarnesbæjar
Prentað í m
orgun
- fyrrum eigendur segjast
hafa tapað miklu. ráku fyrirtækið lóðrétt niður, segir kaupandinn. sjá bls. 2
>> Kínverjar og Rússar vinna
saman en totryggnin er ráðandi
fréttir
Músiktilraunir 2007
DV 2. apríl.
Pálmi í Fons Pálmi og félagar í
Fons keyptu Iceland Express
þegar það var að sigla í
gjaldþrot. Fons var sýknað af
kröfum Sigurðar.
Einkaneysla
eykst
Einkaneysla jókst um 4 til
6 prósent frá fyrra ári ef bornir
eru saman þriðju ársfjórðungar
áranna. Kreditkortavelta í sept-
ember nam rúmum 24 millj-
örðum króna,
ríflega einu pró-
senti meira en
á sama tíma í
fyrra. Hins vegar
dróst veltan sam-
an um sjö prósent
frá ágústmánuði en
hafa verður í huga að þá var velt-
an mjög mikil.
Kreditkortavelta, að viðbættri
debetkortaveltu í innlendum
verslunum, gefur góða vísbend-
ingu um þróun einkaneyslu.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hópslagsmál
á Vestfjörðum
Lögreglan á Ísafirði stöðvaði
slagsmál fyrir utan Edinborgar-
húsið á Ísafirði aðfaranótt laugar-
dagsins. Töluvert
var um ölvun en
lögreglu tókst að
koma ró á mann-
skapinn og var
enginn handtekinn.
Lögreglan á Hólma-
vík stöðvaði aðfara-
nótt sunnudagsins hópslagsmál
ölvaðra manna á hafnarsvæðinu á
Hólmavík. Einn maður var hand-
tekinn vegna málsins og hann
færður á lögreglustöð í bænum.
n „Dagur er óhemju dug-
legur, vandvirkur og
heiðarlegur. Rík réttlæt-
iskennd fer ákaflega vel
saman við dugnaðinn hjá
Degi. Sem persóna er Dagur
afslappaður, vinmargur, opinn
og skemmtilegur og mikill fjöl-
skyldumaður. Við bröllum ýmis-
legt saman í frístundum, enda eigum
við dætur á sama aldri,“ segir Guðmundur
Steingrímsson, varaþingmaður Samfylking-
arinnar og vinur Dags til margra ára.
n „Dagur er afskaplega vinnusamur og dug-
legur. Hann kemur miklu í verk með dugnaði
sínum,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrver-
andi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem
kynntist Degi þegar þeir unnu saman í borg-
arstjórn 2002 til 2006.
n „Dagur er í senn einlægur og traustur samstarfsmað-
ur. Hann er ljúf og góð manneskja,“ segir Sigrún Elsa
Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.
n „Dagur er stundum búinn að hugsa
málin svo djúpt, að þegar hann talar
um þau gleymir hann hreinlega að segja
grundvallaratriði þeirra. Hann er yfirleitt
kominn lengra en flestir aðrir. Þetta er
svona hliðarafurð vand-
virkninnar, en kemur
stundum einkennilega
út í sjónvarpsviðtölum, þar sem
áheyrendur missa stundum þráðinn, þótt
við vinir hans vitum hvað hann er að tala
um. En hann hefur batnað mikið í þessu.
Er allur að koma til,“ segir Guðmundur.
n „Kannski er hann á köflum með of stórt
hjarta til að vera í pólitík því hann trúir
öllu góðu upp á fólk,“ segir samstarfskona
hans í borgarstjórn og varamaður hans í
stjórn Orkuveitunnar, Sigrún Elsa.
n „Í mínum huga er Dagur óþarflega
langorður um einfalda hluti,“ segir Alfreð sem mátti
hlusta á margar ræður Dags í R-listasamstarfinu á síð-
asta kjörtímabili.
Dagur B. EggErtsson Borgarstjóri. DEBET OG KREDIT
Langorður vinnuþjarkur
„dagur er óhemju duglegur,
vandvirkur og heiðarlegur.“