Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 2007 7
„Höfundur snæðir daglega í
mötuneyti Árvakurs. Það er ekki
gott hlutskipti,“ stóð í höfundarlýs-
ingunni á vefsíðunni hadegismoar.
blog.is sem lokað var að kröfu for-
svarsmanna Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins og 24 stunda, um
klukkan 10 í gærmorgun. Málið var
tekið fyrir á starfsmannafundi í gær
og samkvæmt heimildum var nokk-
ur ólga í starfsmannahópi Árvakurs,
þar sem sumir þeirra töldu að vegið
hefði verið að tjáningarfrelsinu með
því að fara fram á að síðunni yrði lok-
að. Slíkar aðgerðir séu sérstaklega
ámælisverðar á frjálsum fjölmiðlum.
Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðakona
24 stunda, yfirgaf fundinn í fússi en
sagðist í samtali við DV ekki vilja tjá
sig frekar um málið. „Þetta er innan-
búðarmál,“ sagði hún.
Slepjulegur mávur
Á vefsíðunni fór ónefndur mat-
arrýnir sem starfar hjá Árvakri mik-
inn í gagnrýni sinni á mötuneytið
sem rekið er af veitingaþjónustunni
Krydd og kavíar sem rekur fjölmörg
mötuneyti á höfuðborgarsvæðinu. Í
færslu sem birtist nýlega segir meðal
annars: „Í matinn var...mávakjöt. Ætli
það sé einhver tenging á milli þess
að Gísli Marteinn mávabani hætti að
vera aðal og þess að fiðraðir fjandvin-
ir hans skjóti upp leggjum og bring-
um í mötuneyti Árvakurs? Ætli hann
hafi eytt nóttinni í eina final máva-
morðssturlun? Mávurinn var eins og
alltaf, Slepjulegur, laus á beinunum
og mauksoðinn.“ Þá segir í umsögn
um hádegismatinn frá miðvikudeg-
inum 10. október: „Byltingar er þörf.
Það þarf uppvakningu meðal lifandi
manna og það þarf að koma í veg fyr-
ir þennan óskapnað. Þjónustuaðili á
ekki að komast upp með að bjóða lif-
andi verum upp á þetta.“
Sósan í dag var ekki súpa í
síðustu viku
Garðar Agnarsson, eigandi Krydds
og kavíars, segir umrædda vefsíðu
lítið hafa með sanngjarna gagnrýni
að gera. Hann er ánægður með að
vefsíðunni hafi verið lokað og segist
hafa tekið það sem á henni stóð mjög
alvarlega. „Þetta var ekkert annað en
atvinnurógur og það var ósmekklegt
hvernig vegið var að starfsfólki fyr-
irtækisins. Auðvitað finnst því ekki
gaman að þurfa að sitja undir ásök-
unum á borð við að sveppasósan í
dag hafi verið gerð úr afgöngum af
sveppasúpu frá því í síðustu viku.“
Hann segir það hafa verið algjörar
dylgjur og bæði stjórnendur blog.is
og æðstu stjórnendur Árvakurs væru
sammála um að þarna hefði verið
allt of langt gengið. „Ég átti alveg von
á því að það heyrðust raddir um að
vegið hefði verið að tjáningarfrelsinu
en fólk sem las vefsíðunna veit að
þarna voru miklar dylgjur.“
Krydd og kavíar mun brátt hverfa
úr húsnæði Árvakurs enda hefur
samningi félaganna verið sagt upp.
Ástæðan er þó ekki aðallega óánægja
starfsmanna Árvakurs. „Við gerum
aldrei öllum til hæfis, en það eru um
700 manns í mat hjá okkur á dag og
ég hef ekki fundið fyrir jafnóvæginni
gagnrýni og hjá starfsmönnum Ár-
vakurs.“
Starfsmenn Árvakurs eru margir ósáttir vegna kröfu stjórnenda um að loka vefsíðu þar
sem matur í mötuneytinu var gagnrýndur harðlega. Garðar Agnarsson, eigandi mötu-
neytisins, segir vefsíðuna hafa stundað atvinnuróg og viðhaft fáránlegar ásakanir.
Árvakur fór fram á að
vefsíðunni yrði lokað.
Lokað á matarrýni
Valgeir Örn ragnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Kolbrún Bergþórsdóttir Blaðakona
24 stunda yfirgaf fund vegna málsins.
Vefsíðan Stjórnendur vefsíðunnar
hadegismoar.blog.is lokuðu henni í gær.
Á von á blússandi bisness
Össur vill að markaðurinn taki síðar við hlut ríkisins í sæstrengjum:
Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra er hæstánægður með
áform einkaaðila um að leggja hing-
að til lands sæstrengi. Hann vonast
eftir sem flestum tengimöguleikum
á næstu árum svo þeir skapi fjölda
tækifæra í iðnaði. „Mestu skiptir að
komast í tengingu við Skandinavíu
og Austur-Evrópu því þar eru mestu
möguleikarnir. Ég vil auðvitað að sem
flestir leggi strengi því þetta verður
blússandi bisness í framtíðinni,“ seg-
ir Össur.
Viðskiptajöfurinn Kenneth Peter-
son og samstarfsmenn hans hjá CCV
á Írlandi eru ósáttir við þátttöku rík-
isins í lagningu Danice-sæstrengsins
á milli Íslands og Danmerkur. Þeim
finnst að ríkið eigi ekki að taka þátt í
samkeppni við einkaaðila í ljósi þess
að CCV hafi kynnt áform um lagn-
ingu sæstrengs til Íslands frá Írlandi.
Þeir hafa sent Össuri bréf í þeirri von
að hann beiti sér fyrir því að ríkisvald-
ið breyti áformum sínum. Ef það tekst
ekki er síðasta hálmstráið að leita til
ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.
Aðspurður segir Össur ekkert því til
fyrirstöðu að írska fyrirtækið leggi sinn
streng og fagnar hann þeim áformum.
Hann kannast ekki við að hafa feng-
ið bréf frá Peterson. „Einkaaðilar eru
velkomnir en ég kannast ekki við að
neinn þeirra hafi boðið upp á teng-
ingu til Danmerkur. Þetta snýst um
staðsetninguna,“ segir Össur.
„Netþjónabú eiga eftir að gefa
miklar tekjur í framtíðinni og slíkum
starfsstöðvum er hægt að koma fyr-
ir víða úti á landi. Minn vilji er sá að
markaðurinn taki við hlut ríkisins
þegar að því kemur.“
Spurning um staðsetningu „Einkaaðilar eru velkomnir en ég kannast ekki við að
neinn þeirra hafi boðið upp á tengingu til danmerkur. Þetta snýst um staðsetning-
una,“ segir Össur Skarphéðinsson um gagnrýni Kenneths Peterson.
Við sögðum ViLhjáLmi aLLt
mikillar fjölmiðlaumræðu und-
anfarið og misvísandi ummæla
um atburðarásina. Það er mikil-
vægt fyrir félagið að atburðarás-
in sem snýr að stjórnendunum
komi skýrt fram,“ segir Bjarni.
Hjörleifur undrast allt pól-
itíska moldviðrið undanfarna
daga. Hann skilur ekki hinn
skyndilega hugmyndafræði-
lega ágreining, um Orkuveituna
og REI, sem kom í ljós nýverið.
„Allt þetta mál hefur komið mér
mjög á óvart, miðað við hvern-
ig komið var að stofnun REI.
Þá strax var gert ráð fyrir því að
fleiri kæmu að félaginu og útrás
þess án þess að nokkrar athuga-
semdir hafi þá komið fram. Þá
var enginn hugmyndafræðileg-
ur ágreiningur uppi og því kom
það mér á óvart þegar hann kom
upp nýverið,“ segir Hjörleifur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
segir það rangt sem fram kem-
ur í greinagerð æðstu stjórn-
enda Orkuveitu Reykjavíkur
og Reykjavík Energy Invest,
REI, að honum hefði verið gerð
grein frá 20 ára þjónustusamn-
ingi Orkuveitunnar við REI á
fundi heima hjá sér. Hann stað-
festir að fundurinn hafi átt sér
stað en vísar því alfarið á bug
að sér hafi verið sýnt minnis-
blaðið sem fram kemur í grein-
argerð Bjarna Ármannssonar,
stjórnarformanni REI, Hauks
Leóssonar, stjórnarformanns
Orkuveitunnar, og Hjörleifs B.
Kvaran, forstjóra Orkuveitunn-
ar.
Aðspurður staðfestir Vil-
hjálmur að fjöldi gagna hafi
verið lagður fram á umrædd-
um fundi og meðal þess hafi
verið gögn sem sýndu fram á
að framtíðarhlutabréf Orku-
veitunnar í Hitaveitu Suður-
nesja skyldu renna inn í REI.
Hann kannast hins vegar ekki
við hið dularfulla minnisblað
sem fram kemur í greinargerð
þremenninganna. „Þetta nýj-
asta útspil kemur mér algjör-
lega á óvart og ég veit ekki
alveg hvað er í gangi hjá fyrir-
tækinu með því að skella þess-
um ásökunum fram svona. Þar
er fullyrt að ég hafi átt að hafa
vitað allt saman en það er bara
rangt,“ segir Vilhjálmur. Hann
vísar því alfarið á bug að hafa
nokkru sinni sagt ósatt um
vitneskju sína.
„Það kom aldrei fram á fund-
inum heima hjá mér einkarétt-
indi REI til 20 ára þó svo að ég
hafi vitað af því að gerður yrði
einhvers konar samningur um
þjónustu. Það voru lögð fram
ýmis skjöld á fundinum en það
kom aldrei fram að sú þjón-
usta yrði bundin í þetta langan
tíma. Mér var ekki afhent sér-
stakt minnisblað og það hef ég
ekki heima hjá mér. Ég hef ekki
nokkra ástæður til þess að fara
með rangt mál.“
ég hef aLdrei
séð þetta
minnisbLað